Fréttablaðið - 28.09.2004, Page 16

Fréttablaðið - 28.09.2004, Page 16
Undanfarna daga hefur í fjölmiðlum verið fjallað um sérsamning, sem útgerðarmaður Sólbaks EA og skip- verjar skipsins hafa gert sín í milli, sem felur í sér önnur og lakari ákvæði en kjarasamningar segja til um. Hefur þetta verið gert m.a. á þeim forsendum, að útgerðarmaður- inn, sem er félagsmaður LÍÚ, stofn- ar nýtt fyrirtæki sérstaklega um skipið til þess að geta haldið málinu að því er hann telur utan þeirra sam- taka og losnað undan févítisákvæði kjarasamninganna. Þá hefur skip- verjunum verið gerð grein fyrir því, að samþykki þeir ekki þennan sér- samning, missi þeir starfið. Ég læt öðrum eftir að fjalla betur um þessa furðulegu röksemdafærslu útgerð- armannsins, að þessi sérsamningur færi áhöfninni betri kjör en gildandi kjarasamningar segja til um, heldur beini augum að þeirri spurningu, sem málið stendur og fellur með. Er þessi sérsamningur útgerðar Sól- baks EA og áhafnar lögmætur? Hann er það alls ekki og eins ólög- mætur og hugsast getur, sama hvernig litið er lögfræðilega á mál- ið, og skiptir þá ekki neinu, hvort heldur þessi sérsamningur er kall- aður kjarasamningur eða ráðningar- samningur, sem hefur verið mjög á reiki. Gildistími kjarasamnings LÍÚ og Vélstjórafélags Íslands er til 31. desember 2005. Kjarasamningar LÍÚ annars vegar og Farmanna- og fiskimannasambands Íslands og Sjó- mannasambands Íslands hins vegar eru lausir. Þrátt fyrir það eru þeir bindandi fyrir samningsaðila og fé- lagsmenn þeirra, unz þeir sömu samningsaðilar gera með sér nýjan kjarasamning eða verkfall skellur á, eins og Félagsdómur hefur dæmt og vinnuréttur segir til um. Enginn munur er á gildi kjarasamninga samtaka sjómanna og útvegsmanna að þessu leyti. Félagafrelsi gildir á Íslandi. Er launþegum heimilt að stofna nýtt stéttarfélag og segja sig lögform- lega úr því stéttarfélagi, sem þeir hafa verið í, telji þeir það henta sín- um hagsmunum betur. Þrátt fyrir það eru þessir launþegar bundnir af þeim kjarasamningi, sem þeirra fyrrum stéttarfélag hafði gert, unz það sama stéttarfélag gerir nýjan kjarasamning eða verkfall skellur á. Þeir losna ekki undan ákvæðum þess kjarasamnings, sem þeir hafa hingað til starfað eftir. Sá kjara- samningur bindur þá í báða skó meðan hann er í gildi. Ákvæði kjarasamninga sjó- manna og útvegsmanna eru bind- andi fyrir samningsaðila og félags- menn þeirra, nema sjálfir kjara- samningarnir heimili frávik, sem er ekki í því tilviki, sem hér er fjallað um. Rétt er þó að nefna í þessu sam- hengi, að í kjarasamningum aðila er ákvæði, sem segir, að komi fram nýjar veiði- eða verkunaraðferðir eða um verði að ræða breytingar á gildandi veiði- eða verkunaraðferð- um er horfa til verksparnaðar og hagræðingar, skulu samningsaðilar gera um það sérstakan samning, þ.