Fréttablaðið - 04.10.2004, Page 51

Fréttablaðið - 04.10.2004, Page 51
FÓTBOLTI Chelsea hafði betur gegn Liverpool á Stamford Bridge í gærdag. Eitt mark skildi liðin að og það skoraði Joe Cole á 64. mín- útu eftir lúmska aukaspyrnu frá Frank Lampard. Annars voru leikmenn Chelsea í nokkrum erfiðleikum með að skapa sér hættuleg færi og það var greinilega dagsskipunin hjá Rafael Benitez og hans mönnum hjá Liverpool að verjast vel. Þeir stilltu upp með fimm manna miðju og þá var Djibril Cisse einn í framlínunni en alls voru gerðar fimm breytingar á liðinu frá síð- asta leik sem var tap gegn Olymp- iakos í Grikklandi í Meistaradeild- inni. Meðal annars var Chris Kirkland mættur í markið og hann stóð sig vel. Þá voru þeir Salif Diao og Djimi Traore í byrj- unarliðinu, flestum til nokkurrar undrunar. Liverpool skapaði sér engin færi en nokkur hálffæri litu dagsins ljós og þurfti markvörður Chelsea, Petr Cech, aðeins að taka einu sinni í öllum leiknum á hon- um stóra sínum. Chelsea varð fyrir miklu áfalli á 38. mínútu en þá þurfti fram- herjinn Didier Drogba að yfirgefa völlinn vegna eymsla í maga. Hins vegar var skiptingin góð því í stað Drogba kom inná markaskorarinn Joe Cole. Sanngjarn sigur Chelsea því staðreynd en leikurinn var hins vegar ekki eins skemmtileg- ur og vonir stóðu til. Eiður Smári Guðjohnsen spilaði allan leikinn. Birmingham og Newcastle átt- ust einnig við í gærdag á og skildu þau jöfn, 2-2. Það var Jermaine Jenas sem kom Newcastle yfir strax á 3. mínútu en Dwight Yorke jafnaði metin tuttugu mínútum síðar. Matthew Upson kom síðan heimamönnum í Birmingham yfir á 57. mínútu en Nicky Butt skor- aði jöfnunarmark Newcastle tíu mínútum síðar, hans fyrsta fyrir félagið frá því að hann kom frá Manchester United í sumar. Undir lokin sóttu heimamenn síðan af krafti en markvörður Newcastle, Shay Given, sýndi frábæra takta og tryggði stigið. ■ MÁNUDAGUR 4. október 2004 19 Stjórn körfuknattleiksdeildar KR ogCurtis King hafa komist að sam- komulagi þess efnis að King verði leystur undan samn- ingi. Leikmaðurinn kom að máli við stjórnina fyrir helgina og bað um að fá að fara heim og var sú bón samþykkt. KR- ingar hafa þegar haf- ið leit að nýjum leik- manni til að fylla skarð hans. Annar bandarískur leik- maður er í herbúðum KR-inga, Damon Garris að nafni. Tindastólsmenn leita nú logandiljósi að leikmönnum til að fylla skörð þeirra tveggja erlendu leik- manna sem sendir voru heim á dög- unum en þeir þóttu ekki standa und- ir væntingum. Orðrómur er á kreiki þess efnis að Stólarn- ir séu að semja við Dan Trammel sem lék með Grindvíking- um hluta úr síðustu leiktíð. Hann þótti standa sig mjög vel þar en var sagt upp störfum af ein- hverjum ástæðum. Trammel hafi skilað rúmlega tólf fráköstum að meðaltali í leik auk fimmtán stiga. Hann kemur án efa til með að styrk- ja vængbrotið lið Stólanna náist samningar við kappann. Petter Solberg, hinn knái norskirallari, vann sigur í Ítalíurallinu sem fram fór á Sardiníu um helgina en þar eru alls eknar nítján sérleiðir. Solberg, sem ekur á Subaru Impresa, var tveimur mínútum og sjö sekúnd- um á undan Frakkanum Sebastien Loeb sem ekur á Citroen Xsara. Þriðji kom svo Spánverjinn Carlos Sainz sem einnig ekur á Citroen. Sigurinn var sá þriðji í röð hjá Solberg en þrjár umferðir eru eftir af keppnistímabil- inu. Sebastien Loeb er efstur í heild- arkeppninni með 100 stig og hefur nánast tryggt sér titilinn. Petter Sol- berg er annar með 74 stig og Carlos Sainz þar á eftir með 61. