Fréttablaðið - 22.10.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 22.10.2004, Blaðsíða 20
H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA gildir nú í allar utanlandsferðir MasterCard ferðaávísunin kreditkort.is Nú getur þú notað MasterCard ferðaávísun í allt millilandaflug; pakkaferðir, áætlunar-, leigu- eða netflug, hjá þeim ferðaskrifstofum og flugfélögum sem taka við ávísuninni, hvert sem ferðinni er heitið Sæktu um MasterCard kort með ferðaávísun* í hvaða banka eða sparisjóði sem er og þín bíður 5.000 króna ferðaávísun við afhendingu korts. Í hvert skipti sem þú notar kortið aukast líkurnar á að þú vinnir 500.000 króna ferðaávísun til að fara í þína draumaferð. Nú er því rétti tíminn til að fá sér MasterCard. *Fylgir ákv. kortategundum „Þeir sem stjórna hér þurfa að fara að komast að því að það eru fleiri sem þurfa að lifa af á Íslandi en verðbréfa- miðlar og ráðamenn,“ segir Birgir Hólm Björgvinsson sjómaður, spurður um hvað honum finnist um verkfall kennara. „Það lifir enginn á 150 þúsund kallin- um nú á dögum. Ég ætla að vona að kennararnir standi sig enda er þetta kjarabarátta sem þarf að heyja. Ég er hrifinn af því sem kennarar eru að gera og samtakamáttur þeirra er mikill,“ segir Birgir. „Kennararnir virðast standa allir sem einn í þessari deilu og mættu aðrir taka þá til fyrirmyndar. Allir launþegar ættu að gera það,“ segir hann. Birgir segist vona að kennarar fái kröfur sínar uppfylltar í deilunni. Þeir eigi fyllilega skilið þá hækkun sem þeir eru að fara fram á. Aðspurður segir Birgir það fáránlegt ef sett yrðu lög gegn verkfallinu. „Við höfum oft orðið fyrir þessu sjálfir, sjómenn, og lent í miklum slag vegna þess,“ segir Birgir. „Það stendur aldrei á þingmönnum og ráðherrum þegar þeir þurfa hærri laun sjálfir. Þá rennur allt í gegn og enginn segir orð. En þegar einhver, eins og kennarar, ætlar að fá meira salt í graut- inn verður allt vitlaust. Ráðamenn ættu að hugsa sinn gang,“ segir Birgir. „Sveitarfélögin verða að leggja fram meira fé til skólanna. Þau eru búin að gera samning við ríkið og sá samning- ur á að standa. Það þýðir ekki fyrir sveitarfélögin að væla vegna þess og kenna öðrum um að ekki sé hægt að leysa deiluna,“ segir Birgir. -sda HEILBRIGÐISMÁL Það kostar 95 þús- und krónur að kryfja lík á Land- spítala – háskólasjúkrahúsi. Inni- falið er líkskurður, vefjarann- sóknir, sýkla- og veirurannsóknir, skýrslugerð og samskipti málsað- ila. Magaspeglun kostar hins vegar 6.152 krónur og viðtal og skoðun augnlæknis 2.700 krónur. Þetta og fleira kemur fram í gjaldskrá LSH og miðast verð við staðgreiðslu eða greiðslu með kreditkorti. Sé ekki greitt við komu á spítalann bætist við 300 króna innheimtukostnaður. Þurfi að leiða barnsfaðernis- mál til lykta á rannsóknarstofu spítalans í réttarlæknisfræði getur séð á pyngjunni. Séu þrír aðilar til rannsóknar, þ.e. barn, móðir og einn karl, kostar rann- sóknin 110 þúsund. Þurfi að rann- saka blóð úr fleiri körlum kostar það 12.500 krónur á mann. Röntgenmyndatökur geta líka kostað sitt, eða allt frá 2.152 krónum og upp í 18 þúsund. Fer gjaldið eftir fjölda mynda og þeim líkamshlutum sem myndaðir eru. Þurfi hjón að leita sér meðferðar á geðsviði spítalans þurfa þau að reiða fram 5.575 krónur fyrir hvert skipti og er þá miðað við einnar og hálfrar stundar viðtal í senn. Foreldraviðtal hjá barna- geðlækni er tæpum þúsund krónum dýrara. Kostnaður við að tjasla saman nefbroti nemur rúmum fimm þúsund krónum, viðtal og skoðun nýrnalæknis kostar 3.227 krónur en sami pakki hjá húð- og kyn- sjúkdómalækni er fimm hundruð krónum ódýrari. Ofantalið miðast við fólk sem er sjúkratryggt á Íslandi. Öryrkj- ar, aldraðir og börn greiða minna og dágóður afsláttur fæst ef sjúklingar bera afsláttarkort. Sé fólk ekki sjúkratryggt þarf það að reiða fram háar fjárhæðir fyrir þjónustu