Fréttablaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 16
16 5. október 2004 ÞRIÐJUDAGUR VILJA AFSÖGN SJÓÐSSTJÓRA Filippseyskir ríkisstarfsmenn eru allt annað en sáttir við yfirmann eftirlaunasjóðs þeirra. Sá er sakaður um að hafa farið illa með fé sjóðsfélaga sem krefjast nú af- sagnar hans. Óeirðalögreglan tók sér stöðu og var við öllu búin ef upp úr syði. Metfjöldi nýrra kjósenda bætist á kjörskrá: Sjaldan meiri kosningaáhugi BANDARÍKIN Starfsmenn kosninga- stjórna víða í Bandaríkjunum höfðu vart undan í gær þegar fjöldi fólks streymdi á skrifstofur kosningastjórna og sýslumanns- embætta til að skrá sig á kjörskrá. Víðast hvar í Bandaríkjunum er sömu sögu að segja, mun meira er um nýskráningar kjósenda en fyrir fjórum árum og skráninga- met falla í hrönnum. Matt Damschroder, sem ber ábyrgð á skráningum í Columbus í Ohio-ríki, sagði í New York Times að aðsókninni mætti helst líkja við örtröðina þegar frestur til að skila skattaskýrslum rennur út. Hann hefur ráðið inn aukastarfsfólk til að anna álaginu og lét afgreiða fólk utandyra til að anna álaginu. Frestur til að skrá sig á kjör- skrá rann út í átta ríkjum um helg- ina og þegar vikan er úti verður orðið of seint að skrá sig í 39 ríkj- um. Þeirra á meðal er Pennsylvan- ía, fjölmennasta ríkið þar sem hvorki George W. Bush né John Kerry hafa náð óyfirstíganlegu forskoti á andstæðinginn. Þar rann skráningarfrestur út í gær, líkt og í New Jersey og Oregon. Einungis sex ríki gefa fólki kost á að bæta nafni sínu á kjörskrá á kjördag. ■ ALÞINGI Endurbótunum sem staðið hafa yfir í allt sumar í Alþingis- húsinu er lokið í bili. Upphaflega var gert ráð fyrir að kostnaður við þær næmi um 75 milljónum króna en endanlegur kostnaður liggur ekki fyrir. Þó er ljóst að reikning- urinn verður í það minnsta 100 milljónir króna. Alþingi kynnti framkvæmdirn- ar á blaðamannafundi í gær en um þriðja hluta heildarendurbóta hússins er að ræða. Nauðsynlegt var að brjóta upp gólfplötur á jarðhæð hússins og skipta um jarðveg undir þeim en verulegar rakaskemmdir voru farnar að gera vart við sig. Að öðru leyti hefur verið reynt að færa húsið því sem næst í sitt upprunalega horf. Þannig er búið að mála þing- flokksherbergi í bjartari litum, fjarlægja gólfteppi svo að gólf- fjalir eru komnar í ljós og taka upp ljósakrónur og gömul hús- gögn sem áður voru í geymslu. Arkitektar hjá Batteríinu sáu um hönnun en Ístak annaðist fram- kvæmdirnar. Gert var ráð fyrir að kostnaður við verkið yrði um 75 milljónir króna en eins og þegar hefur kom- ið fram í Fréttablaðinu verður hann að minnsta kosti 100 milljón- ir króna, eða þriðjungi hærri en áætlað var. Meðal skýringa sem Halldór Blöndal, forseti Alþingis, tilfærði voru ófyrirséðir þættir á borð við jarðvegsskiptin og þing- hald sumarsins en vegna sumar- þingsins varð verktakinn að ráð- ast í kostnaðarsaman bráða- birgðafrágang. Endanlegur kostnaður liggur ekki fyrir og sagði Halldór að ekk- ert óeðlilegt væri við það þar sem svo skammt væri frá lokum fram- kvæmda. Halldór sagði að þegar farið væri í