Fréttablaðið - 04.10.2004, Side 12
Heimsslit?
Ræða sem forseti Íslands, Ólafur Ragn-
ar Grímsson, flutti við setningu Alþingis
féll í skuggann af uppnáminu sem varð
vegna ræðu Halldórs Blöndal þingfor-
seta. Einn ráðherranna, Björn Bjarna-
son, hlustaði þó að venju af gaumgæfni
á orð Ólafs Ragnars. Lét hann síðan eft-
irfarandi ummæli falla á heimasíðu
sinni og er ekki hægt að
skilja þau öðruvísi en
svo að ráðherrann sé
að gera gys að forsetan-
um: „Forseti Ís-
lands flutti í ræðu
sinni einskonar
heimsslitaboð-
skap vegna
loftlagsbreyt-
inga og áhrifa á hafstrauma og taldi, að
alþingi hefði heimssögulegu hlutverki
að gegna til að berjast gegn þeirri vá –
ræða hans minnti mig á heimsslitaspár
hans fyrr á árum vegna óttans við kjarn-
orkustríð og þegar hann taldi nauðsyn-
legt að snúast gegn Bandaríkjastjórn til
að berjast gegn þeirri vá.“ Björn vill frek-
ar taka mark á forstjóra olíurisans BP,
John Browne, og vitnar í skrif hans í
tímaritið Foreign Affairs um loftlags-
breytingar og áhrif Kyoto-samkomu-
lagsins „sem hann telur standa á veik-
um grunni“.
Málefnalegur
Orð þau í ræðu Ólafs Ragnars sem
einkum eru tilefni ummæla ráðherrans
eru þessi – og ekki er annað að sjá en
að þau séu málefnaleg: „Líkt og Alþingi
vísaði veg í hafréttarmálum á liðinni öld
og samstaða og einhugur hér í salnum
voru forsenda árangurs sem skipti
sköpum hefur Alþingi nú sögulegt tæki-
færi til að taka forystu um viðbrögð við
þeim breytingum sem eru að verða í
hafinu við Íslandsstrendur, breytingum
sem einnig ná til norðurslóða og munu
hafa ógnvænleg áhrif á lífsskilyrði allra
jarðarbúa, ekki eftir margar aldir heldur
jafnvel innan fáeinna áratuga. Alþingi er
í betri stöðu en þjóðþing flestra landa
til að láta að sér kveða og tengja sam-
an áreiðanlegustu niðurstöður fræði-
manna og samræður á alþjóðavett-
vangi um þá nýskipan sem getur forð-
að okkur, börnum okkar og afkomend-
um frá slíkum hættum.“
Mér varð það á að kaupa teikni-
mynd á dögunum á útsölumarkaði
sem reyndist ónýt þegar farið var
að horfa á hana - gamalt drasl sem
ég hafði verið ginntur til að
kaupa. Slíkt virðist raunar svo al-
gengt þar sem barnamyndir eiga í
hlut, að það er eins og hvert ann-
að happadrætti að leigja eða
kaupa slíka mynd.
Þetta er aðeins dálítið dæmi af
ótal mörgum um þá virðingu sem
börnum er sýnd hér á landi – allt
frá hinum óhugnanlega Júgíó-
heimi með þjóðarmorðum og
annarri skemmtan sem kaup-
mangarar keppast nú við að búa
til barnaæði kringum og til þess
að þau hafa nú í tvær vikur verið
látin húka heima hjá sér aðgerða-
lítil meðan geisar kjaradeila. Á
kjaradeilunni fá blessuð börnin
helst þá skýringu að því fylgi svo
ómennskt álag að vera samvistum
við þau að rausnarlega þurfi að
borga slíkt starf, eigi nokkur al-
mennileg og hæf manneskja að
fást til þess – en manneskjur virð-
ast því hæfari og betri, sam-
kvæmt þessari einföldu fram-
setningu, sem þær fá hærra kaup.
Öll vitum við hins vegar að það
er ekki svo. Virðingarröð starfa í
samfélaginu er þrátt fyrir allt
ekki einvörðungu undir því komin
hversu vel þau gefa af sér. Hins
vegar má segja að kjör kennara
séu til marks um djúprætt og
langvarandi vanmat í íslensku
samfélagi á gildi menntunar –
einkum virðist augljóst að laga
þurfi kjör ungra kennara. Þetta
vanmat á gildi menntunar gegn-
sýrir enn þjóðfélagið. Við sjáum
það í áhugaleysi sumra drengja í
skóla og lélegri frammistöðu og
við sjáum það í sjálfri atvinnu-
stefnu kjörinna stjórnvalda: á
Austurlandi er öllu náttúrufari
umturnað með róttækari hætti en
áður hefur þekkst til þess að
skapa störf handa ómenntuðum
karlmönnum sem þarf svo að
sækja unnvörpum til annarra
landa... Það er nefnilega satt sem
stundum heyrist sagt í kvörtunar-
tón, að Íslendingar séu hættir að
nenna að vinna í fiski. Ef til vill er
kominn tími til að stjórnvöld horf-
ist í augu við það og átti sig á því
að verðmæti framtíðarinnar eru
fólgin í menntun.
