Fréttablaðið - 04.10.2004, Page 6

Fréttablaðið - 04.10.2004, Page 6
6 4. október 2004 MÁNUDAGUR Hækkandi tíðni brjóstakrabbameins: Október helgað- ur baráttunni HEILBRIGÐISMÁL Nú, fimmta árið í röð, mun Krabbameinsfélagið helga októbermánuði baráttunni gegn brjóstakrabbameini með fræðslu og hvatningu til kvenna að nýta sér boð Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins um rönt- genmyndatöku. Tíðni brjósta- krabbameins á Íslandi og fjöldi nýrra tilfella hefur aukist ár frá ári, mest hjá konum á aldrinum 30 til 60 ára. Ár hvert greinast um 170 ís- lenskar konur með þennan vágest og samkvæmt útreikningum frá Krabbameinsskránni fær tíunda hver kona brjóstakrabbamein ein- hvern tímann ævinnar. Lífshorfur kvenna sem greinast með krabba- mein í brjóstum hafa batnað á síð- ustu fjórum áratugum eða um 30 prósent. Það þýðir að 80 prósent geta vænst þess að lifa í fimm ár eða lengur eftir greiningu sjúk- dómsins. Í dag eru á lífi rúmlega 1700 íslenskar konur sem fengið hafa brjóstakrabbamein. Í tilefni átaksins verður Ráð- húsið í Reykjavík lýst upp í bleik- um lit dagana 3. til 7. október og einnig verða sett bleik ljós í stau- ra umhverfis Tjörnina. Bleik lýs- ing verður einnig sýnileg annars staðar á landinu í byrjun október og með hliðstæðum hætti verða lýst upp tvö hundruð mannvirki í fjörtíu löndum í tilefni átaksins; meðal annars Empire State í New York, Niagara-fossarnir og versl- unin Harrods í Lundúnum. ■ Sharon vill fjölga hermönnum Forsætisráðherra Ísraels ætlar ekki að draga herlið sitt til baka frá norðurhluta Gaza-svæðisins. Sjö Palestínumenn létust í átökum við Ísraelsher í gær. JERÚSALEM,AP Ísraelsher heldur áfram að drepa Palestínumenn á Gaza í aðgerðum sem Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, segir vera til að stemma stigu við eld- flaugaárásum Palestínumanna. Ariel Sharon segist ætla að fjöl- ga hermönnum Ísraels á norður- hluta Gaza-svæðisins og kveðst ekki munu draga herliðið til baka fyrr en búið sé að „tryggja öryggi“ ísraelskra landnemabyggða. Áhlaup Ísraelshers hófst fyrir sex dögum eftir eldflaugaárás í Sderot sem varð tveimur ísraelsk- um börnum að bana. Síðan þá hafa tveir ísraelskir hermenn fallið og einn óbreyttur borgari. Yfir 60 Palestínumenn, þar á meðal óbreyttur almenningur, hafa verið drepnir í áhlaupum Ísraelshers. Ráðamenn í Ísrael telja að sókn hersins á Gaza-svæðinu verði til þess að auðveldara verði fyrir her- inn að draga sig alveg til baka, á næsta ári. „Núverandi ástand getur ekki haldið lengur áfram,“ sagði Sharon. „Við verðum að færa okk- ur á fleiri svæði til að koma í veg fyrir að eldflaugarnar lendi á ísra- elskum bæjum. Herinn þarf að vera þarna meðan hættan er til staðar,“ bætti hann við. Aðgerðir Ísraelshers eru þær umfangs- mestu á svæðinu í fjögur ár. Alls eru 2.000 ísraelskir her- menn staðsettir á norðurhluta Gaza til að taka þátt í aðgerðunum nú. Að minnsta kosti sjö Palestínu- menn, þar á meðal 13 ára drengur, létust í gær. Að auki lést annar 13 ára drengur af sárum sem hann hafði hlotið í árásum Ísraelshers. Palestínumenn á svæðinu, sem eru um fimmtán þúsund talsins, eru reiðir hermönnum Ísraela og segja þá hafa eyðilagt heimili, vegi og leikskóla í innrás sinni. Jafnframt hafa íbúarnir verið án vatns og raf- magns í marga daga auk þess að hafa ekki komist á sjúkrahús eða fengið afhent lyf. ■ GRÍMUKLÆDD MEÐ BLÓM Kiki Kreofski frá Oregon-fylki heldur á hvítu blómi með grímu fyrir andlitinu. Í bak- grunni er eldfjallið Sankti-Helena. Þó svo að ekkert öskufall hafi