Fréttablaðið - 22.10.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 22.10.2004, Blaðsíða 16
16 22. október 2004 FÖSTUDAGUR SÉRSTÆÐ FEGURÐ Fjaðrir páfuglsins voru aðalsmerki þessarar fyrirsætu á Alþjóðlegu fegurðarhátíðinni sem nú stendur yfir í Peking í Kína. Mark- mið hátíðarinnar er að byggja upp snyrti- vöru- og tískumarkaðinn í Kína auk þess að kynna nýja strauma í hárgreiðslu. Svifryk: 15 sinnum yfir viðmið UMHVERFISMÁL Svifryk í andrúms- lofti í Reykjavík fór fimmtán sinnum yfir viðmiðunarmörk á síðasta ári, oftar en nokkru sinni áður. Þetta kemur fram í skýrslu Umhverfisstofu Reykjavíkur. Talið er að aukin notkun bíla og breytt veðurfar í borginni hafi haft þessi áhrif. Svifryk mælist mest á þurr- viðrisköflum að vetrarlagi þegar jörð er snjólaus. Í og í kringum Reykjavík myndast rykið vegna slits á malbiki undan nagladekkj- um, dísilreyk, jarðvegsrofi á heið- um austan borgarinnar og salti sem berst frá sjónum. Svifryk getur haft skaðleg áhrif á heilsu manna, sér í lagi fólks með langvinna lungnasjúk- dóma. Taflan hér að neðan sýnir að svifryk á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist til mikilla muna á síðustu árum. - ghg Vilja reka verslun á svæði Nóatúns Tiltekið matvöruverslunarfyrirtæki kannar réttarstöðu sína í Grafarholti. Vill fá að opna verslun á sama svæði og Nóatún sem fær að reka verslun þar vegna mistaka í aðalskipulagi. BORGARMÁL Matvöruverslunarfyrir- tæki er nú að kanna hvort það geti fengið heimild til reksturs verslun- ar á sama svæði í Grafarholti og Nóatún rekur nú verslun. Júlíus Vífill Ingvarsson, lögfræðingur hjá lögmannstöfunni Lögvernd, segist ekki geta sagt hvaða fyrirtæki sé um að ræða. Fréttablaðið greindi frá því í fyrradag að Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir, formaður skipulags- og byggingarnefndar, teldi að vegna mistaka embættismanna hefðu Gullhamrar ehf. fengið verslunar- leyfi við Þjóðhildarstíg við rætur holtsins. Gullhamrar leigja Nóa- túni húsnæðið. Í Fréttablaðinu í gær sagði Salvör Jónsdóttir, sviðs- stjóri skipulags- og byggingar- sviðs, að mistökin væru fólgin í því að ekki hefði verið nægilega skýrt kveðið á um það í aðalskipulagi að óheimilt væri að reka verslun ann- ars staðar í Grafarholti en við Kirkjustíg, verslunarkjarnanum efst á holtinu. Hún sagði að nú væri búið að breyta aðalskipulaginu og fyrirbyggja að hægt væri að opna matvöruverslun annars staðar en við Kirkjustíg. „Það er alveg ljóst að stjórn- málamenn geta ekki varpað ábyrgð gerða sinna yfir á embættismenn,“ segir Júlíus Vífill. „Það hefur auk þess enga lagalega þýðingu þótt einhverjir borgarfulltrúar lýsi því yfir eftir á að gerð skipulags hafi verið gallað og að um mistök hafi verið að ræða. Hvað verður þá um réttaröryggi á þessu sviði? Gerð aðalskipulags fær vandaða með- ferð í borgarkerfinu til að fyrir- byggja að það geti komið upp álita- mál síðar meir varðandi gildi þess.“ Júlíus Vífill segir að tiltekið matvöruverslunarfyrirtæki hafi falið honum að skoða málið. „Ég er að skoða það með tillit til þess hvort heimild til reksturs mat- vöruverslunar Nóatúns við Þjóð- hildarstíg hafi skapað öðrum rétt til að hefja samskonar rekstur í ná- grenninu. Þar kemur til dæmis til greina jafnræðisreglan en það getur verið á brattann að sækja í þessum málum.