Fréttablaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 39
FÓTBOLTI U-21 árs landslið Íslands í knattspyrnu hefur farið vel af stað undir stórn Eyjólfs Gjafars Sverrissonar en þeir unnu Búlgari heima og töpuðu naumt á útivelli gegn Ungverjum. Eyjólfur Gjafar valdi í gær nítján manna leikmannahóp fyrir leikina gegn Möltu og Svíþjóð og eru tveir nýliðar í hópnum - Skagamaðurinn Helgi Pétur Magnússon og Þróttarinn Henn- ing Eyþór Jónasson. KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason fer ekki með til Möltu þar sem hann er að leika með U-19 ára landslið- inu en hann gæti komið inn fyrir Svíaleikinn. Framarinn Gunnar Þór Gunnarsson er síðan í leik- banni. „Við munum reyna að spila eins og í síðustu leikjum. Við mun- um sækja af krafti þegar við erum með boltann og reyna að skapa færi,“ sagði Eyjólfur Gjafar við Fréttablaðið í gær. Eyjólfur sagði þegar hann tók við liðinu að stefnan væri að spila sama leikkerfi og A-landsliðið til að búa leikmenn betur undir það að spila með A-liðinu. Hann varp- aði þeirri stefnu fyrir róða strax í fyrsta leik er hann mætti með fjögurra manna varnarlínu. Það hefur reyndar gefið góða raun fyrir liðið og Eyjólfur búst við að spila áfram með fjóra í vörninni. „Ég geri fastlega ráð fyrir því. Ég er ekki búinn að negla neitt en á ekki von á öðru en að halda því áfram. Samt er aldrei að vita nema maður ákveði á síðustu stundu að breyta til og spila með þriggja manna vörn. Hver veit,“ sagði Eyjólfur léttur. Hann hefur háleit markmið fyrir leikina og sættir sig við lítið annað en hámarksárangur. „Ég yrði sáttur við sex stig úr þessum leikjum. Ég vil fá fullt hús. Við byrjum með 0-0 og höfum þar með annað stigið og ég vil taka hin stigin tvö,“ sagði Eyjólfur Gjafar Sverris- son, þjálfari U-21 árs landsliðs Íslands. ÞRIÐJUDAGUR 5. október 2004 Mercedes Benz 200 E F.skráð. 10.1994. Ekinn 184.000 km. Litur: Silfur. Verð: 900.000 kr. Tilboðsverð: 590.000 kr. Alfa Romeo 156 S/D T F.skráð. 02.2004. Ekinn 16.900 km. Litur: Rauður. Verð: 2.100.000 kr. Tilboðsverð: 1.690.000 kr. Kia Sportage F.skráð. 08.2001. Ekinn 70.000 km. Litur: Blár. Verð: 1.140.000 kr. Tilboðsverð: 690.000 kr. Hyundai Accent H/B L F.skráð. 01.1998. Ekinn 58.000 km. Litur: Rauður. Verð: 390.000 kr. Tilboðsverð: 190.000 kr. 450.000 www.toyota.is kr. afsláttur Allt að framhaldKópavogurSími 570 5070 ReykjanesbærSími 421 4888 AkureyriSími 460 4300 SelfossSími 480 8000 BETRI NOTAÐIR BÍLAR Það verður mikið að gerast hjá Toyota Betri notuðum bílum í þessari viku. Ekki missa af þessu frábæra tækifæri til þess að eignast góðan bíl á einstöku verði. Skoðaðu úrvalið á www.toyota.is eða komdu í heimsókn á Nýbýlaveginn eða til umboðsmanna okkar á Akureyri, Selfossi og í Reykjanesbæ. U-21 árs landsliðið mætir Möltu og Svíþjóð: Vill fá fullt hús í leikjunum Pó stu rin n b ýð ur fy rir tæ kju m á hö fuð bo rg ar sv æð inu að ko m a s en din gu m sa m dæ gu rs til vi ðs kip tav ina . Ek ki bíð a a ð ó þö rfu . Fá ðu se nd ing un a s am dæ gu rs m eð Pó sti nu m He fur þú ef ni á a ð b íða til m or gu ns ? www.postur.is ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S IS P 23 96 1 1 0/ 20 04 U-21 LANDSLIÐSHÓPURINN: Bjarni Þórður Halldórsson Fylkir Páll Gísli Jónsson Breiðablik Hannes Sigurðsson Viking Viktor Bjarki Arnarsson Víkingur Ólafur Ingi Skúlason Arsenal Sigmundur Kristjánsson KR Davíð Þór Viðarsson FH Tryggvi Sveinn Bjarnason ÍBV Emil Hallfreðsson FH Hörður Sveinsson Keflavík Jónas Guðni Sævarsson Keflavík Steinþór Gíslason Víkingur Sverrir Garðarsson FH Sölvi Geir Ottesen Djurgarden Ingvi Rafn Guðmundsson Keflavík Pálmi Rafn Pálmason KA Pétur Óskar Sigurðsson Breiðablik Helgi Pétur Magnússon ÍA Henning Eyþór Jónasson Þróttur ÖLL SEX STIGIN Eyjólfur Sverrisson vill ekkert annað en sigur gegn Möltu og Svíþjóð.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.