Fréttablaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 19
19ÞRIÐJUDAGUR 5. október 2004 FJÖR Í MÜNCHEN Nær sex milljónir manna og kvenna hafa lagt leið sína á októberhátíðina sem nú er haldin í München í 171. skipti. Hátíðin hef- ur staðið yfir í sextán daga og hafa gestir keypt 5,5 milljónir lítra af öli á þeim tíma. BRETLAND, AP Réttarhöld eru hafin vegna lögsóknar níu grunaðra hryðjuverkamanna á hendur breskum stjórnvöldum. Mennirn- ir voru hnepptir í varðhald án undangengins dóms en krefjast þess nú að verða leystir úr haldi þar sem fangelsisvist þeirra brjóti gegn grundvallaratriðum lýðræðis og réttarreglu. Alls hafa sautján meintir hryðjuverkamenn verið hnepptir í varðhald án dómsúrskurðar og hafa þeir sem lengst hafa dvalið í fangelsi mátt dúsa þar í þrjú ár. Hinum meintu hryðjuverkamönn- um hefur hvorki verið sagt fyrir hvað þeir hafi verið fangelsaðir né hvaða sannanir stjórnvöld hafi gegn þeim. Stjórnvöld breyttu lögum í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september svo hægt væri að fang- elsa þá sem lögreglu þætti rík ástæða til að ætla að væru hryðju- verkamenn þó ekki væri hægt að sanna á þá sakir. „Við teljum það óviðunandi í lýðræðisríki að setja fólk, sem hugsanlega er saklaust, í fangelsi án réttarhalda og án þess að nokk- ur viti hvort, eða hvenær, fólkið verður leyst úr haldi,“ sagði Ben Emmerson, lögmaður sjö þeirra sem hafa höfðað mál á hendur stjórnvöldum. ■ FANGAR FLUTTIR Í LÖGREGLUBÍLUM Umdeild lög heimila að meintum hryðjuverkamönnum sé haldið ótímabundið án þess að dómari úrskurði þá í gæsluvarðhald. Meintir hryðjuverkamenn sem haldið hefur verið: Fá réttað í máli sínu Innbrot í Kópavogi: Stal tölvum, peningum og símum LÖGREGLA Töluverðum verðmæt- um var stolið í þremur innbrot- um í vesturbæ Kópavogs sem lögreglu barst tilkynning um á mánudagsmorgun. Brotist var inn á tvö heimili og eina bifreið og telur lögregla að sami ein- staklingur hafi verið þar á ferð. Á einum stað var fólk heima við og kom styggð á þjófinn, sem forðaði sér, en fólkið kallaði til lögreglu. Þjófurinn hafði upp úr krafs- inu tugi þúsunda í peningum sem geymdir voru í bifreiðinni, auk nokkurra farsíma, tösku með greiðslukortum og vega- bréfum og tveggja fartölva. Far- tölvurnar fann þjófurinn í kjall- araíbúð þar sem hann fór inn um svalahurð. Lögreglan í Kópavogi hvetur fólk til að vera á varðbergi gagnvart þjófum og huga vel að opnum gluggum og þess háttar. Málið er í rannsókn og segist lögregla hafa ákveðnar vísbend- ingar um hver kunni að hafa verið þarna að verki. ■ Seyðisfjörður: Flóttamenn, fíkniefni og kjöt TOLLGÆSLA Frá áramótum hefur tollgæslan á Seyðisfirði neitað 18 útlendingum um landvistarleyfi, ýmist samkvæmt úrskurði Út- lendingastofnunar og lögreglu- stjóra eða vegna þess að skilríki hafa reynst vera fölsuð. Tollgæslumenn hafa frá ára- mótum lagt hald á tæplega 21 gramm af fíkniefnum, fjögur vopn, þrjátíu og þrjár flöskur af sterku áfengi, yfir fimmtán þús- und vindlinga og samtals tæplega fimm hundruð lítra af bjór. Allt var þetta tekið af ferðamönnum sem komu til landsins með Nor- rænu. Í yfrliti tollgæslunnar er ýmis- legt fleira og má þar nefna tæp- lega 200 kíló af ósoðnu kjöti, tæp- lega 30 kíló af ósoðnum eggjum og 146 kíló af mjólkurvörum. ■ NORRÆNA Það er ærinn starfi að fylgjast með fólki og farteski sem kemur til landsins með Norrænu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.