“ Salvör sagðist í Fréttablaðinu í gær ekki telja að borgin væri að brjóta jafnræðisregluna. trausti@frettabladid.is VEÐUR Það hefur verið óvenju fjöl- mennt á bílaþvottaplönum borg- arinnar undanfarið. Sjór sem hefur gengið yfir borgina í hvass- viðrinu undanfarna daga hefur skilið eftir sig seltu á bílum og húsum. Stefán Ásgrímsson, ristjóri FÍB blaðsins, segir áhyggjur fólks skiljanlegar þar sem nýir bílar séu yfirleitt önnur stærsta fjárfesting heimilanna. Það skipti því miklu máli að annast þá sæmilega. „Seltan gerir engan skaða ef bílar eru bónaðir með slitsterku bóni. Besta ryðvörnin er að halda bílnum hreinum og vel bónuðum.“ ■ Danski þingmaðurinn: Útskúfaður úr flokknum DANMÖRK Danski þingmaðurinn, Flemming Oppfeldt, sem grunaður er um kynferðislega misnotkun á 13 ára dreng, hefur verið tekinn af lista frambjóðanda Venstre flokks- ins til þings. Formaður kjörnefnd- ar í Lyngby, kjördæmis Oppfeldts, segir að Oppfeltd hafi ekki verið rekinn, enda hafi hann ekki enn verið dæmdur. Ákvörðun kjör- stjórnar hafi veirð tekin af póli- tískum ástæðum. Oppfeldt sagði sig úr þingflokki Venstre um leið og rannsókn máls- ins var gerð opinber á þriðjudag. Hann hefur einnig verið rekinn úr embætti sem formaður samtaka Evrópusinna, að því er fram kem- ur í dönskum fjölmiðlum. Oppfeldt er einnig grunaður um að hafa haft og gert tilraun til sam- ræðis við aðra unga drengi. Opp- feldt neitar sök. - sda Steinunn Valdís Óskarsdóttir: Ekki brot á jafnræðisreglu BORGARMÁL Að synja fyrirtæki um leyfi til að reka verslun á svæði þar sem Nóatún rekur versl- un í Grafarholti er ekki brot á jafnræðisreglu að sögn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, formanns skipulags- og bygginga- nefndar Reykjavíkur. Steinunn segir að frá upphafi hafi það verið skýr vilji borgaryfir- valda að byggja upp verslunarkjarna við Kirkjustétt uppi á Graf- arholti. Hugsunin hafi alltaf verið sú að aðeins ætti að heimila rekst- ur matvöruverslunar þar. Þegar aðalskipulagi hafi verið breytt þannig að ekki þurfti lengur að sækja um sérstakt leyfi fyrir versl- unarrekstur hafi verið gerð á- kveðin mistök. Ekki hafi verið nægilega vel skil- greint í skipulaginu hvar mætti reka verslun og því hafi borgaryfirvöld þurft að veita Nóatúni verslun- arleyfi. Hún segir að þessu hafi strax verið kippt í liðinn og skilgrein- ingin þrengd. Aðspurð hvort lögmál hins frjálsa markaðar eigi ekki ríkja svo fyrirtæki geti opnað verslanir á þeim athafnasvæðum sem þau telji arðbær segir hún: „Við erum að reyna að reyna að skipuleggja hverfin þannig að þau séu lífvænleg fyrir fólkið. Þannig að gamalt fólk og unglingar geti til dæmis sótt þjónustuna á auðveldan hátt.“ - th EKKI HÆGT AÐ VARPA ÁBYRGÐINNI YFIR Á EMBÆTTISMENN Júlíus Vífill Ingvarsson, lögfræðingur og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi enga lagalega þýðingu þótt einhverjir borgarfulltrúar lýsi því yfir eftir á að gerð skipulags hafi verið gölluð og að um mistök hafi verið að ræða. STEINUNN VALDÍS Erum að reyna að gera hverfin lífvænleg fyrir fólkið. Hvassviðri: Bílar víða ataðir salti Á BÍLAÞVOTTAPLANI Sjór sem gengur yfir borgina skilur eftir sig seltu á bílum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL MFJÖLDI DAGA ÞAR SEM SVIFRYKSMENGUN FER YFIR VIÐMIÐUNARMÖRK: 1994 1 1996 0 1999 2 2000 7 2001 0 2003 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.