Fréttablaðið - 04.10.2004, Page 13

Fréttablaðið - 04.10.2004, Page 13
Um lesbíur og tæknifrjóvganir Hvað einkennir „bestu hugsanlegu foreldrana“? Þessi spurning er að veltast um í höfðinu á mér þessa dagana. Og ástæðan m.a. rök annars helmings nefndar sem sendi frá sér skýrslu um lagalega stöðu lesbía og homma nýverið. Það ætlar að verða mér afar erfitt að kyngja þeirri ályktun um hvernig réttur barns verður virtur best með því að neita lesbískum hjónum um tæknifrjóvg- un. Þar sem mat hluta nefndarinnar er að bestu skilyrðin fyrir uppeldi barns séu samvistir þess við bæði móður og föður í heimahúsi. Hvert er viðmiðið? spyr ég bara – ég þekki ekki þá sérstöðu íslenskra barna að þau alist upp meira og minna í heimahúsi blóðforeldra sinna. Það eru svo sannarlega breyttir tímar þegar litið er yfir gang mála í réttindabaráttu lesbía og homma á Íslandi. Og þessir breyttu tímar hafa blessunarlega leitt umræðuna um lagaleg réttindi á hærra plan en áður. Besta dæmið um breytta tíma er sterkari sjálfsmynd lesbía og homma ñ sterkari vitund um sjálf sig, væntingar, vonir og þrár. Þessi sterka sjálfsmynd ýtir m.a. undir að lesbíur geri kröfur um að þær séu metnar á sömu forsendum og aðrar konur þegar kemur að barn- eignum. Lesbíur á barneignaaldri fyrir ekki meira en 10 árum litu á hugsanlegar barneignir sem fjar- lægan draum sem myndi hugsan- lega rætast of seint, þ.e. eftir að viðkomandi lesbíur væru komnar úr barneign. Í dag er líka til hópur lesbía sem eru komnar úr barneign og fengu draum sinn aldrei upp- fylltan og urðu að sætta sig við að lifa barnlausu lífi þrátt fyrir að hafa vilja til annars – og því má ekki gleyma. Lesbíur á barneignaraldri í dag líta á það sem sjálfsögð mannrétt- indi að eiga kost á sömu leiðum til barneigna og aðrar konur og um það snýst málið. Lesbískar hjónur eru svo sannarlega í barneignarhug og þær sem hafa tök á því láta ekki ís- lenska löggjöf aftra sér í þeim mál- um. Og ekkert gleðilegra en að sjá hamingjusamar hjónur á gangi þar sem önnur er með kúluna út í loftið og er það æ algengari sjón og stað- reynd sem menn verða að horfast í augu við. Og því velti ég því fyrir mér hvort lesbískar mæður eigi virkilega að líta á sig sem lögbrjóta? Það virðist ekki leika nokkur vafi meðal fólks á því að lesbíur og hommar séu jafn hæf til uppeldisins og gagnkynhneigðir svo þau rök eru ekki uppi á borðinu lengur, en rökin þar sem menn telja sig vera að berj- ast fyrir rétti barnsins og því besta sem barni verði búið í foreldramál- um ganga gegn því að foreldrar barna séu samkynhneigðir! Í hverju liggur þá munurinn á þessum tveimur sjónarmiðum? Lesbíur á barneignaraldri í dag eru konur sem fara ekki út í barneignir að óyf- irlögðu ráði. Þær eru ekki að verða óléttar eftir að hafa notið óábyrgs kynlífs – þær eru ekki að eignast barn bara af því að það kom undir – þær eru að fara út í barneignir eftir ítrekaðar vangaveltur um eigin stöðu, um eigin sjálfsvirðingu, getu, þor og kjark til þess að mæta mót- lætinu sem enn virðist vera ríkjandi í íslensku samfélagi. En fyrst og fremst til þess að geta mætt þörfum litla einstaklingsins sem þær bera fulla ábyrgð á. ■ 13MÁNUDAGUR 4. október 2004 Undrast sjónarmið Fréttablaðsins Ég undrast sjónarmið Fréttablaðsins, sem er ritað af Guðmundi Magnússyni 2. október, þegar