Fréttablaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 23
3ÞRIÐJUDAGUR 5. október 2004 Ég skrifa þessa stuttu útskýringu á hugtakinu gúrú vegna ofnotkunar og misnotkunar þess í fjölmiðlum síðastliðin ár og mánuði. Orðið gúrú er upphaflega úr sanskrít og þýðir sá sem ryður burt myrkri með ljósi eða sá sem ryður burt þoku. Gúrú er sá sem hjálpar ein- staklingi að sjá hlutina skýrar. Gúrú er ekki bara kennari eins og sumir vilja halda fram. Aukin þekking skilar ekki endilega hug- ljómun. Sjálfskipaðir gúrúar eru í öllum tilfellum falskir. Kennari verður einungis gúrú þegar nem- andinn opnar sig algjörlega fyrir kenningum hans og upp hefst eins konar vitundarvakning. Margir nemendur geta setið og hlustað á sama kennarann en sökum þess að þeir eru misjafnlega móttækilegir sjá sumir gúrú á meðan aðrir sjá venjulega manneskju. Aðstæður geta einnig þjónað sem gúrú ef þær hjálpa einstaklingnum við stórfellda vitundarvakningu. Þeg- ar nemandinn er reiðubúinn birtist gúrúinn. Notkun á orðinu gúrú í fjölmiðlum er yfirleitt á misskiln- ingi byggð og því miður virðist orð- ið oft vera notað í niðrandi merk- ingu. Útskýring mín á hugtakinu gúrú er á engan hátt tæmandi en gefur lesendum vonandi smá inn- sýn. Til að forðast allan misskiln- ing vil ég taka fram að ég lít ekki á mig sem gúrú. Ég er einungis kennari. ■ Líkami og sál GUÐJÓN BERGMANN, JÓGAKENNARI OG RITHÖFUNDUR, SKRIFAR UM HEILSU LÍKAMA OG SÁLAR. Gúrú? gbergmann@gbergmann.is. Örvar efnaskipti í líkamanum Dregur úr vökvauppsöfnun. FÆST Í APÓTEKUM, FJARÐARKAUP OG HAGKAUP. FUTURA EPLACIDER Lyfja Lágmúla og Lyfja Smáratorgi Opið alla daga kl. [ REYKINGAR KVENNA ] Minnka um 10% Reykingar íslenskra kvenna hafa dregist saman um 10% á 13 árum. Þetta kemur fram í fréttapistli heilbrigðisráðuneytisins. Fjórðungur íslenskra karlmanna reykti daglega árið 2003 á móti 19% íslenskra kvenna samkvæmt samnorrænni rannsókn á reyking- um Norðurlandabúa. Árið 2003 reyktu 18% sænskra kvenna, 24% danskra kvenna og 25% kvenna í Noregi. Reykingar kvenna hafa dregist allmikið saman á undanförnum árum á Norðurlöndum fyrir utan Finnland. Karlar á Norðurlöndunum reykja alls staðar meira en konur nema í Svíþjóð. Þar reykja 17% karlmanna og 18% kvenna miðað við upplýsingar ársins 2003. Svíþjóð er fyrsta iðnvædda landið sem hefur náð því markmiði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar að innan við 20% af hvoru kyni reyki. Að einhverju leyti kann þetta að skýrast af notk- un Svía á munntóbaki (snus) því nú eru fleiri sænskir karlar sem nota það en þeir sem reykja. Síðast þegar þetta var skoðað kom í ljós að 20% sænskra karla notuðu ,,snus“ og af þeim hópi hafði rúmur helmingur reykt áður. ■ LEIÐRÉTTING Í tengslum við viðtal sem birt var við Kriszt- inu G. Agueda í síðustu viku skal tekið fram að að Fitball-boltarnir sem hún talar um fást einungis hjá P. Ólafsson í Hafnarfirði en ekki í öllum íþróttaverslunum eins og skrifað var. Frekari upplýsingar eru á vefsíðunni hreyfi- land.is. Laugar stækka: Ævintýrið heldur áfram „Með þessu gefum við jógatímun- um og annarri heilsurækt sem þess þarfnast meira næði,“ segir Hafdís Jónsdóttir, betur þekkt sem Dísa í World Class, en á efri hæðinni í Laugum verða nýir og stærri salir, meðal annars lokaður jógasalur. Hún segir um 700 fermetrum á efri hæðinni hafa verið óráðstafað og staðið til að leigja út. „Okkur hefur verið tekið svo gríðarlega vel að við ætlum að taka húsnæðið sjálf. Gef- ur þetta okkur tækifæri til að hafa salina stærri og gefa tækjasalnum meira rými,“ segir Dísa. „Ég heyri á fólki sem kemur hingað til okkar að það sé sérstak- lega ánægt með fjölbreytnina og hingað getur öll fjölskyldan komið saman. Ein mamman hérna hjá okk- ur mætir með dóttur sína í frístæl á meðan hún fer í sparkbox og mað- urinn hennar í tækjasalinn.“ Auk stækkunar í Laugardaln- um opnar World Class líkams- ræktarstöð í húsi Orkuveitunnar sem opin verður alla virka daga. „Ævintýrið heldur áfram,“ segir Dísa og brosir. ■ Hafdís Jónsdóttir, betur þekkt sem Dísa í World Class, segir ævintýrið halda áfram. - mest lesna blað landsins Á MIÐVIKUDÖGUM Sparnaður, hlutabréf, lífeyrir ofl. Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.