Fréttablaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 35
Æsir til forna höfðu epli Iðunnar til að halda sér síungum, eftir því sem Snorri segir í Eddu. Nú höfum við nútímamenn fengið Silfurplötur Ið- unnar, sem geta ef vel tekst til stuðl- að að því að halda menningu okkar ungri, jafnvel þótt skrokkarnir hrörni. Sú Iðunn sem hér kemur við sögu er ekki ásynja, heldur kvæða- mannafélagið Iðunn, sem hefur gef- ið út í samstarfi við Smekkleysu glæsilegt rit með geisladiskum um íslenskar rímur. Lengi geta Íslendingar komið sjálfum sér á óvart. Þessi ríka þjóð, sem tekur áratug að gera við þjóð- minjasafnið sitt og hefur ekki enn byggt yfir sinfóníuhljómsveitina sína eftir þrjátíu ára undirbúningsþref og heldur að menning snúist um bjór- drykkju eða eitthvað í sambandi við opnunartíma sölubúða, hefur hér tekið mikilvægan þátt úr arfi fortíðar og gefið út á bók með mjög mynd- arlegum hætti. Þetta fallega rit, sem er gefið út með stuðningi ýmissa fyrirtækja og stofnana, hlýtur að hafa verið dýrt. Sú spurning kemur í hugann hvernig stendur á því að hinir virðulegu forstjórar landsins vilja leggja peninga í svo óhagnýtt menningarfyrirtæki. Kannski þeir haldi að rímur séu lágmenning og þetta sé í lagi þess vegna. Ef til vill hafa þeir heyrt að Jónas Hallgríms- son skrifaði á móti rímum og þær megi því teljast forn markaðsmenn- ing. Hver sem skýringin er þarf ekki að hafa áhyggjur af ónógu listgildi margs þess sem er að finna í þess- ari bók. Gyllir sjóinn sunna rík, sveipast ró um Faxavík. Esjan glóir gulli lík, gleði bjó mér fegurð slík. Ekki verður betur lýst, en í þessari samhentu hringhendu Ólínu Andr- ésdóttur, þeim tilfinningum sem bærast í brjósti þeirra sem stundum safnast á sumarkvöldum vestur í Gróttu, til þess að horfa á sólarlagið. Við liggur að kadensur Paganinis blikni í samanburði við þetta gag- araljóð Bólu - Hjálmars; Flingruð prófar fötin þröng fingramjóa sætan slyng. Kring um lófa líns á spöng lyngorms glóa jarðarþing. Í bókinni er að finna margvíslegt efni um rímur. Kjarni efnisins eru upptökur á rímnasöng íslenskra kvæðamanna á fjórum geisladisk- um. Í bókinni sjálfri eru rímnurnar skráðar, bæði nótur og texti. Þá eru þar ritgerðir með margvíslegum fróðleik um rímur og rímnalög. Hóp- ur fólks hefur lagt þarna hönd á plóginn; Gunnsteinn Ólafsson er rit- stjóri. Aðrir sem skrifa eru; Steindór Andersen, Guðmundur Andri Thors- son, Pétur Björnsson, Rósa Þor- steinssdóttir, Njáll Sigurðsson, Hreinn Valdimarsson og eru þá ótaldir þeir mörgu kvæðamenn sem koma við sögu . Enginn vafi er að rímnalögin end- urspegla ýmis þau tónlistarleg sér- kenni sem ætla má að finnist í ís- lenskri tungu. Hrynjandi tungunnar og tónbrigði talaðs máls ráða ferð. Oftast byggjast þau, að einhverju leyti a.m.k. á spuna flytjandans, svipað og er að finna í dægurlögum nútímans, um ákveðnar tónhend- ingar eða formúlur sem menn kunna fyrir. Þetta eru því ekki frum- samdar tónsmíðar í venjulegri merkingu orðsins. Rímnalögin eru hins vegar upplagður efniviður í tónsmíðar af öllu tagi og mjög fróð- legar til skoðunar þeim sem leggja sig eftir tónsetningu íslenskrar tungu. Fyrst og fremst eru rímurnar þó hin besta skemmtun sem allir geta tileinkað sér og notið. Þar er að finna tjáningu gleði og sorgar oft í listrænum og hrífandi búningi. Nafnið Silfurplötur Iðunnar á sér þá skýringu að svo voru nefndar plötur þær, sem Hljóðfærahús Reykjavíkur tók að sér að hljóðrita 200 kvæðalög á, fyrir félag kvæða- manna. Því starfi lauk 1936 og hljóðritin eru nú gefin út í fyrsta sinn. Þetta er merkilegt framtak og öllum aðstandendum er óskað til hamingju með það. ■ ÞRIÐJUDAGUR 5. október 2004 TÓNLIST FINNUR TORFI STEFÁNSSON Silfurplata Iðunnar Kvæðamannafélag Iðunnar og Smekkleysa Arfur fortíðar T ilb o ð in g ild a ti l 1 2. 10 . 2 00 4 G O T T F Ó LK M cC A N N · 2 7 1 5 0 Ertu með eitthvað gott fyrir húðina og fæturna? L´ORÉAL Perfect Slim frá L’Oréal er frábært grenningarkrem sem gerir húðina stinnari og vinnur á appelsínuhúð. TEA TREE OIL Australian Bodycare Tea Tree húðvörulínan er með 30% afslætti núna. Náttúrulegt sótthreinsiafl. Dekraðu við fæturna – þeir eiga það skilið! SCHOLL TASKA Taskan inniheldur: Mýkjandi krem fyrir þurra og sprungna húð á fótum og fótleggjum. Rakagefandi og nærandi krem á fætur sem mýkir húðina sérstaklega á hælum. Fótaþjöl úr málmi og þvottastykki. 15% 30% 999

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.