Fréttablaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 12
12 5. október 2004 ÞRIÐJUDAGUR ÓGNARSTJÓRN RAUÐU KMERANNA Ferðamaður skoðar myndir í safni þar sem Rauðu kmerarnir pyntuðu áður andstæð- inga sína. Þing Kambódíu hefur samþykkt lög um dómstól sem sækir leiðtoga Rauðu kmerana til saka fyrir ógnarstjórn þeirra undir lok áttunda áratugarins. Starfsfólki grunnskóla hefur fjölgað um 36 prósent frá 1998: Kennurum fjölgar marg- falt á við nemendur SKÓLASTARF Frá árinu 1998 hefur stöðugildum grunnskólakennara fjölgað um tæplega þrjátíu pró- sent á sama tíma og nemendum fjölgaði einungis um 5,6 prósent, að því er fram kemur í frétt frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þá hefur stöðugildum annarra starfsmanna grunnskóla fjölgað um rúmlega helming á sama tíma- bili. Stöðugildi kennara í grunn- skólum voru 3.202 árið 1998 en árið 2003 voru þau 4.109 og hafði því fjölgað um 28,3 prósent. Stöðugildum annars starfsfólks fjölgaði á sama tíma úr 1.419 í 2.177, eða um 53,4 prósent. Sam- anlögð fjölgun starfsfólks grunn- skóla á þessu tímabili er 36 pró- sent. Fjöldi nemenda fór hins veg- ar úr 42.421 árið 1998 í 44.809 árið 2003. Fyrir hverja þrjá nemendur sem fjölgaði um urðu til tvö ný stöðugildi í grunnskólunum á þessu tímabili. Segir í frétt Sam- bands íslenskra sveitarfélaga að þessi mikla fjölgun kennara og annars starfsfólks hljóti að hafa haft jákvæð mótvægisáhrif vegna sívaxandi álags starfsfólks sem oft hefur verið nefnt í fjölmiðla- umræðu undanfarið í tengslum við kjarabaráttu grunnskólakenn- ara. ■ Framlög til menntamála óvíða hærri en á Íslandi: Stöndum jafnfætis þeim fremstu KJARABARÁTTA Allur sveigjanleiki í starfi grunnskólakennara hvarf með síðasta kjarasamningi, segja Ingibjörg Soffía Sveinsdóttir og Aðalbjörg Ingadóttir, kennarar í 2. og 3. bekk í Hamraskóla. Þær stöllur sátu ásamt fjölda kennara og mátu stöðu samninga- viðræðnanna og verkfallsins í Verkfallsmiðstöð kennara í Borg- artúni. Ingibjörg segir að áður hafi hún getað unnið heima en sú vinna sé nú bundin í grunnskólanum. „Frá því fyrir síðustu samninga gat ég haft börnin mín tvö í leikskóla til klukkan tvö, fyrir utan einn dag í viku þegar ég var á kennara- fundum. Í dag er ég með leikskóla- pláss til klukkan hálf fimm. Ég get ekki unnið skem- ur í skólanum,“ segir Ingibjörg: „Ég vil geta valið um það hvenær ég undirbý mig, sem er ekki reyndin í dag.“ Aðalbjörg segir ekki aðeins skorta á sveigjanleikann heldur sé búið að skerða alla undirbún- ingskennslu: „Verkstjórnartíminn sem skólastjórnendur hafa til um- ráða yfir kennurum tekur tíma frá undirbúningi fyrir almenna kennslu.“ Þær stöllur vilja þó taka þátt í uppbyggingu skólastarfsins. „En á mörgum stöðum er vinna við uppbyggingu orðin svo yfir- drifin. Við þurfum tíma til að meta hvað gekk vel og hvað gekk illa til að endurskoða kennsluna og auka gæði hennar,“ segir Aðal- björg. „Síðan er foreldrasamstarfið mjög tímafrekt. Aðstæður barna eru oft á tíðum erfiðar,“ segja þær Ingibjörg og Aðalbjörg. Aukinn undirbúningur sé því nauðsynleg- ur svo þær geti sinnt starfi sínu af kostgæfni sem sé þeirra markmið. Þær segja kennara óánægða með síðasta kjarasamning. „Okkur finnst að skellt hafi verið á okkur mikilli vinnu fyrir litla launaupp- bót. Það er búið að lengja skólana um 10 daga og við fáum laun fyrir þá viðbót, en við fengum ekki eina einustu launahækkun. Að því leyt- inu til erum við kennarar ósáttir við samninginn,“ segir Aðalbjörg. Undir það tekur Ingibjörg. gag@frettabladid.is MENNTAMÁL Íslendingar eru í 2. sæti ásamt Bandaríkjunum af þeim OECD-ríkjum sem verja mestum fjármunum til mennta- mála. Fram kemur í nýjasta vefriti fjármálaráðuneytisins að framlög til menntamála hafi