Fréttablaðið - 19.09.2004, Side 16

Fréttablaðið - 19.09.2004, Side 16
16 19. september 2004 SUNNUDAGUR Árni Johnsen hefur aldrei setið auðum höndum. Þessa dagana er hann að leggja lokahönd á bók, Í lífsins melodí, sem kemur út fyrir jólin hjá Eddu. „Þetta eru smámyndir, atvik og sögur af fólki, sambland af fyndni og fróðleik, svona rétt eins og mað- ur standi fyrir framan samkomu og reyni að hafa ofan af fyrir henni,“ segir Árni. „Bókin er af- rakstur af tuttugu ára blaða- mennsku og tuttugu ára stjórn- málaferli. Í bókinni er nokkuð af myndum sem tengjast sumum þessara atvika. Stundum er at- viki lýst í nokkrum línum og skemmtileg mynd fylgir. Þannig er bókin ekki beinlínis hefðbund- in. Hún er á sinn hátt sagnaþula eða sagnaflóð af léttara taginu. Ég veit ekki um neitt neikvætt í bókinni.“ Um þessar mundir er Árni einnig að skila af sér nær 100 tillögum og hugmyndum í ferða- og atvinnumálum fyrir Vesturbyggð og Tálknafjörð á Suðurfjörðum Vestfjarða. Einnig er hann að vinna að ýmsum verk- efnum í Suðurkjördæmi. Líf Árna hefur verið við- burðaríkt og sviptingasamt og því engin furða að hann hefur verið margbeðinn að skrifa ævi- sögu sína. „Ég nenni ekki að standa í því, ég yrði að slátra svo mörgum og ég var ekki smíðaður til þess,“ segir hann og hlær. „Unglingar eiga ekki að skrifa ævisögur. Ég hef fengið fjölda tilboða, meira að segja frá er- lendum bókaútgefendum. Ég skil ekkert í því en svona er það nú samt.“ Sigli eins og trillukarlarnir Fram undan eru allmörg verk- efni. „Jörðin snýst og ég snýst með,“ segir Árni. „Ég er með margt í takinu og af misjöfnum sortum, svo vinnur maður bara úr því. Lengst af var ég í ákveðn- um störfum, stundaði blaða- mennsku í tuttugu ár og sinnti stjórnmálum í tuttugu ár og var á föstum launum. Nú sigli ég um sinn sjóinn eins og trillukarlarn- ir, hef ákveðinn kúrs en er ekk- ert að skýra nákvæmlega frá honum að sinni. Mér var hent fyrir borð, en náði að hanga á borðstokknum glettilega lengi með Guðs hjálp og góðra manna og er óðum að hressast. Ég nýt faðmlags fólksins í landinu. Ég er að ljúka við bókina mína og er með ákveðin verkefni sem eru ólaunuð en munu gera gagn. Svo er ég með fleiri bækur í smíðum, þær eru komnar vel á veg en ég á eftir að fínpússa þær. Sumt af því er klárt menningarstarf. Ég er með barnaplötu í sigti en þar syng ég ásamt barnakór úrval barnalaga frá síðustu fimmtíu árum. Fleiri plötur eru svo vænt- anlegar. Svo kemur bara í ljós hverju þessara verkefna maður siglir farsællega í höfn. Það skiptir mig miklu máli að vinna. Stundum hefur mér verið sagt að ég vinni of mikið en ég kann ekk- ert annað. Mér finnst líka skemmtilegt að fara í verk sem mönnum þykja erfið eða hafa af- skrifað. Þá er ég í essinu mínu. Alveg eins og vanur blaðamaður sem unir sér best þegar hættan eða pressan er mest.“ Þegar Árni er spurður hvort honum hafi þótt skemmtilegra að vera þingmaður eða blaðamaður segir hann erfitt að gera upp á milli enda hafi hann aldrei hætt að skrifa. „Sem blaðamaður hefur maður frítt spil, er varinn og getur gert óhefðbundna hluti og verið sjálfstæður og komist upp með það. Þegar maður er stjórnmálamaður voma gamm- arnir yfir, ásamt úrtölufólkinu og þeim óttafullu sem þola ekki ár- angur og vilja kyrrt vatn, sem er dautt vatn, en maður gengur fyr- ir hvatningu þeirra jákvæðu og þeir eru margfalt fleiri. Það er mikil íhaldssemi ríkjandi á Ís- landi og þar er áberandi hneigð til að draga tennurnar úr þeim sem þora og vilja í stað þess að hvetja og fagna með þeim. Sums staðar á landinu gengur maður hreinlega inn í landnámsöld. Það getur verið skemmtilegt út af fyrir sig en er ekki búsældarlegt til framtíðar. Við Íslendingar verðum að koma okkur út úr þessum rollugötum kerfisins sem eiga ekkert skylt við hinar ær- legu rollugötur sveitanna.“ Árni er þó ekki alveg laus við rollugöt- urnar eins og hann viðurkennir því hann fer á fjall um helgina með fjallmönnum Landmanna- afréttar eins og hann hefur gert í 15 ár og er meðal annars að skrifa grein um smölun fyrir blaðið Merian, sem er National Geographic þeirra Þjóðverja. Einnig vinnur hann að grein um Surtsey fyrir sama tímarit. Sakna þingmennskunnar Árni er fyrrverandi þingmaður og segist sakna allra þeirra starfa sem hann hefur unnið við. „Ég hef kynnst fjölmörgum ráð- herrum en einungis tveimur sem hafa þolað að verða aftur óbreyttir þingmenn. Þessir menn eru Ragnar Arnalds og Svavar Gestsson. Það truflaði Ragnar Arnalds ekki í neinu að vera ekki lengur ráðherra og Svavar Gestsson mjög lítið, sem stafar kannski af því að Svavar er ráð- herra að upplagi og það fór hon- um svo vel. Svo eru þingmenn sem aldrei urðu ráðherrar en skiluðu mun meiri árangri en margir ráðherrar. Gott dæmi er Geir Gunnarsson. Við unnum lengi saman í fjárlaganefnd og ég lærði mikið af honum. En ég Þekki ekkert annað en bjartsýni Árni Johnsen situr ekki auðum höndum, er að ljúka við bók og sinnir öðrum verkefnum. Hann segir mótlæti vera besta skólann og segist taka lífinu með gneistandi fjöri. ÁRNI JOHNSEN „Ég veit ósköp vel að meðferðin var ósönn en hún getur verið sönn fyrir þeim sem unnu að henni. En að fjalla 7.000 sinnum um mig á einu ári er eitthvað sem stenst ekki. Það sér hver heilvita maður.“ „Það truflar mig ekki að vera fyrrverandi þingmaður, en samt sakna ég þess því það hamlar því að ég geti unnið af fullu mögulegu afli fyrir mitt fólk og mitt kjördæmi.“ Allt mótlæti er plús vegna þess að það er besti skólinn. Ég hef upp- lifað stórkostlega reynslu þótt hún væri kannski ekki það skemmtilegasta, en ég kynntist frábæru fólki innan múra og utan og hvað getur maður annað en fagnað því og glaðst? Það er svo lítill munur á fólki þegar upp er staðið, kannski einhver 5 prósent sérviska til eða frá. Hitt eru sameiginlegar vonir og þrár. ,,

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.