Fréttablaðið - 22.10.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 22.10.2004, Blaðsíða 39
27FÖSTUDAGUR 22. október 2004 Kennararnir, Ásta og heimavinnan Ýmislegt bendir til þess að stjórn- málamenn séu stór börn. Bæði börn og stjórnmálamenn hafa gaman af því að fara í ýmiss kon- ar leiki. Þessi leikjaáhugi stjórn- málamannana kemur ekki síst fram um þessar mundir í kjara- deilu sveitarfélaganna við kenn- ara. Sá leikur sem er vinsæll hjá stjórnmálamönnunum um þessar mundir er feluleikur. Feluleikur þessi sem stjórnmálamennirnir stunda felst í því að hverfa á braut um leið og vitað er til þess að ein- hver kennari eða kannski foreldri barna á grunnskólaaldri þurfi að ná tali. Þá getur nú verið gott að eiga marga felustaða hérlendis sem erlendis. Þeir leika því annan leik nú en þeir gera fyrir kosning- ar þegar þeir fara í eltingarleik og reyna að klukka sem flesta kjós- endur. Þá fær maður hvorki frið á heimili né vinnustað fyrir vel greiddum, snýttum og skeindum stjórnmálamönnum með enda- lausan loforðalista um betri tíð með blóm í haga. Annar leikur sem er ekki síður vinsæll hjá stjórnmálamönnum er „órökstuddi frasaleikurinn“. Þessi leikur felst í því að segja eitthvað rosalega töff og flott og setja punkt fyrir aftan án þess að nokk- ur rök fylgi máli. Fjölmiðlamenn eru ansi duglegir í að viðhalda þessum „órökstudda frasaleik“ með því að biðja hvorki um rök né ástæður fyrir því sem sagt er. Ágætt dæmi um stjórnmála- mann sem er fær í þessum „órök- studda frasaleik“ er Ásta Möller, varaþingmaður Sjálfstæðisflokks- ins. Í Fréttablaðinu 13. október sl. er hún spurð að því hvernig leysa skuli kennaradeiluna eins og Fréttablaðið kemst að orði en mætti allt eins kalla sveitarfé- lagadeiluna. Að sjálfsögðu stend- ur ekki á svari frekar en hjá öðr- um stjórnmálamönnum enda felst leikurinn í því að betra er að svara einhverju heldur en engu, hvort sem eitthvað vit er í svarinu eður ei. Og í svari sínu segir hún m.a.: „Það skortir kannski helst á að kennarar hafi unnið heimavinn- una áður en þeir fóru út í kjara- baráttu“. Ekki ætla ég að leggja mat á það hvort kennarar unnu heimavinnuna sína eða ekki. Hins vegar sakna ég þess að Ásta færi lesendum rök fyrir því á hvern hátt kennarar svikust um að vinna heimavinnuna fyrir margumtal- aða kjarabaráttu. Hún segir ekk- ert meira um umrædda heima- vinnu kenara. Lesendur eiga heimtingu á því að stjórnmála- menn sem hafa skoðanir á öllum sköpuðum hlutum færi rök fyrir því sem þeir segja og það er mín skoðun að gagnrýnir blaðamenn eigi að spyrja viðmælendur sína um rök og ástæður þess sem þeir segja. Ýmsa aðra leiki mætti nefna sem stjórnmálamenn leika nú um þessar mundir eins og „mér kem- ur málið ekki við“-leikinn og „já þýðir nei og nei þýðir já“-leikinn. Ekki verður farið í að útlista nán- ar þessa skemmtilegu leiki né aðra leiki sem stjórnmálamenn iðka. Einn leikur sem stjórnmála- menn eru flinkir í er reyndar ekki stundaður um þessar mundir og það er „grátbiðja um stuðning“- leikurinn. Til þess er of langt í kosningar. Höfundur er kennari í Réttar- holtsskóla. AF NETINU Herferð gegn nýnasistum Íslendingar líta oft upp til Svía og hafa sótt margar fyrirmyndir til þeirra gegnum tíðina. Svíar hafa talið sig búa í miklu réttarríki sem væri fyrirmynd annarra landa í þeim efnum. Í fyrra tóku stærstu blöð Svíþjóðar, Aftonbladet og Ex- pressen sig saman og birtu myndir, nöfn og upplýsingar um búsetu um 60 manna hóps sem sagður er mynda kjarnann í sænskum nýnasistasamtök- um. Að mati fjölmiðlanna voru þessi samtök orðin það mikil ógn við sænskt réttarríki að þrátt fyrir gríðarlega sam- keppni milli blaðanna á markaðnum þá sameinuðust þau um að birta þennan lista til að vekja sem mesta athygli á þró- un nýnasismans í Svíþjóð. Í umræðum um þetta mál í Svíþjóð eftir myndbirt- ingu blaðanna minntist ekki nokkur maður á að lög um persónuvernd hefðu verið brotin það ég sá, en umræðan snerist fyrst og fremst um ágæti þessa framtaks blaðanna. Gunnlaugur Júlíusson á hrifla.is Góð stemning Stemmningin í íslensku efnahagslífi er eins og á góðum rokktónleikum. Fast- eignaverð hefur hækkað nær látlaust síðan 1997 og hlutabréfaverð hefur hækkað upp úr öllu valdi frá ársbyrjun 2003. Eggert Þór Aðalsteinsson á deiglan.com UMRÆÐAN JÓHANN BJÖRNSSON SKRIFAR UM VIÐBRÖGÐ VIÐ VERKFALLI KENNARAR MÓTMÆLA Fjöldi kennara safnaðist saman fyrir utan Karphúsið til að mót- mæla seinagangi í samningaviðræðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.