numið 7,2 prósentum af lands- framleiðslu árið 2001. Segir fjár- málaráðuneytið að OECD hafi vanmetið útgjöld Íslendinga til menntamála í skýrslu sinni fyrir það ár, þar sem fram kom að framlög til menntmála næmu 6,7 prósentum af landsframleiðslu. Í skýrslu OECD var áætlað að íslenska ríkið hefði varið um 19,7 milljörðum til menntamála árið 2001. Fjármálaráðuneytið segir að framlögin séu vanmetin um að minnsta kosti 1,8 milljarð króna, auk þess sem ekki séu tekin með í reikninginn framlög sveitarfélaga vegna leikskólastigsins. Útgjöld ríkisins til mennta- mála hafa aukist umtalsvert á síð- ustu árum og gerir fjármálaráðu- neytið ráð fyrir því að á yfirstand- andi ári nemi þau 7,4 prósentum af landsframleiðslu. ■ ,,Við þurf- um tíma til að meta hvað gekk vel og hvað gekk illa til að endur- skoða kennsluna og auka gæði henn- ar. Í HALDI LÖGREGLU Mikel Albizu Iriarte, meintur leiðtogi ETA, var handtekinn á heimili sínu í Frakklandi. Áfall fyrir ETA: Leiðtoginn handtekinn FRAKKLAND, AP Spánverjar vonast til þess að handtökur tuttugu með- lima ETA, aðskilnaðarhreyfingar Baska, þeirra á meðal meints leið- toga samtakanna, verði til að draga allan mátt úr samtökunum. „ETA er veikara en áður og í mjög slæmum málum,“ sagði Jose Antonio Alonso, innanríkisráð- herra Spánar. Hann sagði þó of snemmt að fagna sigri. „Við meg- um ekki slappa af eitt augnablik í baráttunni við hryðjuverkastarf- semi ETA. Lagt var hald á mikið magn skotfæra og sprengiefna á sama tíma og fólkið var handtekið. Mikel Albizu Iriarte, sem talinn er hafa stýrt ETA frá 1993, var handtekinn í Frakklandi. ■ Fuglaflensa: Rúmlega 30 fórnarlömb TAÍLAND, AP Rúmlega 30 manns hafa látist af völdum fuglaflensu í Taílandi og Víetnam. Níu ára stúlka varð ellefta þekkta fórnar- lamb veikinnar í Taílandi og vitað er til þess að tuttugu manns hafi látið lífið af völdum sjúkdómsins í Víetnam. Taílensk stjórnvöld hófu her- ferð gegn sjúkdómnum í síðustu viku eftir að fréttir bárust af því að manneskja hefði smitast af annarri manneskju. Talið var að sjúkdómurinn bærist aðeins í fólk úr dýrum en ef hann þróast í þá átt að berast mann úr manni óttast vísindamenn að sjúkdómurinn breiðist mun hraðar út en nú er. ■ Forsetakosningar: Vann með yfirburðum INDÓNESÍA, AP Þrír af hverjum fimm kjósendum í fyrstu beinu forseta- kosningunum í Indónesíu greiddu Susilo Bamband Yudhoyono, fyrr- um hershöfðingja, atkvæði sitt. Hann vann því öruggan sigur á andstæðingi sínum, forsetanum Megawati Sukarnoputri, í seinni umferð kosninganna. Eftir á að koma í ljós hversu vel Yudhoyono tekst upp við landsstjórnina. Flokkur hans ræð- ur einungis tíu prósentum þing- sæta á indónesíska þinginu og hafa sumir stjórnmálaskýrendur spáð því að þingið komi til með að stöðva lagasetningu sem forset- inn vill ná í gegn. ■ KENNARAR Í KJARABARÁTTU Frá árinu 1998 hafa bæst við tvö stöðugildi í grunnskólum fyrir hverja þrjá nemendur sem fjölgað hefur um. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA INGIBJÖRG SOFFÍA SVEINSDÓTTIR OG AÐALBJÖRG INGADÓTTIR Þær stöllur segja að það særi að heyra að kennarar séu alltaf í verkfalli. Fólk rugli verkföllum framhaldsskóla- og grunnskólakennara saman og átti sig ekki á að grunnskólakennarar hafa farið tvisvar í verkfall að ráði í tuttugu ár. Í FREMSTU RÖÐ Íslendingar standa jafnfætis þeim fremstu þegar skoðuð eru framlög til menntamála sem hlutfall af landsframleiðslu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Sakna sveigjan- leikans í starfinu Við síðustu kjarasamninga var vinnutími kennara bundinn skólanum. Sveigjanleiki í starfinu hvarf. Kennara skortir aukinn undirbúningstíma til að auka gæði menntunar barnanna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.