Fréttablaðið - 22.10.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 22.10.2004, Blaðsíða 15
15FÖSTUDAGUR 22. október 2004 ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S B LO 2 62 42 10 /2 00 4 Líka í Kringlunni verð Blómaval þakkar frábærar móttökur í Kringlunni. Öll Blómavalstilboð eru líka í Kringlunni. Evrópskt BLÓMamarkaður 5 stk. krýsi 999kr. 5 stk. gerberur 999kr. Skrautpipar 499kr. Burkni 299kr. 10 stk. rósir 990kr. Nóvember kaktus 499kr. 5 stk. statikur 999kr. UMHVERFISMÁL Heldur hefur þok- ast í átt til samkomulags milli sveitarstjórnar Ölfuss og stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, að sögn Hjörleifs Brynjólfssonar, oddvita sveitarstjórnar Ölfuss. „Við höfum átt í viðræðum við stjórn sorpstöðvarinnar,“ sagði Hjörleifur. „Málið stendur þannig núna að þessu hefur miðað áfram. Menn hafa átt í ágætisviðræðum. Þeim er kannski ekki alveg lokið en þær eru í gangi.“ Sveitarstjórn Ölfuss, sem hefur skipulagsvald á svæðinu, tilkynnti fulltrúum aðildarsveit- arfélaganna fyrir skömmu, að stöðinni yrði lokað 25. október ef ekki hefði náðst samkomulag um úrbætur samkvæmt deiliskipu- lagi. Þá tilkynnti sveitarstjórnin, að innheimta dagsekta yrði jafn- framt hafin, en þær næmu nú ríf- lega 40 milljónum króna. Deilan snýst um hæð sorpfjallsins, sem sagt er orðið 3 - 7 metrum of hátt. Hjörleifur kvaðst ekki vilja tjá sig um hvaða lausnir væru á borðinu. Aðildarsveitarfélögun- um yrði kynnt samkomulagið þegar það lægi fyrir. - jss FÉLAGSMÁL Daufblindir fengu ný- verið myndarlegan styrk að upp- hæð 1,4 milljónir króna. Það var Líknar- og menningarsjóður Net- bankans-sparisjóðs sem veitti styrkinn. Hann skal nýta til að efla tölvu- og tæknikunnáttu fé- lagsmanna. Tölvan getur opnað daufblindu fólki nýjan heim og gert því kleift að taka betur þátt í því sem er að gerast í samfélaginu. Einstaklingur er daufblindur ef hann er hvort tveggja alvarlega sjón- og heyrnarskertur. Sumir daufblindir eru algjörlega blindir og heyrnarlausir en aðrir hafa ör- litla sjón og heyrn. ■ SAMNINGUR UNDIRRITAÐUR Sigurður E. Ragnarsson, framkvæmdastjóri byggingasviðs BYKO og Jón Loftsson skóg- ræktarstjóri skrifuðu undir samninginn um fjárstuðning við viðarnýtingarnefnd. Austurland: Stutt við skógrækt SKÓGRÆKT Jón Loftsson skógrækt- arstjóri og Sigurður E. Ragnars- son, framkvæmdastjóri bygginga- sviðs BYKO, hafa skrifað undir samning um fjárstuðning BYKO við viðarnýtingarnefnd skógrækt- argeirans. Stuðningur BYKO nemur 1,5 milljónum króna á ári og er ætlaður til fræðslu, vöru- þróunar og markaðssetningar skógarafurða. Sjö sitja í viðarnýtingarnefnd, fulltrúar allra skógræktenda og tilnefnir BYKO tvo nefndarmenn, þar á meðal formann. Nefndinni er ætlað að leita leiða til að þróa, framleiða og markaðssetja vörur úr skógarafurðum. - eg ÁVÍSUN AFHENT Benedikt Eyjólfsson, framkvæmdastjóri hjá Bílabúð Benna, afhendir Sveini Guð- mundssyni, formanni Skátasambands Reykjavíkur, ávísun. Úlfljótsvatn: Skátarnir fá 400 þúsund STYRKUR Bílabúð Benna hefur ákveðið að styrkja skátahreyfing- una um 400 þúsund krónur og renna peningarnir í útilífsmiðstöð skáta að Úlfljótsvatni. Útilífsmiðstöðin að Úlfljóts- vatni er fræðslu- og útilífssetur. Þar eru haldin margvísleg nám- skeið á vegum skátahreyfingar- innar og skátar fara í útilegur á staðinn jafnt sumar sem vetur. Þá hafa skátar byggt útilífsmiðstöð- ina upp með það í huga að unnt sé að halda þar fjölmenn útilífsmót fyrir þúsundir þátttakenda með nauðsynlegum tjaldflötum, hrein- lætisaðstöðu og margvíslegri afþreyingu. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E LM A G U Ð M U N D SD Ó TT IR Viðræður um Sorpstöð Suðurlands: Þokast í átt til samkomulags Mikilvægt framlag: Veglegur styrkur til daufblindra ÁNÆGÐAR MEÐ STYRKINN Guðlaug Erlendsdóttir, formaður Dauf- blindrafélagsins, og Þórey Ólafsdóttir, ráð- gjafi hjá Daufblindrafélaginu. RÆTT UM SORPVANDA Sorpfjallið er orðið hátt og umfangsmikið eins og sést á myndinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.