hann segir forseta al- þingis fyrir verkum um það, hvenær hann hefði átt að flytja þessar skoðanir sínar, það „hefði þó verið meira við hæfi að hann reifaði þessi mál á reglulegum fundi í þinginu þegar fyrir lægju tillögur um hvernig ætti að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin“. Þetta sjónar- mið Guðmundar um það, hvenær Hall- dór Blöndal hefði mátt láta í ljós skoð- un sína, er álíka skrýtilegt og sjónarmið sama Guðmundar um síðustu helgi, að ég hefði ekki mátt segja skoðun mína á þremur dómum hæstaréttar til að svara spurningu Lögfræðingafélags Íslands, vegna þess að fyrir dyrum stóð að skipa dómara í hæstarétt. Guðmundur var líka þeirrar skoðunar, að ekki væri rétti tím- inn núna til að skipa Jón Steinar hæsta- réttardómara. Af sjónarmiði Guðmund- ar um ræðu Halldórs Blöndals verður ekki fyllilega ráðið, hvort honum hafi þótt rétti tíminn hjá þingmönnum stjórnarandstöðunnar að yfirgefa þingsalinn undir ræðu þingforseta, þó sýnist hann telja það afsakanlegt! Björn Bjarnason á bjorn.is Sósíalisminn er markmiðið Nú vill svo vel til að ég er meðlimur í flokki íslenskra jafnaðarmanna – Samfylking- unni. Fyrir mér er jafnaðarstefnan hins vegar allt annað og meira en það sem sá flokkur stendur fyrir. Ég er félagshyggju- maður – sósíalisti. Sósíalismi er fyrir mér markmið hins góða samfélags, bæði hér og í heiminum öllum. Samfélag þar sem valdið er í höndum margra en ekki fárra. Samfélag þar sem hvorki finnst fátækt né ójöfn dreifing veraldlegra gæða. Í slíku samfélagi hefur fólk jöfn tækifæri til að láta til sín taka og einstaklingurinn þroskast í félagi við aðrar manneskjur. Þannig tryggjum við best einstaklingsfrels- ið og þannig geta allir notið þess. Mark- miðið um að fólk leggi til eftir getu og fái eftir þörfum skal sem víðast ríkja en þó megum við aldrei girða fyrir að menn skari framúr á einhvern hátt. Vinnufram- lag. menntun og ábyrgð skulu að sjálf- sögðu metin að verðleikum en án þess hrikalega ójöfnuðar sem einkennir kapít- alískt hagkerfi. Í félagslegu samfélagi á rík- isvaldið ekki að vera alltumlykjandi - held- ur á valdið að koma sem mest neðanfrá. Bæði í stjórnmálunum og ekki síður í at- vinnulífinu. Hákon Baldur Hafsteinsson á sellan.is Fordómar á Íslandi Þrátt fyrir að hér sé (guðsélof) ekki nas- istahreyfing í gangi erum við ekkert sak- laus af því að opinbera mannfyrirlitningu okkar við sérstök tækifæri. Útlendinga- frumvarpið er gott dæmi um lagabreyt- ingu sem lyktar illilega af fordómum – jafnvel kynþáttafordómum. Sem annað dæmi má nefna umræðuna um þjóðbún- inginn sem spratt upp í sumar þegar tíma- ritið Reykjavík Grapewine birti á forsíðu mynd af svartri stúlku í skautbúning. Ís- lendingar sáu greinilega ekkert að því að vaða í blöðin og segja blákalt að þeim þætti „ekki við hæfi“ að svertingi klæddist skautbúningnum. Gyðingurinn Dorrit Moussaieff bætti um betur þegar hún mætti í upphlut á þingsetninguna og enn og aftur heyrðust raddir um það væri „ekki við hæfi“ að gyðingur væri í þjóðbúningn- um. Toppnum var svo náð þegar nokkrar lesbíur klæddust upphlutnum og tóku þátt í Gaypride-göngunni. Hafdís Erla Hafsteinsdóttir á politik.is AF NETINU SARA DÖGG JÓNSDÓTTIR GRUNNSKÓLAKENNARI UMRÆÐAN RÉTTINDI SAMKYN- HNEIGÐRA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.