ám. um mannafjölda og skiptapró- sentu án uppsagnar á kjarasamningi aðila. Þar sem Sólbakur EA stundar hefðbundnar veiðar með hefðbundn- um hætti, kemur ekki til að kjara- samningsaðilum beri skylda til að semja sérstaklega vegna Sólbaks EA. Engar tæknibreytingar eða nýj- ungar eiga sér stað um borð í þessu skipi. Eins og er alkunna, er í kjara- samningum samið um lágmarkskjör. Óheimilt er að semja um lakari kjör í ráðningarsamningi, eins og skýrt kemur fram í hinum ýmsu lögum. Er þetta líka áréttað sérstaklega í ákvæðum kjarasamninga sjómanna, þar sem segir að sérsamningar milli einstakra útgerðamanna og sjó- manna, er hljóða upp á lakari kjör en tekið er fram í kjarasamningn- um, séu ógildir. Á hinn bóginn er heimilt að semja um kaup og kjör sem eru launþegum hagstæðari en lág- marksákvæði kjarasamningsins greina. Sjómenn gætu t.d samið um hærri skiptaprósentu, meiri frí, tíð- ari launauppgjör, fjölgun í áhöfn o.s.frv. Það fellur ekki undir hag- stæðari kjör í þessu sambandi, ef mönnum er stillt upp við vegg og sagt annað hvort sættir þú þig við þennan sérsamning eða þú missir plássið eða skipinu verður lagt. Sérsamningur sá sem útgerðar- maður Sólbaks EA býður skipverj- um sínum nú upp á er skipverjunum óhagstæðari en lágmarksákvæði kjarasamninganna mæla fyrir um. Er ekki torskilið, hvers vegna stétt- arfélög sjómanna vilja ekki sam- þykkja þennan svokallaða ráðning- arsamning. Það eina í þessum sér- samningi sem er skipverjunum hag- stæðara er það að greiða skuli þeim lágmarkslaun upp í hlut þeirra í einu lagi í byrjun mánaðar í stað þess að þeir fái fjórðung hennar greiddan vikulega, eins og kjara- samningar segja. Kjarni málsins er sá, að vilji menn að kjarasamningar séu öðru- vísi en þeir eru, þá gerist það ekki nema í kjarasamningum milli við- komandi samtaka sjómanna og út- vegsmanna. Ekki með því að riðlast á gildandi kjarasamningum eða með því að stofna sjómannafélag um borð í hverju skipi, hvert með sinn sérkjarasamninginn. Eitt þýðingarmesta ákvæði vinnuréttar er ákvæðið um friðar- skyldu aðila, ákvæði sem skyldar fé- lög og samtök aðila vinnumarkaðar- ins að virða kjarasamninga og vinnufriðinn á gildistíma viðkom- andi kjarasamnings, unz verkfall skellur á, ef til þess kemur. Þessi friðarskylda nær jafnt til athafna sem athafnaleysis. Er um það skýrt ákvæði í vinnulöggjöfinni þar sem segir, að samningsaðilum sé skylt að stuðla að því, að félagsmenn þeirra virði gerða kjarasamninga. Þessa at- hafnaskyldu hefur LÍÚ brotið með því að láta viðgangast og taka ekki undir, að félagsmaður þeirra, út- gerðarmaður Sólbaks EA, virði ekki gildandi kjarasamninga. Breytir engu þótt sá hinn sami hafi stofnað sérstakt fyrirtæki utan LÍÚ um þennan togara til þess eingöngu að freistast til þess að brjóta gildandi kjarasamninga. Má í þessu sam- bandi nefna, að í Danmörku hafa gengið fjölmörg mál gegnum tíðina, þar sem bæði félög og samtök at- vinnurekenda jafnt sem launþega hafa verið sektuð, bæði vegna at- hafna sem athafnaleysis að vinna ekki að því, að fá félagsmenn sína ofan af ólögmætum aðgerðum gagn- vart viðsemjanda sínum á vinnu- markaðnum. Menn eiga rétt og bera skyldur og er skylt að reyna að hafa taumhald á félagsmönnum sínum. Er það miður, ef talsmenn LÍÚ líta svo á að þeim komi málið ekkert við, meðan þeir sjálfir taka ekki fullan þátt í kjarasamningsbrotum félagsmanna sinna, heldur amast í þess stað við því, að sjómannasam- tökin beiti gildandi févítisákvæðum kjarasamninganna til þess að reyna að stoppa einstaka útgerðarmenn af í því að brjóta ákvæði kjarasamn- inganna. Kjarasamningsákvæði eru ekki sett til að brjóta þau og breytir engu, þótt einstaka útgerðarmaður og Íslandsbanki beini augunum fyrst og fremst að því