Fréttablaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 1
● landsliðshópurinn klár Íslenska knattspyrnulandsliðið: ▲ SÍÐA 30 Einn nýliði í hópnum hjá Ásgeiri og Loga ● í stjórnmálum Jón Ólafsson: ▲ SÍÐA 39 Hlutverk lyga ● stjórna fræga fólkinu Sveppi, Auddi og Pétur: ▲ SÍÐA 38 70 mínútur MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 ÞRIÐJUDAGUR MÁLSTOFA Í Öskju efnir Ökonomia, fé- lag hagfræðinema, til málstofu í hádeginu þar sem rætt verður um hugsanlegar breytingar á lögum um hlutafélög. DAGURINN Í DAG 5. 0któber 2004 – 272. tölublað – 4. árgangur ● heilsa Tækjasalurinn minn staður Þrúður Vilhjálmsdóttir: VERKFALL KENNARA Launanefnd sveitarfélaganna bað um frest á fundi kennara upp úr klukkan sex í gærkvöldi. Launanefndin vildi fara yfir hugsanlegar leiðir til að mæta kröfu kennara um að fella svokallaða launapotta úr kjarasamn- ingunum. Sjá síðu 2 RÍKIR GRÆÐA MEST Einstaklingur með eina milljón í laun sparar rúmar 270.000 krónur á skattalækkun ríkis- stjórnarinnar miðað við útreikninga Al- þýðusambands Íslands. Framkvæmda- stjóri þess telur lækkunina lítt gagnast tekjulágum. Sjá síðu 6 KOSTNAÐARAUKI Gert er ráð fyrir að útgjöld embættis forseta Íslands hækki um 20,6 prósent á næsta ári samkvæmt fjár- lagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Fjárveiting til forsetaembættisins verður 154,4 milljón- ir króna. Sjá síðu 8 VÖRUÚRVAL Í RÍKINU Vöruúrval í verslunum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins er ekki háð mati starfsmanna hennar heldur ræðst það af vali kaup- enda. Sjá síðu 10 ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 22 Sjónvarp 28 HEILBRIGÐISMÁL Fyrir liggur að skera þarf niður þjónustu á Land- spítala - háskólasjúkrahúsi eftir að ljóst varð að sparnaðarkrafa stjórnvalda á næsta ári nemur í heild 6-700 milljónum króna, að sögn Önnu Lilju Gunnarsdóttur, starfandi forstjóra LSH. Fram- kvæmdastjórn spítalans kemur saman í dag til að fara yfir málið og setjast að nýju yfir tillögur um hvernig væntanlegum niður- skurði verður háttað. „Miðað við útkomuspá ársins í ár lítur út fyrir að við munum þurfa að draga saman á næsta ári um 6-700 milljónir króna,“ sagði Anna Lilja. Hún sagði að spítalan- um hefði upphaflega verið gert að spara um 1.400 milljónir króna á þessu ári og því næsta. Sú krafa hefði verið minnkuð um tæpar 500 milljónir á næsta ári. Af sparnað- arkröfunni í ár hefði tekist að spara tæplega tvo þriðju hluta. Eftir stæðu 300-350 milljónir í halla á árinu. Í fjárlögum væri gert ráð fyrir ámóta upphæð í niðurskurði á næsta ári, þannig að samtals væri krafan upp á 6-700 milljónir. „Við báðum um að sparnaðar- krafan sem gerð var í ár yrði lát- in duga,“ sagði Anna Lilja. „Jafn- framt að við fengjum rétta upp- færslu á s-merktu lyfin, sem hefði þá verið um 10 prósent í staðinn fyrir 3,5 eins og gert er ráð fyrir í fjárlögum. Auðvitað erum við þakklát fyrir að sparn- aðarkrafan er minnkuð en hún er erfið samt sem áður. Við töldum að við myndum geta haldið nokkurn veginn svipaðri þjón- ustu ef við hefðum ekki þurft að lenda í niðurskurði á næsta ári umfram þessar 300-350 milljónir, sem standa út af borðinu.“ ■ Heildarsparnaðarkrafa stjórnvalda fyrir næsta ár er 6-700 milljónir: Þjónusta á LSH verður skorin niður STJÓRNMÁL Halldór Ásgrímsson for- sætisráðherra flutti fyrstu stefnu- ræðu sína á Alþingi í gærkvöld. Í ræðu sinni sagði hann að stjórnar- flokkunum hefði tekist að koma á stöðugleika í efnahagsmálum, minnka atvinnuleysi og auka kaup- mátt launþega verulega. Lýsti hann því markmiði að kaupmáttur myndi hafa aukist um 50% frá valdatöku stjórnarflokkanna þeg- ar nýtt kjörtímabil hæfist. Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar, sagði að það sem væri athyglisverðast í ræðu Halldórs Ásgrímssonar væri það sem ekki væri í henni. „Ræðu hans verður minnst fyrir þögnina um Írak, þögnina um ger- eyðingarvopnin, þögnina um ábyrgð Íslendinga, ábyrgð hans sjálfs á ástandinu þar.“ Davíð Oddsson, utanríkisráð- herra og formaður Sjálfstæðis- flokksins, sagði að stjórnarand- stöðuflokkunum hefði aðeins tek- ist að komast að samkomulagi um einn hlut á samráðsfundi sínum fyrir helgi og það væru Íraksmál- in, sem væru nógu langt frá heimahögunum. Kvaðst Davíð stoltur af því að Ísland hefði lagt sitt lóð á vogarskálarnar til að hrekja harðstjórann Saddam Hussein frá völdum. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagðist verða að endurtaka þau orð sem hann hefði oft látið falla að stefnuræðan væri sú ömurlegasta sem hann hefði heyrt. Sigurjón Þórðarson, þing- maður Frjálslynda flokksins, sagði að stefnuræðan bæri þess merki að engu skipti hver væri forsætisráðherrann. Halldór og Davíð hefðu sömu stefnu þótt sá fyrrnefndi væri stundum fylgj- andi aðild að Evrópusambandinu. Hart var tekist á um málefni ör- yrkja og kennaraverkfallið. Hall- dór Ásgrímsson sakaði stjórnar- andstöðuna um að vekja falsvonir og jafnvel spilla líkum á lausn kennaraverkfallsins með kröfum um að ríkið hlypi undir bagga með sveitarfélögunum til að hægt væri að hækka laun kennara. Sjá síður 2 og 4. a.snaevarr@frettabladid.is Tekist á um skattamál, kennara, öryrkja og Írak Halldór Ásgrímsson sagði enga ástæðu til róttækra breytinga á stjórnarstefnunni í fyrstu stefnu- ræðu sinni sem forsætisáðherra á Alþingi í gærkvöld. Össur Skarphéðinsson gagnrýndi þögn hans um Írak, en Davíð Oddsson sagðist stoltur af stuðningi Íslands við Bandaríkin. JÓMFRÚARRÆÐA HALLDÓRS Halldór Ásgrímsson flutti fyrstu stefnuræðu sína sem forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöld. 25-49 ára Me›allestur 72% 50% Fréttablaðið Morgunblaðið Allt landið Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups ágúst '04 HVASSVIÐRI ALLRA AUSTAST Víðast stífur vindur en lægir vestan til síð- degis. Skúrir eða slydduél á Norðaust- urlandi en bjart sunnan til. Hiti 1-8 stig, hlýjast suðaustan til. Sjá síðu 6. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI LANDSPÍTALI-HÁSKÓLASJÚKRAHÚS Á næsta ári stefnir í mikinn niðurskurð þjónustu á sjúkrahúsinu. Faldbúningurinn: Ber að sýna virðingu ÞJÓÐBÚNINGURINN Íslenski faldbún- ingurinn hvarf úr almennri notkun um miðja 19. öld og lýsingar af hon- um hafa aðallega fengist af teikn- ingum erlendra ferðamanna, auk nokkurra faldbúninga sem hafa varðveist. Talsmenn Heimilisiðnað- arfélagsins, sem ætlar að kynna þessa arfleið í kvöld, segja mikil- vægt að búningurinn sé borinn rétt. Á síðustu fjórum árum hefur áhuga- mannahópur innan Heimilisiðnað- arfélags Íslands rannsakað og yfir- farið þessa gömlu búninga og leitað leiða til að vinna þá rétt þegar kem- ur að sniði, skreytingum og frá- gangi. Alls hafa tuttugu íslenskar konur saumað sinn eigin faldbúning á námskeiðum. Sjá síðu 38 VIÐSKIPTI Hannes Smárason, fyrr- um aðstoðarforstjóri hjá deCode, ræður nú einn nærri þriðjungs- hlut í Flugleiðum. Hann keypti hlut Jóns Helga Guðmundssonar í Oddaflugi en þeir áttu saman Oddaflug sem gerðist kjölfestu- fjárfestir í janúar. Jón Helgi og Hannes stóðu saman að nokkrum fjárfestingum en vinna nú að því að skipta þeim upp. Stærsta eign þeirra er ríf- lega fjögurra prósenta hlutur í KB banka sem metinn er á um tólf milljarða. Sjá síðu 24. Breytingar hjá Flugleiðum: Hannes einn í Oddaflugi VEÐRIÐ Í DAG

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.