endurbætur á svo gömlum húsum, sérstaklega í Kvosinni þar sem flóðs og fjöru gætir í kjöllurum, ætti að gera ráð fyrir verulegum skekkjumörkum. Aðspurður hvort slík kostnað- arhækkun væri viðunandi svaraði Halldór því til að það eina sem væri viðunandi þegar gert væri við svo gamalt hús væri að það væri vel gert. „Útboð eru ágæt til síns brúks en stundum taka þau ekki yfir alla hluti, það er alveg ljóst,“ bætti þingforsetinn við. sveinng@frettabladid.is SPRENGINGAR Í INDLANDI Að minnsta kosti ellefu manns fór- ust og þrjátíu særðust í spreng- ingum í norðausturhluta Ind- lands í gær. Alls hafa 67 manns látist á svæðinu undanfarna daga. Aðskilnaðarhreyfingin The National Democratic Front of Bodoland er talin bera ábyrgð á sprengingunum. Hreyfingin berst fyrir sjálfstæði Bodo- fólksins í borginni Assam. HVETJA FÓLK TIL AÐ KJÓSA Bruce Springsteen og Michael Stipe eru meðal þeirra sem hafa hvatt fólk til að kjósa. Áhugi fyrir kosningunum er meiri en oftast áður. AKRANES Kaldavatnið kemur eftirleiðis frá Reykjavík. Skagamenn fá vatn úr Reykjavík: Vatnið sótt sjóleiðina VATNSBÚSKAPUR Akurnesingar munu framvegis drekka kalt vatn sem kemur til þeirra um leiðslu frá Reykjavík enda annar vatns- ból þeirra í Akrafjalli ekki lengur eftirspurn bæjarfélagsins. Nýja lögnin liggur á hafsbotni um 17 kílómetra leið og á um 35 metra dýpi. Hún verður tekin í notkun í næstu viku, að því er fram kemur í héraðsfréttablaðinu Skessuhorni. Orkuveita Reykjavíkur hefur staðið fyrir endurbótunum í allt sumar. Rennsli á köldu vatni hefur verið afar lítið í ákveðnum bæjar- hlutum á Akranesi og ætti það að standa til bóta með þessum breyt- ingum. ■ ■ ASÍA HALLDÓR BLÖNDAL Í ÞINGFLOKKSHERBERGI SJÁLFSTÆÐISMANNA Arkitektar skröpuðu sig niður á upprunalegt málningarlag og sáu sér til furðu að herbergi sjálfstæðismanna var í fyrndinni blátt. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Kostnaður við end- urbætur enn á huldu Enn er ekki ljóst hvað síðustu framkvæmdir við Alþingishúsið munu kosta en ljóst er að þær fara í það minnsta þriðjung fram úr áætlunum. Með endurbótunum er horfið aftur til upprunalegs útlits hússins. ALÞINGISHÚSIÐ ENDURBÆTT Þinghúsið hefurr tekið talsverðum beytingum eftir að iðnaðarmenn hafa farið höndum um innviði þess, en meðal annars þurfti að laga gólf í húsinu vegna skemmda af völdum raka og jarðskjálfta. Þorlákshöfn: Grunur um misbeitingu LÖGREGLA Maður var handtekinn í Þorlákshöfn grunaður um innbrot í hesthús og um að hafa níðst kyn- ferðislega á skepnunum. Að sögn lögreglunnar á Selfossi tilkynntu hesthúsaeigendur um innbrotið og lýstu grunsemdum sínum. Manninum var sleppt í gær að loknum yfireyrslum þar sem hann neitaði sakargiftum. Lögregla seg- ir málið í rannsókn, meðal annars með tilliti til þess hvort ekki sé hægt að hreinsa manninn af alvar- legu sakargiftunum. Páll Stefánsson, dýralæknir hjá Dýralæknaþjónustunni að Stuðlum skoðaði hrossin og sagði þau við ágæta heilsu og bera ekki merki um misbeitingu af neinu tagi. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.