að ná fram hagræðingu í rekstri fiskiskipa með lækkun launa. Menn verða að fara að gildandi lögum og reglum vilji menn fá fram breytingar á kjara- samningunum. Það sem vekur manni furðu er, hvers vegna þetta mál þróaðist í þennan farveg, sem það fór í. Hvers vegna leitaði útgerðarmaður Sól- baks EA sér ekki lögfræðiaðstoðar hjá samtökum atvinnurekenda eða annars staðar til að fá leiðbeiningar um réttarstöðu sína varðandi lög- mæti þess að gera slíkan sérsamn- ing við skipverjana á þessu skipi? Á sama hátt varðandi dragnótabát hans Sólborgu RE og frystitogarann Guðmund í Nesi RE, þar sem sér- samningar hafa líka verið gerðir. Maður spyr sig. Hver var til- gangurinn með þessari tilefnislausu uppákomu útgerðarmanns Sólbaks EA? Séu menn að þjóna eðli sínu með því að setja allt í bál og brand milli samtaka útgerðarmanna og sjómanna vegna yfirstandandi kjarasamningaviðræðna þeirra, þá er það sjónarmið út af fyrir sig. Út- gerðarmaðurinn gat samt sem áður kynnt sér hvaða rétt menn eiga og hvaða skyldur menn bera í þessum efnum, áður en göslast var af stað með gerð þessa sérsamnings með óskhyggjuna að leiðarljósi í nafni hagræðingar. ■ 28. september 2004 ÞRIÐJUDAGUR16 Sólbakssamningurinn Flokkspólitík ræður Svo virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn fylgi mjög markvissri stefnu í ráðningu embætt- ismanna í mikilvægar stöður í stjórnkerf- inu. Stefnan tekur ekki mið af hæfni, reynslu eða jafnréttissjónarmiðum, heldur flokkspólitískum skoðunum umsækjenda. Erfitt er að verjast þeirri hugsun að verið sé að koma upp konunglegri hirð Sjálfstæðis- flokksins sem gegnir engu sérstöku hlut- verki, nema að vera útsendarar Flokksins á öllum vígstöðvum. Davíð er kóngurinn, Halldór er uppáþrengjandi frændinn sem fær að sitja í hásætinu um stund og hirðin þorir ekki að ögra hinu konunglega valdi. Og ef Jón Steinar verður skipaður hæsta- réttardómari í stað Péturs Hafstein er það væntanlega vegna þess að kónginum fannst kominn tími til að fá konunglegt hirðfífl. Finnur Dellsén á vg.is/postur Syndug samviska Hvað er í gangi? Nýkrýndur forsætisráð- herra ýjar að því að Íraksstríð hafi verið háð á röngum forsendum. Allir vita hvernig ráðherrann hagaði sér þegar ákveðið var að ráðast inní Írak, Ísland átti svo sannarlega að vera eitt af staðföstu ríkjunum. Hvar er staðfestan í dag? Var verið að hafa þjóð okkar að fífli? Ekki verður annað séð en svo hafi verið gert. Kristbjörn H. Björnsson á uf.xf.is Af „óhóflegum kröfum“ Margt hefur verið rætt og ritað um „óhóflegar kröfur“ grunnskóla- kennara í yfirstandandi verkfalli. Margir telja að kröfurnar byggi á flóknum útreikningum þannig að óhugsandi sé fyrir leikmann að skilja. Með því að einfalda málið er hægt að útskýra langstærsta hluta kröfugerðarinnar með því að skip- ta henni í þrennt; 1. Að grunnlaun hækki, 2. Að kennsluskylda lækki, 3. Að gera starfið sveigjanlegt. Flestir viðmælendur fjölmiðl- anna virðast vera á einu máli um að starf grunnskólakennarans sé eitt af því mikilvægasta í samfélaginu og að greiða beri vel fyrir það. En þegar þeir eru spurðir um kröfur grunnskólakennara kemur annað hljóð í strokkinn, þær sagðar vera óyfirstíganlegar og glaðbeittur for- stöðumaður Hagfræðistofnunar Háskólans fenginn til að telja fólki trú um að