Fréttablaðið - 19.10.2004, Page 29

Fréttablaðið - 19.10.2004, Page 29
Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2005 hefur nú verið lagt fram á alþingi. Kemur þar fram að lækka eigi tekjuskatt einstaklinga um 1% á næsta ári. Er þetta upplýst á alþingi ári síðar en fyrrverandi forsætis- ráðherra sagði í kosningabaráttunni 2003 að gera ætti. En þá sagði hann að það yrði lagt fyrir alþingi strax haustið 2003. Ekki var staðið við það. Fjórðungur þess sem lofað var Fyrir kosningarnar 2003 sagði þá- verandi forsætisráðherra að Sjálfstæðisflokkurinn lofaði 20 milljarða skattalækkun eða lækk- un um 4%, ef flokkurinn héldi völdum. Það var ekkert minnst á það þá að skipta ætti þessari skattalækkun í áfanga. Nú, einu og hálfu ári eftir kosningar, er lagt til að skattar verði lækkaðir um fjórðung af því sem lofað var í kosningabaráttunni! Vitað er að Framsókn var treg til þess að fall- ast á þessa skattalækkun en hún varð að beygja sig. Alls er óvíst að nokkur frekari lækkun tekju- skatts verði á kjörtímabilinu enda þótt því hafi verið lofað fyrir kosningar. Þeir ríku fá mesta lækkun Á alþingi fær þessi 1% tekju- skattslækkun misjafnar móttök- ur. Vinstri grænir eru andvígir henni og segja að nær hefði ver- ið að styrkja velferðarkerfið. Óttast þeir að skattalækkunin muni bitna á velferðarkerfinu. Samfylkingin segir að umrædd 1% tekjuskattslækkun muni koma þeim ríku helst til góða. Samfylkingin bendir á að lækk- un á virðisaukaskatti mundi gagnast hinum efnaminni mun meira. Hefur Samfylkingin lagt til að virðisaukaskattur á mat- vælum verði lækkaður úr 14% í 7%. Í þeirri breytingu mundi felast mikil kjarabót. Frjáls- lyndi flokkurinn er einnig gagn- rýninn á skattalækkunaráform ríkisstjórnarinnar. Verðbólga yfir viðmiðunarmörkum Seðlabanka Mikil þensla er nú í efnahagslífinu og verðbólga meiri en viðmiðun- armörk Seðlabankans leyfa. Verð- bólgan er nú 3,7% á ársgrundvelli. Kjarasamningar eru í hættu af þeim sökum. Verkalýðshreyfingin getur sagt samningum upp, ef verðbólga er yfir ákveðnum mörkum. Við þessar aðstæður telja margir hagfræðingar var- hugavert að lækka tekjuskatt ein- staklinga. Þeir telja að við skatta- lækkun muni þensla aukast. Þeir vilja að ríkið skeri niður útgjöld til þess að draga úr þenslu. Halli á viðskiptum við útlönd er nú mikill og eykst. Steingrímur J. Sigfús- son, formaður VG, gerði hinn mikla viðskiptahalla að umtals- efni í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Sagði hann mikla hættu felast í stórauknum viðskiptahalla og gæti hann leitt til þess að gengi krónunnar félli skyndilega eftir ákveðinn tíma. Ljóst er af ummmælum Stein- gríms og þeirri mynd sem hér hefur verið dregin upp, að það er enginn stöðugleiki í íslensku efna- hagslífi. Stöðugleikinn er aðallega í kollinum á stjórnarherrunum en í raun er efnahagslífið á brauðfót- um og knúið áfram með erlendum lánum að verulegu leyti. ■ Litlar efndir á kosningaloforðum 21ÞRIÐJUDAGUR 19. október 2004 Samfylkingarlýðræði Eitt aðalnúmerið á flokksstjórnarfundi hins beina lýðræðis var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Hún hefur aldrei farið í próf- kjör. Þegar valið er á R-listann þá er sett sérstök regla þess efnis að kjósendur í prófkjörinu fái ekki að velja þann sem svo er borgarstjóraefni listans. Þar er einfaldlega sett án kosninga Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, áhugamaður um beint lýðræði. Og síðast nægði það ekki einu sinni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fékk að tilnefna sérstaklega annan mann á listann og stuðningsmennirnir höfðu ekkert um það að segja. Þar var svo settur Dagur B. Eggertsson, annar sérfræðingur í lýðræði. Vefþjóðviljinn á www.andriki.is Foreldrar á asnaeyrum Formaður Samfylkingarinnar hreyfði því um helgina að Sjálfstæðisflokkurinn legði sérstaka áherslu á að nýta kenn- araverkfallið til að tryggja að rekstur grunnskóla yrði færður til einkaaðila. Ekki er um það að efast að fjölmargir innan Sjálfstæðisflokksins kunna að að- hyllast slíkar kenningar. Hins vegar verða þessi orð formannsins nokkuð kauðsk þegar horft til að þess að helstu þrætukóngar beggja megin borðs eru annálaðir Samfylkingarpésar og ættu þó allavega að geta sameinast gegn þessari stefnu sjálfstæðismanna. Verra er þó ef skoðun foreldra verður al- mennt sú að grunnskólakennslu sé bet- ur komið í höndum einkaaðila en sveit- arfélaga. Dragist verkfallið enn á langinn er ljóst að stuðningsmönnum þessarar skoðunar mun enn fjölga. Það eru nefnilega takmörk fyrir því hvað hægt er að draga foreldra lengi á asnaeyrunum. Guðjón Ólafur Jónsson, varaþing- maður Framsóknarflokksins, á www.hrifla.is Sparkað í dómara Jón Steinar Gunnlaugsson settist í hæstarétt sem dómari 15. október. Hinn sama dag birtist furðuleg grein um hann í Morgunblaðinu eftir séra Pétur Þorsteinsson, prest óhaða safnaðarins í Reykjavík. Hafi greinin átt að vera fynd- in, hlýtur það að hafa farið fyrir ofan garð og neðan hjá fleirum en mér, helst virtist hún illkvittin og skrifuð í þeirri vissu, að Jón Steinar gæti ekki svarað fyrir sig, eftir að hann hefði tekið við stöðu dómara. Þótt sú líking eigi illa við um Jón Steinar vegna almennrar snerpu hans við að svara fyrir sig, má segja, að með grein sinni hafi presturinn kosið að sparka í liggjandi mann. Jón Steinar á þessa köldu kveðju alls ekki skilið, þegar hann sest í hæstarétt. Hann er vel að því embætti kominn ekki síður en aðrir dómarar þar. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á www.bjorn.is BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR UMRÆÐAN KOSNINGALOFORÐIN AF NETINU SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tek- ið á móti efni sem sent er frá Skoðana- síðunni á visir.is. Þar eru nánari leið- beiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á MIÐVIKUDÖGUM

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.