Fréttablaðið - 22.10.2004, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 22.10.2004, Blaðsíða 56
44 22. október 2004 FÖSTUDAGUR SEK Rokkekkjan Courtney Love Játaði fyrir dómara að hafa kastað hljóðnemastandi í og barið mann á tónleikum í næturklúbbi í New York fyrr á árinu. ■ TÓNLIST Ein helsta poppsveit landsins, Sálin hans Jóns míns, er að koma aftur saman eftir níu mánaða frí. Herlegheitin hefjast 6. nóvember á Nasa. Guðmundur Jónsson, gítar- leikari Sálarinnar segir þetta frí kannski með lengra lagi, en þeir hafi þó verið mjög uppteknir frá aldamótum. “Við erum búnir að gefa út þrjár plötur, staðið fyrir söngleik og ég veit ekki hvað og hvað. Það var komin dálítil þreyta í mannskapinn þannig að við tókum frí og erum endurnærðir núna.“ Sálin gaf nýverið út lagið Tíminn og við sem er farið að hljóma á öldum ljósvakans. Lagið er eftir Guðmund en textinn eftir Stefán Hilmarsson. „Við vorum með helling af lögum til að velja úr,“ segir Guðmundur. „Þó að þetta lag sé kannski ekki mjög létt þá hefur það skemmtilegar ryþmapælingar. Textinn er líka góður hjá Stebba. Við erum búnir að missa vini og mentora undan- farið,“ bætir hann við og á þar við Rafn Jónsson, einn af stofn- endum Sálarinnar og Pétur Krist- jánsson, sem söng lagið Krókur- inn með sveitinni. Létust þeir báðir ekki alls fyrir löngu. „Þetta hefur fengið okkur til að hugsa um að nýta betur tímann sem við fáum. Þeir voru báðir í fullu fjöri og það var nóg af efni sem þeir ætluðu að gera. Svona lagað sparkar í mann.“ ■ The Strokes vinn- ur að nýrri plötu Bandaríska rokkhljómsveitin The Strokes er þegar byrjuð að taka upp þriðju plötu sína í nýju æfingahljóðveri sem sveitin hefur komið sér upp í New York. Sveitin vinnur sem fyrr með upptökustjóranum Gordon Raph- ael til að fylgja eftir plötunni Room on Fire sem kom út í fyrra. Meðlimir The Strokes segjast samt nálgast upptökurnar á annan hátt en áður. „Við ætlum að gera hlutina á réttan hátt í þetta skipti og ætlum ekki að flýta okkur með neitt,“ segir Julian Casablancas, söngv- ari sveitarinnar, í samtali við tón- listartímaritið NME. „Platan má ekki hljóma eins og fyrstu tvær plöturnar. Ég vil að hún verði öðruvísi svo við þurfum að hugsa okkar gang og vinna að nokkrum hlutum. Við ætlum að gefa okkur tíma til að finna rétta hljóminn í stað þess að telja bara í og taka upp.“ Samkvæmt heimildum NME er sveitin þegar búin að taka upp fjögur til sjö lög. Söngvarinn gaf til kynna að platan gæti komið út á næsta ári. „Ég vona að það taki ekki fimm ár að vinna hana. Ég veit ekki hversu hratt við munum vinna – kannski tekur það þrjá mánuði, kannski sex. Ég er ekki viss.“ ■ THE STROKES Sveitin er þegar byrjuð að vinna að næstu plötu, sem vonandi verður til- búin næsta sumar. SÁLIN Sálin hefur verið ein vinsælasta poppsveit landsins undanfarin ár. ■ TÓNLIST Nýtt lag og tónleikaferð VEITINGAHÚS BÝÐUR UPP Á ÍSLENSKT JÓLAHLAÐBORÐ 2004 Hveragerði Selfoss IngólfsfjallINGÓLFSSKÁLI 1 374 Upplýsingar og borðapantanir Básinn / Ingólfsskáli veitingahús Efstalandi Ölfusi • Sími: 483-4160 & 483-4666 • Fax: 483-4099 • E-mail: basinn@islandia.is • Heimasíða: www.basinn.is Í glæsilegum sal Ingólfsskála bjóðum við upp á sanna íslenska jólastemmingu á komandi aðventu. Komið og njótið okkar margrómaða jólahlaðborðs í notalegu umhverfi. Tökum vel á móti öllum, starfsmannafélögum, klúbbum, hópum og einstaklingum. SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.