Þetta lýsir allt röngu verð-
mætamati, rangri stefnu, skiln-
ingsleysi þeirra sem ráða ferðinni
– vanmati á gildi menntunar. En
fyrir það á ekki að refsa börnum.
Verkföll eiga ekki að beinast gegn
börnum.
Kennarastarfið nýtur almennt
meiri virðingar í samfélaginu en
launin segja til um og hefðu kenn-
arasamtökin haft rænu á að nota
einhverja peninga í sumar til þess
að hrinda af stað auglýsingaher-
ferð um kjör kennara og vinnuá-
lag má telja líklegt að þrýstingur
hefði aukist á viðsemjendur kenn-
ara að leita samninga við þá. Í
staðinn hafa kennarar ekkert hirt
um almenningsálit og á stundum
virðist manni að í þeirra hópi sé
kynt undir nokkurs konar hóp-
paranoju um að allir hati þessa
stétt. Sem er fáránlegt.
Alræmdasta dæmið um það
hvernig forystumenn kennara-
samtakanna gefa dauðann og
djöfulinn í það sem fólkinu á göt-
unni finnst er náttúrlega hinar
furðulegu synjanir á undanþágum
til handa fötluðum börnum með
rökstuðningi sem nánast hefur
virkað á fólk eins og hótfyndni –
að ekki skapist neyðarástand fyrr
en eftir tvær vikur vegna þess að
jólafrí sé tvær vikur.
Þetta hefur skaðað orðstír
stéttarinnar stórkostlega og vakið
djúpa hneysklan meðal fólks.
Þetta hefur raunar valdið því að
gleymst hefur að verkfall er óvið-
unandi aðgerð gagnvart börnum.
Skóli er ekki verksmiðja, börn eru
ekki ál... Það er ekki verið að leg-
gja niður framleiðslu á einhverj-
um varningi heldur er verið að
stöðva ferli í þroska barnanna. Í
umræðunni um verkfallið hefur
það eiginlega gleymst að á meðan
verkfall geisar eru börnin svipt
rétti sínum til að læra – meira að
segja skólastofur eru lokaðar
þeim foreldrum sem vilja sækja
bækur barna sinna til að kenna
þeim. Þarna er ekki um að ræða
lítilsháttar óþægindi fyrir for-
eldra sem fá ekki pössun fyrir
börnin sín eins og margir tals-
menn þessa verkfalls hafa látið
liggja að í umræðunum - heldur
er verið að hafa af börnunum
tíma til menntunar sem þau fá
aldrei aftur. Því má ekki gleyma
að þessir septemberdagar koma
aldrei aftur. Það sem tapast verð-
ur ekki unnið upp.
Sumarfrí skólanna er langt,
starfsdagar kennara eru margir,
jólafrí rausnarlegt, páskafrí - að
ógleymdum öllum hinum óskilj-
anlegu fimmtudagsfrídögum út-
mánaða – og þegar að minnsta
kosti tveggja vikna verkfall bæt-
ist við allan þennan tíma sem
barnið fær ekki notið skóla-
göngu, þá má ljóst vera að þetta
verkfall er atlaga að mikilsverð-
um réttindum barna. Verið er að
draga úr möguleikum þeirra til
að búa sig sem best undir lífið.
Þetta verkfall beinist ekki gegn
foreldrum fyrst og fremst,
sveitastjórnum, ráðherrum - ekki
einu sinni Birgi Birni – það bein-
ist gegn börnum. ■
H agvöxtur er á fleygiferð og framundan er tími vaxt-ar í þjóðarbúskapnum. Við slíkar aðstæður eyksthætta í efnahagslífinu. Það umhverfi sem nú blasir
við gerir miklar kröfur um aðhaldssama stjórn ríkisfjár-
mála. Innstreymi gjaldeyris vegna stóriðjuframkvæmda
styrkir gengi krónunnar. Hækkandi vextir Seðlabankans
styrkja einnig gengi krónunnar. Afleiðing sterkrar krónu er
hagstætt verð innfluttra vara og aukinn viðskiptahalli. Mik-
ill viðskiptahalli leiðir svo til leiðréttingar á gengi krónunn-
ar þegar sér fyrir endann á veislunni með tilheyrandi verð-
bólguskoti.
Við lok síðustu uppsveiflu gerði ríkisstjórnin mistök.
Verðbólgan fór yfir níu prósent í upphafi árs 2002. Hagkerf-
ið náði mjúkri lendingu, meðal annars vegna vaxtar nýrra
atvinnugreina. Ríkið sýndi ekki næga ráðdeild þegar á reyn-
di, en heppnin var með okkur í það sinnið.
Líklegt er að við stöndum frammi fyrir þessum hættum á
ný við lok stóriðjuframkvæmda. Hvernig okkur reiðir af þá
ræðst að nokkru leyti af viðbrögðum við þeim tímamótum,
en að miklu leyti hvernig við tökumst á við efnahagslífið
næstu tvö ár sem einkennast munu af vexti og hættu á
þenslu.