sveitarfélögin fari á hausinn ef gengið verði að kröfum kennara. Benda má á að gunnskóla- kennari undir þrítugu er með 160.000 kr. í laun eftir þriggja ára háskólanám! Er það heimtufrekja að krefjast þess að 30 ára grunn- skólakennari verði með 230.000 kr. í lok samningstímans árið 2007? Eru 230.000 kr. árið 2007 langt yfir því marki að greiða eigi vel fyrir hið mikilvæga starf sem grunn- skólakennarar inna af hendi? Þeg- ar sveitarstjórnarmenn og aðrir segja að greiða eigi vel fyrir starf grunnskólakennarans, eru þeir þá að tala um upphæðir undir 200.000 kr.? Hvað þýðir að greiða vel fyrir einhver störf? Grunnskólakennarar krefjast þess einnig að kennsluskylda lækki úr 28 stundum í 26 stundir. Þess má geta að kennsluskylda framhalds- skólakennara er 24 stundir og er það nær því að vera æskileg kennsluskylda. Hægt er að finna rök sem segja að nemendahópur grunnskólakennara sé fjölbreytt- ari og getumunur meiri en í nem- endahópum framhaldsskólanna. Það eitt ætti að kalla á minni kennsluskyldu. Að lækka kennslu- skylduna hækkar ekki laun kenn- ara en minnkar hið mikla álag sem viðurkennt er að aukist hafi veru- lega í kjölfar síðasta kjarasamn- ings. Einnig vilja kennarar ráða meira yfir þeim tíma sem skóla- stjóri ræður núna, þ.e. þeir vilja gera starfstíma sinn sveigjanlegri. Öll framsækin fyrirtæki með fjöl- skylduvæna stefnu eru sífellt að auka sveigjanleika vinnutíma starfsmanna sinna. Þetta þrennt er uppistaðan í kröfugerð grunnskólakennara. Er kröfugerð grunnskólakennara óraunhæf og ósanngjörn? Einnig heyrist það víða að kjör grunnskólakennara hafi batnað mikið í síðustu kjarasamningum. Það er einfaldlega ekki rétt. Langstærsti hluti þeirrar launa- hækkunar sem grunnskólakennar- ar fengu var í formi þess að þeir þurftu að vinna meira (rúmlega 15 virka daga) og allir fastir yfir- vinnupóstar s.s. heimavinnuyfir- vinna o.fl. fóru inn í launin og reiknuðust sem hækkun. Af þessu sést að raunverulegar launahækk- anir, þar sem hækkanir koma án þess að vinnuframlag aukist, voru nær engar og sumir urðu fyrir kjararýrnun. Enginn atvinnustétt kallar slíka aukavinnu og yfir- færslur launahækkun. Auk þess var stigið risaskref frá þeirri fjöl- skylduvænu stefnu sem felst í sveigjanlegum vinnutíma þegar grunnskólakennarar misstu for- ræði yfir stórum hluta vinnutím- ans. Látum ekki talnaleiki Launa- nefndar sveitarfélaganna og ann- arra blekkja almenning heldur hvet ég alla til að kynna sér sann- gjarnar og hófsamar kröfur grunn- skólakennara. ■ Nú er það aðalbaráttumál ríkis- stjórnarinnar að selja Símann en ríkið á mestallt hlutaféð í því fyrir- tæki. Eins og menn muna var Sím- inn ríkisfyrirtæki en síðan var fyrir- tækinu breytt í hlutafélag. Átti ríkið þá allt hlutaféð en þegar misheppn- uð tilraun var gerð til þess að selja Símann einkaaðilum eignuðust ein- staklingar lítilsháttar af hlutafé. Hvers vegna þarf að selja Símann? Þarf ríkið að losa sig við taprekstur vegna þess að fyrirtækið sé illa rek- ið? Nei, Síminn er vel rekið fyrir- tæki sem skilar miklum gróða. Svo var einnig þegar Síminn var hreint ríkisfyrirtæki og því hafði ekki ver- ið breytt í hlutafélag. Það hafa því aldrei verið nein rök fyrir því að selja Símann til einkaaðila. Rök einkarekstursmanna um að einka- fyrirtæki séu