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Burt með sóðaskapinn! Stubbahólkarnir okkar eru alfarið íslensk hönnun, sem tekur tillit til íslensks veðurfars og hafa reynst mjög vel. Það er mjög einfalt að setja þá upp og losa þá. Stubbahólkarnir fást í fimm litum: grænir - brúnir - svartir - gráir - hvítir. Þú færð stubbahólkana okkar hjá eftirtöldum aðilum: BYKO Akranesi, BYKO Breiddinni Kópavogi, BYKO Furuvöllum Akureyri, BYKO Glerártorgi Akureyri, BYKO Hafnarfirði, BYKO Hringbraut Reykjavík, BYKO Reyðarfirði, BYKO Selfossi, BYKO Víkurbraut Suðurnesjum, KHB byggingarvörur Egilsstöðum Bjóðum stubbahólka á góðu verði tilbúna til uppsetningar á veröndinni, á húsvegginn eða bara frístandandi. Eldshöfða 14 - 110 Reykjavík - sími: 587 3400 - e-mail: burek@burek.is - www.burek.is Heildsöludreifing: ENSKA ÚRVALSDEILDIN Birmingham–Newcastle 2–2 0–1 Jermaine Jenas (3.), 1–1 Dwight Yorke (23.), 2–1 Matthew Upson (57.), 2–2 Nicky Butt (67.). Man. Utd–Middlesbrough 1–1 0–1 Stewart Downing (23.), 1–1 Alan Smith (81.). Chelsea–Liverpool 1–0 1–0 Joe Cole (64.). Arsenal 8 7 1 0 26-7 22 Chelsea 8 6 2 0 8-1 20 Everton 8 5 1 2 9-7 16 Man. Utd 8 3 4 1 9-7 13 Tottenham 8 3 4 1 5-3 13 Newcastle 8 3 3 2 16-13 12 Bolton 8 3 3 2 13-11 12 Aston Villa 8 2 5 1 10-9 11 Middlesbr. 8 3 2 3 12-12 11 Charlton 8 3 2 3 8-14 11 Liverpool 7 3 1 3 10-6 10 Man. City 8 2 2 4 8-7 8 Portsmouth 7 2 2 3 11-11 8 Fulham 7 2 2 3 8-11 8 West Brom 8 1 4 3 8-13 7 Birmingham 8 1 4 3 7-9 7 Blackburn 8 1 3 4 7-14 6 Southampton 8 1 2 5 6-11 5 Norwich 8 0 5 3 7-14 5 Crystal Palace 7 0 2 5 6-14 2 Viggó Sigurðsson í viðræður við HSÍ en hefur FH í bakhöndinni ef það gengur ekki eftir: Orð eru til alls fyrst ALAN SMITH Sést hér fagna jöfnunar- marki sínu gegn Middlesborugh en hann kom inn á sem varamaður í leiknum. Enska úrvalsdeildin: Alan Smith bjargaði stigi FÓTBOLTI Manchester United náði aðeins jafntefli, 1–1, gegn Middlesborugh á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í gær þrátt fyrir að stilla upp Wayne Rooney, Ruud van Nistelrooy, Ryan Giggs og Cristiano Ronaldo í sóknarlínu sinni. Wayne Rooney spilaði sinn fyrsta deildarleik með United og eftir þrennuna í fyrsta leik sínum gegn Fenerbahce á þriðjudaginn var búist við flugeldasýningu frá kappanum. Hann hafði hins vegar frekar hægt um sig og það þurfti varamanninn Alan Smith til að bjarga stiginu fyrir United níu mínútum fyrir leikslok. Áður hafði Stuart Downing komið Middlesbrough yfir á 23. mínútu og allt virtist stefna í óvæntan sigur Middlesbrough þegar Smith dúkkaði upp og jafn- aði metin. United er í fjórða sæti deildarinnar eftir leikinn. ■ HANDBOLTI Viðræður eru að hefjast milli Viggó Sigurðssonar og for- ráðamanna HSÍ þess efnis að Viggó taki að sér landsliðsþjálf- arastöðuna eftir að Guðmundur Þórður Guðmundsson lét af störf- um í síðustu viku. Það er ekki seinna vænna að ráða landsliðsþjálfara því stutt er í næsta stórverkefni landsliðsins en það tekur þátt í World-Cup í Svíþjóð í nóvember. Viggó vill gjarnan taka við landsliðinu að ákveðnum skilyrð- um uppfylltum. Fréttablaðið heyrði í Viggó í gærdag. „Ég mun eiga fund með for- ráðamönnum HSÍ í dag eða á þriðjudag og við ætlum bara að sjá hvernig landið liggur – orð eru til alls fyrst,“ sagði Viggó. Sam- kvæmt heimildum íþróttadeildar Fréttablaðsins hefur Viggó gefið FH-ingum vilyrði um að taka við liðinu, fari viðræður hans og HSÍ út um þúfur. Eins og af þessu má ráða eru FH-ingar enn ekki búnir að ráða sér þjálfara til að taka við af Þor- bergi Aðalsteinssyni sem lét af störfum á dögunum. Þeir hafa leitað til þeirra Geirs Sveinssonar og Atla Hilmarssonar en báðir hafa gefið afsvar. Fyrsti kostur FH-inga var þó, og er, Viggó Sigurðsson og þeir munu því væntanlega bíða eftir hvað kemur út úr viðræðum Viggós og HSÍ áður en þeir negla eitthvað niður. ■ VIGGÓ SIGURÐSSON Mun eiga viðræður við stjórn HSÍ í dag um að taka við lands- liðinu af Guðmundi Guðmundssyni. Cole tryggði Chelsea sigur Skoraði sigurmark liðsins gegn Liverpool eftir að hafa komið inn á sem varamaður. JOE COLE Sést hér fagna sigurmarki sínu gegn Liverpool.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.