Fréttablaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R 80%veðsetningarhlutfallFrjáls íbúðalán, 4,2% verðtryggðir vextir Engin skilyrði um hvar þú ert með þín bankaviðskipti Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur litið inn í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is H i m i n n o g h a f www.frjalsi. is SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Við hönnun og skipulagningu nýja útibúsins var haft að leiðarljósi að húsnæðið hentaði vel til persónulegrar fjármálaþjónustu og fela endurbæturnar í sér ýmsar nýjungar sem eiga að þjóna þessu markmiði. Við erum því enn betur í stakk búin til að bjóða viðskiptavinum bankans faglega ráðgjöf og persónulega þjónustu á öllum sviðum fjármála. Velkomin í breytt og enn betra útibú Landsbankans á besta stað í Vesturbænum. Alltaf heitt á könnunni. 410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna Til hamingju Vesturbæingar og Seltirningar ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S LB I 25 92 2 1 0/ 20 04 Glæsilegt og endurnýjað útibú Landsbankans við Hagatorg. Maður og vél Hvað minnir á Ísland? Þegar mað-ur er langt úti í löndum, hvað er það þá sem yljar um hjartarætur? Harðfiskur, lopasokkar, mynd af Herðubreið, Björk, sóley í túni, gyllt- ir vængir Flugleiða, peysuföt, bláleit- ur klaki í glasi, Hamraborgin, Malt og Appelsín, Hrafnagaldur, fossar og karl í flugvél með myndavél. Ha? Já, Ómar. Á flugi eftir hrikalegum gljúfr- um, með myndavél á lofti, aðra hönd á stýri, símann á eyranu og jafnvel svæðisleiðsögn fyrir farþega sína – allt í sömu andránni. Og verkin tala. SEM SENDIHERRA hálendisins á byggðu bóli hefur hann miðlað til land- ans upplýsingum, hughrifum, sögu, jarðfræði, landafræði og virðingu fyrir hinu stórfenglega í íslenskri náttúru jafnt sem hinu smáa. Fyrir helgina lagði Ómar í langferð, fyrirvaralítið, eins og svo oft áður. Leiðin lá til Cana- vese á Ítalíu til þess að taka á móti verðlaunum fyrir kvikmyndina In Memoriam? eða Til minningar? Mynd Ómars er byggð á íslensku myndinni Á meðan land byggist. Af sjaldgæfri næmni, alúð og einlægni fjallar Ómar þar um Kárahnjúka og þær óafturkræfu framkvæmdir sem í gangi eru á austurhálendinu. Hin myndin sem vann til verðlauna í Canavese var frá BBC. Bakhjarl þeirra bresku hefur efalaust verið öflugri en Íslendingsins. Við gerð myndarinnar um Kárahnjúka hefur Ómar fengið litla og lélega fyrir- greiðslu og hefur því lagt aleiguna í verkið. LANDS VORS VIRKJUN styrkti ekki þessa kvikmyndagerð. Það fyrir- tæki, sem enn er í eigu hins opinbera, stendur í eigin kvikmyndagerð um Kárahnjúkaframkvæmdirnar. Bankar veittu ekki fyrirgreiðslu, enda eiga líkast til einhverjir þeirra hagsmuna að gæta á austurhálendinu. Ríkið fór í menningarleiðangur til Parísar til að kynna ævintýraeyjuna fyrir frönskum. Lands vors virkjun var með í för. Silkihúfur spókuðu sig með Íslandskynningu á Signubökkum og næstu daga verður þar hægt að skoða langar og stuttar kvikmyndir frá landi elds og ísa. Verðlaunamynd Ómars, In memoriam? er ekki á þeirri sýningu þótt ætla mætti að stærri viðburði en Kárahnjúkabröltið væri vart að finna í samtímasögu Ís- lendinga. Ítalíuför Ómars stendur upp úr eftir frægðarferðir landans þessa helgina. Ef ég væri með hatt þá tæki ég ofan. Til hamingju, Ómar Ragnarsson! BAKÞANKAR KRISTÍNAR HELGU GUNNARSDÓTTUR SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR »

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.