betur rekin en ríkis- fyrirtæki eiga ekki við um Símann. Hér er dæmi um fyrirmyndar ríkis- fyrirtæki sem er og hefur verið mjög vel rekið. Það eru engin rök fyrir því að selja Símann til einkaað- ila og best er fyrir ríkið að eiga fyrirtækið áfram. Á þann hátt getur það einnig tryggt allri landsbyggð- inni góða þjónustu og eflt dreifikerfi Símans úti um allt land. Aðalatriðið í sambandi við Símann er að það starfi á sama grundvelli og önnur fyrirtæki í þessari grein, þ.e. njóti engra forréttinda þó ríkið eigi mest- allt hlutaféð. Ef Síminn sem hlutafé- lag nýtur engra forréttinda frá rík- inu og verður að keppa á heilbrigð- um samkeppnisgrundvelli við önnur fjarskiptafyrirtæki eins og Og Voda- fone þá skiptir engu máli hvort ríkið á meirihluta hlutafjár eða einhverjir einkaaðilar. Það er ekkert skilyrði frá ESB að ríkið eigi ekki hlutafé í slíku fyrirtæki. Það er hins vegar meiri hætta á því að einkaaðilar svíkist um að veita landsbyggðinni næga þjónustu og það er meiri hætta á því að einkaaðilar í þessari grein stofni til verðsamráðs og reyni að halda verðinu uppi á þjón- ustunni, ef ríkið er alveg komið út úr greininni. Fyrir skömmu keypti Síminn fjórðung í Skjá 1. Er talið að með þeirri ráðstöfun hafi Síminn viljað komast inn í sjónvarpsrekstur. Fjár- hagsstaða Skjás 1 mun hafa verið mjög slæm. Þessi ráðstöfun Símans gagnast því báðum aðilum: Hún bætir fjárhag Skjás 1 og veitir Sím- anum aðild að sjónvarpsrekstri. Sumir hafa gagnrýnt það, að „ríkis- fyrirtæki“ væri að kaupa stóran hlut í einkasjónvarpsstöð. En ég sé ekk- ert athugavert við það. Síminn er hlutafélag og keppir á samkeppnis- grundvelli. Norðurljós svöruðu með því að kaupa 35% í Og Vodafone. Þar með eru Norðurljós komin inn í stórt fjarskiptafyrirtæki. Áður voru Norðurljós í viðræðum við Símann um samstarf en þær viðræður fóru út um þúfur. Ljóst er að samkeppni milli þessara tveggja risa á fjar- skipta- og fjölmiðlamarkaði verður mjög hörð. Samkeppnin er trygg á fjarskipta- og fjölmiðlamarkaði. Það er því engin þörf á einkavæðingu Símans til þess að tryggja hana. Með fyrri reynslu í huga má telja víst að stjórnvöld mundu ekki standast þá freistingu að hafa áhrif á það hver fengi að kaupa Símann. Ef stjórn- völd ætla að afhenda Símann ein- hverjum gæðingum svo þeir geti braskað með fyrirtækið er verr af stað farið en heima setið. Það er best að hafa Símann óbreyttan í því formi sem hann er í nú, þ.e. hlutafé- lag að mestu í eigu ríkisins. ■ Engin þörf á því að selja Símann BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR UMRÆÐAN EINKAVÆÐING SÍMANS Einnig heyrist það víða að kjör grunn- skólakennara hafi batnað mikið í síðustu kjarasamn- ingum. Það er einfaldlega ekki rétt. JÓN PÉTUR ZIMSEN GRUNNSKÓLAKENNARI UMRÆÐAN KENNARAVERK- FALLIÐ ,, AF NETINU Er þessi sérsamning- ur útgerðar Sólbaks EA og áhafnar lögmætur? Hann er það alls ekki og eins ólögmætur og hugsast getur, sama hvernig litið er lögfræðilega á málið, og skiptir þá ekki neinu, hvort heldur þessi sérsamningur er kallaður kjarasamningur eða ráðningarsamningur, sem hefur verið mjög á reiki. JÓNAS HARALDSSON HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR UMRÆÐAN FRIÐARSKYLDA OG KJARASAMNINGAR ,,

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.