Fréttablaðið - 04.10.2004, Side 49
MÁNUDAGUR 4. október 2004
St
Jo
hn
s’Nú verða tvær skemmti- ogjólaverslunarferðir til Kanada24. - 27. nóv. (uppselt)og 28. nóv. - 1. des.
Verð frá kr. 48.600 m.v. tvo í
herbergi á Holiday Inn.
Í St.John´s er hagstætt að
versla og þú færð sannkallaða
jólastemningu í kaupbæti.
Aðeins um 3 klst. flug og gist
er á glæsilegum hótelum.
Skoðunarferðir, frábærir
veitingastaðir og írsk
pöbbastemning.
VR-ávísun
gildir.
Á
N
Ý
F
U
N
D
N
A
L
A
N
D
I
Ferðaskrifstofan
Vestfjarðaleið
Hesthálsi 10
s: 562 9950 og 587 6000
www.vesttravel.is
info@vesttravel.is
.MÓTMÆLANDI ÍSLANDS Helgi Hóseasson lét sig ekki vanta þegar Vantrú.net efndi til mótmæla við þingsetninguna á föstudaginn. Mót-mælendur buðu þingmönnum upp á skyr og minntust þannig á táknrænan hátt þess þegar Helgi lét til skarar skríða og sletti skyri á þing-
heim fyrir þremur áratugum. Það vakti athygli viðstaddra að þegar Dorrit Moussaieff forsetafrú gerði sig líklega til að heilsa upp á mótmæl-
endur og jafnvel þiggja af þeim skyr blandaði lögreglan sér í málið og hefti för forsetafrúarinnar sem hvarf á braut með forsetanum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
JPV Útgáfa hefur gefið út nýja bókeftir Jacqueline Wilson sem ber
heitið Lóla Rós. Áður hafa bækurnar
Stelpur í stuði,
Stelpur í stressi,
Stelpur í strákaleit
og Stelpur í sárum
komið út á ís-
lensku eftir sama
höfund.
Þegar allt fer í háa-
loft á heimilinu
verða Jayni,
mamma hennar og
litli bróðir að pakka
saman og flýja um miðja nótt. Þótt
þau séu hrædd um að ofbeldisfullur
heimilisfaðirinn komist á slóð þeirra
er flóttinn býsna ævintýralegur og
spennandi, svona fyrst í stað. Þau
velja sér ný nöfn og Jayni verður hin
glæsilega, fullkomna Lóla Rós. Þau
flækjast um Lundúni og búa á mis-
góðum hótelum. En nýja lífið tekur
brátt á sig aðra og dekkri mynd. Lóla
Rós er sú skynsama í fjölskyldunni
og henni líkar ekki starfið sem
mamma hennar hefur fengið og því
síður líst henni á nýja kærastann.
Hún er ekki viss um strákana í skól-
anum heldur. Þegar mamma hennar
veikist og fer á spítala neyðist Lóla
Rós til að taka stjórnina í sínar hend-
ur og verða miklu fullorðnari en hún
kærir sig um.
JPV ÚTGÁFA hefur einnig sent frásér nýja bók eftir Eoin Colfer, höf-
und Artemis Fowl
bókanna. Nýja
bókin heitir Barist
við ókunn öfl.
Höfundurinn fékk
hin virtu Herald
Angel verðlaun
árið 2004.
Cosmo Hill er fjórt-
án ára og þráir að
flýja af Stofnun
Clarissu Frayne fyr-
ir munaðarlausa drengi. Þegar
stundin kemur grípur hann tækifær-
ið en allt fer í handaskolum. Cosmo
finnur að lífið er sogað úr honum af
sérkennilegum bláum sníkjudýrum.
En þá koma nokkrir kjaftforir krakkar
æðandi, sprengja skaðvaldinn og
bjarga lífi hans. Guðni Kolbeinsson
þýddi.
JPV ÚTGÁFA hefur endurútgefiðVirgil litla eftir
Ole Lund
Kirkegaard en hún
kom fyrst út á ís-
lensku 1982 en er
nú prýdd litmynd-
um.
Virgill litli á heima í
hænsnakofa í litl-
um bæ ásamt ein-
fættum hana sem
vekur hann á hverj-
um morgni. Vinir Virgils litla eru Ósk-
ar og Karl Emil og þeir félagarnir
lenda í mörgum ævintýrum. Eitt fjall-
ar um einmana stork og annað um
afmælisveislu Karls Emils. Og ekki
nóg með það – Virgill litli og vinir
hans þurfa líka að fást við dreka með
tvö höfuð og sjö fætur.
Barnabækur Ole Lund Kirkegaard
eru fyrir löngu orðnar sígildar og
sjálfur teiknaði hann myndirnar sem
prýða bækur hans. Nú hefur dóttir
hans, Maya Bang Kirkegaard, hresst
upp á þær með líflegum litum.
Þá hefur JPV-útgáfa einnig gefið útbókina Abarat eftir Clive Barker
sme er þekktastur fyrir hrollvekjur
sínar en sýnir nú á sér aðrar hliðar.
Sagan hefst á leiðinlegasta stað sem
hugsast getur: Kjúklingabæ í Banda-
ríkjunum. Þar á Candy Quackenbush
heima og þráir heitt að fá einhverja
NÝJAR BÆKUR
vísbendingu um
hvað framtíð
hennar ber í
skauti sér. Svarið
sem hún fær er
allt öðruvísi en
hún átti von á.
Nánast upp úr
þurru brestur á
flóðbylgja og
Candy fylgir
manni sem nefn-
ist Jón Hrekkur (bræður hans búa í
hornum á höfði hans), stekkur út í
freyðandi sjóinn og er hrifin brott.
Flóðbylgjan ber hana til Abarats sem
er stór eyjaklasi þar sem hver eyja er
mismunandi klukkustund sólarhrings-
ins, allt frá Hausnum mikla við Rökk-
ursund, klukkan átta að kvöldi, til sól-
glitaðra undranna klukkan þrjú síð-
degis þar sem drekar eru á ferð, elleg-
ar myrkra ógna Dofrabóls þar sem
Kristófer Carrion, lávarður af mið-
nætti, ræður ríkjum.
Candy er ætlað hlutverk í þessum
undarlega heimi: Hún er þangað
komin til að bjarga Abarat frá myrkum
öflum sem eru eldri en sjálfur tíminn
og búa yfir meiri illsku en Candy hef-
ur nokkurn tíma komist í tæri við.
Hún er undarleg kvenhetja, það veit
hún. En þetta er líka undarlegur
heimur. Og í Abarat getur allt gerst.