Seðlabankinn hefur þegar hafið hækkun vaxta, en hversu
mikið bankinn þarf að hækka vexti ræðst fyrst og fremst af
efnahagsákvörðunum ríkisstjórnarinnar. Skattalækkanir
eru ekki ofarlega á óskalistanum frá hagstjórnarsjónarmiði,
nema að skorið sé niður á móti í rekstri ríkisins.
Fjárlagafrumvarp Geirs Haarde gerir ráð fyrir ríflega
ellefu milljarða afgangi. Gert er ráð fyrir að tekjur ríkisins
verði 306 milljarðar króna. Ellefu milljarðar eru því ríflega
þrjú og hálft prósent af tekjum ríkisins. Það verður að telj-
ast í minna lagi ef gæta á aðhaldssamrar stefnu í ríkisfjár-
málum. Ekki síst ef horft er um öxl og greint milli frum-
varps og veruleika undanfarinna ára.
Meðalfrávik fjárlaga og afkomu ríkissjóðs er þrettán
milljarðar á ári síðustu ár. Ef árið 2005 verður meðalár í
þessu tilliti þá verður tveggja milljarða halli á fjárlögum.
Slíkt væri algjörlega óviðunandi og ógnun við framtíðar-
stöðugleika. Samneysla hefur vaxið meira en sem nemur
hagvexti undanfarin ár þrátt fyrir einkavæðingu. Það þýðir
að ríkið tekur árvisst stærri og stærri sneið af verðmæta-
sköpuninni. Þá þróun verður að stöðva. Ríkisútgjöld sem
vaxa hraðar en atvinnuvegirnir draga að lokum máttinn úr
þeim. Sígandi lukka er best í efnahagsmálum og slaki í hag-
stjórn næstu tvö hagvaxtarár mun hefna sín af fullum þunga
í framhaldinu. Öfgafullar gengissveiflur sem fylgja í kjöl-
farið geta leitt til þeirrar sóunar sem fylgir gjaldþrotum
fyrirtækja sem undir eðlilegum kringumstæðum byggja á
ágætum rekstrargrunni. Alþingi verður allt að bera ábyrgð
á hagstjórninni. Stjórnarandstaða sem leggur til aukin út-
gjöld til málaflokka verður að sýna fram á niðurskurð á
móti. Annað er ábyrgðarleysi.
Reynslan sýnir að afar erfitt er að halda aftur af útgjöld-
um ríkisins þegar vel árar. Það er eins og að ætla í megrun
um jólin. Þess vegna eru fyrirheit um afgang sem nemur
þremur og hálfu prósenti af tekjum engan veginn nægjanleg
til þess að vekja vonir um að engin magapína fylgi átveisl-
unni sem framundan er. ■
4. október 2004 MÁNUDAGUR
SJÓNARMIÐ
HAFLIÐI HELGASON
Ellefu milljarða afgangur fjárlagafrumvapsins er ekki nóg.
Sporin hræða
Öll börn eiga að vera
undanþegin verkfalli
ORÐRÉTT
Orð sem græta
Það kvæði notuðu eldri syst-
kini stundum til að pína yngri
systkini sín; það brást ekki að
eftir flutning á ljóðinu með
miklum tilþrifum var litla
barnið hágrátandi yfir ömur-
leika lífsins.
Illugi Jökulsson, rifjar upp að hafa
lært Fýkur yfir hæðir eftir Jónas
Hallgrímsson, í Skólaljóðunum fyrir
margt löngu.
Dagblaðið, 2. október.
Staðföst þjóð
Auk þess sem staða okkar í
heiminum er á þann veg að, að
engin ástæða er til tortryggni í
okkar garð um að annað vaki
fyrir okkur en við blasir. Sem
er vandamál sem stórþjóðirnar
standa frammi fyrir.
Leiðarahöfundur Morgunblaðsins
segir þróunarlönd ekki hafa ástæðu
til að tortryggja gott sem frá Íslend-
ingum komi.
Morgunblaðið, 3. október.
FRÁ DEGI TIL DAGS
Í DAG
KENNARAVERKFALLIÐ
GUÐMUNDUR
ANDRI
THORSSON
Alræmdasta dæmið
um það hvernig for-
ystumenn kennarasamtak-
anna gefa dauðann og djöf-
ulinn í það sem fólkinu á
götunni finnst er náttúrlega
hinar furðulegu synjanir á
undanþágum til handa fötl-
uðum börnum með rök-
stuðningi sem nánast hefur
virkað á fólk eins og hót-
fyndni – að ekki skapist
neyðarástand fyrr en eftir
tvær vikur vegna þess að
jólafrí sé tvær vikur.
,,
Tómstunda- og
fræðsluefni sem
stuðla að auknum
þroska og betri
námsárangri.
Í vefverslun á
www.skola.is er m.a.
að finna allt útgáfuefni
Námsgagnastofunar.
Smiðjuvegur 5. K
gm@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI
RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING:
Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is
SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871