spítalans. Sólar- hringsdvöl á gjörgæslu- og vöku- deildum LSH kostar 244.000 en gjaldið er talsvert lægra sé legið á öðrum deildum. Verð einstakra aðgerða getur svo numið frá rúm- um 90 þúsund krónum upp í rúm þrettán hundruð þúsund. Allt eftir eðli og umfangi. bjorn@frettabladid.is 20 22. október 2004 FÖSTUDAGUR „Við erum rétt að jafna okkur á þessu,“ segir Jón Þór Lúðvíksson, liðsmaður slökkviliðsins í Ólafsvík, sem hefur staðið í stórræðum undanfarið. „Menn eru allir lurkum lamdir eftir þessi læti og eru rétt að átta sig á hlutunum. Ég hef aldrei lent í eins slæmu veðri á ævinni og nóttina sem bruninn varð að Knerri í Breiðuvík á Snæfellsnesi. Það versta var að þetta kom úr öllum áttum. Menn vissu aldrei á hverju þeir áttu von.“ Þetta hefur verið annasamt haust hjá slökkviliðinu að sögn Jóns. Fiskverkunin Klumba brann 18. september og brun- inn í Knerri var 18. október. „Já, mánað- ardagurinn 18. virðist vera eitthvað slæmur dagur.“ Á dögunum var samæfing á norðan- verðu Nesinu, sem í tóku þátt Grundar- fjörður, Stykkishólmur og Ólafsvík. Æfingin fór fram að Gufuskálum. „Þar nýttum við okkur æfingaraðstöðu sem Landsbjörg er komin með. Þetta er svakalega fín aðstaða. Jón Þór er bakarameistari að aðalstarfi. „Það er allt fínt að frétta úr brauðgerð- inni. Þetta er orðið 50 ára fyrirtæki, sem heitir Brauðgerð Ólafsvíkur. Við sendum líka brauð til Grundarfjarðar og á Hellissand. Formbrauðin seljast alltaf vel, en svo eru Lúlla – brauðin náttúrlega einkennismerki Ólafsvíkur. Þau eru kölluð eftir föður mínum sem rak bakaríið á sínum tíma. Þetta eru brauð með kúmeni. Rúgbrauðin hans eru fræg líka, besta rúgbrauð í heimi segja þeir hér. En uppskriftirnar að þessum brauðum eru að sjálfsögðu at- vinnuleyndarmál.“ LÆKNAÐ Það er vissara að hafa veskið með sér á spítalann. Viðvik af ýmsu tagi kosta sitt. „Það stendur aldrei á þing- mönnum og ráðherrum þegar þeir þurfa hærri laun sjálfir.“ GRÆNA KORTIÐ KOSTAR 4.500 KRÓNUR. Græna kortið gildir á öllu þjónustusvæði Strætó bs. í mánuð frá útgáfudagsetningu. Krufning kostar 95.000 Það getur kostað sitt að leita sér lækninga á spítala. Sjúklingar geta þurft að reiða fram háar upphæðir. Fólk sem ekki er sjúkratryggt á Íslandi þarf að borga allt að þrettán hundruð þúsund krónur fyrir aðgerð. HVAÐ KOSTAR ÞAÐ? BIRGIR HÓLM BJÖRGVINSSON SJÓMAÐUR Skilur kennara FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Bakarameistari og brunaliðsstjóri HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? JÓN ÞÓR LÚÐVÍKSSON GUÐNI NAGAR STRÁ Íslenska stráið kemur ekki til greina sem þjóðarblóm þótt fagurt sé. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Þjóðarblómið: Biðin á enda NÁTTÚRA Þjóðarblómið verður kynnt þjóðinni við hátíðlegt tæki- færi í dag. Leit hefur staðið yfir frá því í vor og nú liggja niður- stöður fyrir. Bæði sérfræðingar og almenningur hafa látið sig málið varða og eftir ótal ábend- ingar stóð valið á milli sjö jurta; blágresis, blóðbergs, geldinga- hnapps, gleym-mér-ei, holtasól- eyjar, hrafnafífu og lambagrass. Landbúnaðarráðherra kunn- gjörir niðurstöðuna og í kjölfarið flytur forseti Íslands ávarp. - bþs Áramót í útlöndum: Ekkert skaup FERÐALÖG Fjöldi Íslendinga kýs að verja áramótunum í útlöndum fjarri áramótabrennum og skaupi. Flestar ferðaskrifstofur bjóða upp á ferðir til Kanaríeyja um áramót og hefur þegar selst upp í margar þeirra. Á vegum Heimsferða er boðið upp á áramótaferð til Zurich í Sviss sem er annáluð fyrir létta og skemmtilega áramótastemn- ingu og tilkomumikla flugeldasýn- ingu. Tómas J. Gestsson, markaðs- stjóri Heimsferða, sagði viðtök- urnar afar góðar en sjálfur hefur hann ekki gert upp við sig hvar hann verji áramótunum. - bþs KENNARAVERKFALLIÐ SJÓNARMIÐ ÁRAMÓT Í REYKJAVÍK Margir fagna nýju ári í útlöndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.