orðið enn frá fjall- inu fannst Kiki öruggara að vera með grí- muna á sér. Eldfjallið St. Helena: Aukin skjálftavirkni WASHINGTON, AP Bandarískir vís- indamenn greindu aukna skálfta- virkni í eldfjallinu Sankti-Helenu í Washingtonríki í gærmorgun, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hundruð ferðamanna var gert að yfirgefa nærliggjandi svæði af ótta við eldgos. Titringurinn stóð yfir í 25 mín- útur og var nokkuð mildari en sá sem kom upp á laugardaginn eftir að gufustrókur hafði komið upp úr fjallinu. Vísindamenn telja að væntan- legt eldgos í Sankti-Helenu verði ekki eins kröftugt og það sem varð árið 1980. Þá fórust 57 manns auk þess sem mikið ösku- fall varð. Skjálftavirkni í fjallinu hefur staðið yfir frá því 23. sept- ember. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR VEISTU SVARIÐ? 1Hvað safnaðist mikið í landssöfnun-inni Gengið til góðs? 2Hvað búast forystumenn stjórnarand-stöðunnar við miklu tapi á ríkissjóði? 3Hvað heitir franski leikstjórinn semætlaði að flytja inn fíla til Íslands? Svörin eru á bls. 30 Villibráðarveisla 8. og 9. október 2004 Veislustjóri: Ómar Ragnarsson Fjögurra rétta villibráðarmatseðill framreiddur af matreiðslumeisturum Hótel Arkar. Verð 5.100,- krónur (9.400,- krónur með gistingu. Á mann í tvíbýli.) Villibráðarveisla og jólahlaðborð á Hótel Örk Hafðu samband í síma 483 4700, info@hotel-ork.is, www.hotel-ork.is Útvegum bíla fyrir hópa, stóra sem smáa. Munið okkar frábæru árshátíðakjör. Jólahlaðborð, að hætti Eika 19. 20. 26. og 27. nóvember 03. 04. 10. og 11. desember Veislustjóri: Flosi Ólafsson Drekkhlaðin veisluborðin svigna undan gómsætum kræsingum úr smiðju matreiðslumeistara Hótel Arkar. Verð: 4.490,- krónur ( með gistingu krónur 8.790,- á mann í tvíbýli). Föstudagstilboð: 3.990,- krónur ( með gistingu krónur 7.990,- á mann í tvíbýli). BRÆÐURNIR ORMSSON Fyrirtækið, sem að mestu hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá árinu 1921, hefur nú verið selt. Bræðurnir Ormsson: Breytingar ekki uppi á borðum VIÐSKIPTI Hópur fjárfesta hefur gengið frá kaupum á öllum hluta- bréfum í Bræðurnir Ormsson ehf. Ekki fæst uppgefið á hvaða kjörum fyrirtækið var selt, en fjárfestarnir eru þeir Gunnar Örn Kristjánsson, Birgir Sævar Jóhannsson og Sigurður Sigfús- son. Bræðurnir Ormsson hafa að mestu verið í eigu sömu fjöl- skyldu frá upphafi, en fyrirtæk- ið var stofnað árið 1922. Gunnar Örn Kristjánsson, einn nýju eigendanna, segir enn ekkert vera á teikniborðinu sem miði að breytingum á starfsem- inni. Fyrst og fremst ætli þeir þremenningar að halda áfram að byggja fyrirtækið upp og styrkja reksturinn. ■ VINNUSLYS VIÐ KÁRAHNJÚKA Betur fór en á horfðist þegar starfsmaður við Kárahnjúka- virkjun féll niður af steypujárna- geymslu á sunnudagsmorgun. Í fyrstu var talið að maðurinn væri mikið slasaður á fæti en við nán- ari skoðun kom í ljós að hann hafði snúið sig illa við fallið. Ekki reyndist þörf á sjúkraflutningi til Egilsstaða vegna slyssins. BLEIKU LJÓSIN TENDRUÐ Þórólfur Árnason borgarstjóri kveikti í gærkvöld bleiku ljósin sem lýsa munu upp Ráðhús Reykjavíkur til 7. október. Tilefnið er átak vegna brjóstakrabbameins. ÍSRAELSKUR SKRIÐDREKI Forsætisráðherrann Ariel Sharon ætlar ekki að draga herlið sitt til baka frá norðurhluta Gaza-svæðisins. HEIMILI Í RÚST Þrír Palestínumenn safna saman því sem eftir er af eigum sínum eftir að Ísraelsher eyðilagði hús þeirra í Jebaliya-flótta- mannabúðunum á norðurhluta Gaza- svæðisins. AP /M YN D IR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.