Fréttablaðið - 22.10.2004, Side 15

Fréttablaðið - 22.10.2004, Side 15
15FÖSTUDAGUR 22. október 2004 ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S B LO 2 62 42 10 /2 00 4 Líka í Kringlunni verð Blómaval þakkar frábærar móttökur í Kringlunni. Öll Blómavalstilboð eru líka í Kringlunni. Evrópskt BLÓMamarkaður 5 stk. krýsi 999kr. 5 stk. gerberur 999kr. Skrautpipar 499kr. Burkni 299kr. 10 stk. rósir 990kr. Nóvember kaktus 499kr. 5 stk. statikur 999kr. UMHVERFISMÁL Heldur hefur þok- ast í átt til samkomulags milli sveitarstjórnar Ölfuss og stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, að sögn Hjörleifs Brynjólfssonar, oddvita sveitarstjórnar Ölfuss. „Við höfum átt í viðræðum við stjórn sorpstöðvarinnar,“ sagði Hjörleifur. „Málið stendur þannig núna að þessu hefur miðað áfram. Menn hafa átt í ágætisviðræðum. Þeim er kannski ekki alveg lokið en þær eru í gangi.“ Sveitarstjórn Ölfuss, sem hefur skipulagsvald á svæðinu, tilkynnti fulltrúum aðildarsveit- arfélaganna fyrir skömmu, að stöðinni yrði lokað 25. október ef ekki hefði náðst samkomulag um úrbætur samkvæmt deiliskipu- lagi. Þá tilkynnti sveitarstjórnin, að innheimta dagsekta yrði jafn- framt hafin, en þær næmu nú ríf- lega 40 milljónum króna. Deilan snýst um hæð sorpfjallsins, sem sagt er orðið 3 - 7 metrum of hátt. Hjörleifur kvaðst ekki vilja tjá sig um hvaða lausnir væru á borðinu. Aðildarsveitarfélögun- um yrði kynnt samkomulagið þegar það lægi fyrir. - jss FÉLAGSMÁL Daufblindir fengu ný- verið myndarlegan styrk að upp- hæð 1,4 milljónir króna. Það var Líknar- og menningarsjóður Net- bankans-sparisjóðs sem veitti styrkinn. Hann skal nýta til að efla tölvu- og tæknikunnáttu fé- lagsmanna. Tölvan getur opnað daufblindu fólki nýjan heim og gert því kleift að taka betur þátt í því sem er að gerast í samfélaginu. Einstaklingur er daufblindur ef hann er hvort tveggja alvarlega sjón- og heyrnarskertur. Sumir daufblindir eru algjörlega blindir og heyrnarlausir en aðrir hafa ör- litla sjón og heyrn. ■ SAMNINGUR UNDIRRITAÐUR Sigurður E. Ragnarsson, framkvæmdastjóri byggingasviðs BYKO og Jón Loftsson skóg- ræktarstjóri skrifuðu undir samninginn um fjárstuðning við viðarnýtingarnefnd. Austurland: Stutt við skógrækt SKÓGRÆKT Jón Loftsson skógrækt- arstjóri og Sigurður E. Ragnars- son, framkvæmdastjóri bygginga- sviðs BYKO, hafa skrifað undir samning um fjárstuðning BYKO við viðarnýtingarnefnd skógrækt- argeirans. Stuðningur BYKO nemur 1,5 milljónum króna á ári og er ætlaður til fræðslu, vöru- þróunar og markaðssetningar skógarafurða. Sjö sitja í viðarnýtingarnefnd, fulltrúar allra skógræktenda og tilnefnir BYKO tvo nefndarmenn, þar á meðal formann. Nefndinni er ætlað að leita leiða til að þróa, framleiða og markaðssetja vörur úr skógarafurðum. - eg ÁVÍSUN AFHENT Benedikt Eyjólfsson, framkvæmdastjóri hjá Bílabúð Benna, afhendir Sveini Guð- mundssyni, formanni Skátasambands Reykjavíkur, ávísun. Úlfljótsvatn: Skátarnir fá 400 þúsund STYRKUR Bílabúð Benna hefur ákveðið að styrkja skátahreyfing- una um 400 þúsund krónur og renna peningarnir í útilífsmiðstöð skáta að Úlfljótsvatni. Útilífsmiðstöðin að Úlfljóts- vatni er fræðslu- og útilífssetur. Þar eru haldin margvísleg nám- skeið á vegum skátahreyfingar- innar og skátar fara í útilegur á staðinn jafnt sumar sem vetur. Þá hafa skátar byggt útilífsmiðstöð- ina upp með það í huga að unnt sé að halda þar fjölmenn útilífsmót fyrir þúsundir þátttakenda með nauðsynlegum tjaldflötum, hrein- lætisaðstöðu og margvíslegri afþreyingu. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E LM A G U Ð M U N D SD Ó TT IR Viðræður um Sorpstöð Suðurlands: Þokast í átt til samkomulags Mikilvægt framlag: Veglegur styrkur til daufblindra ÁNÆGÐAR MEÐ STYRKINN Guðlaug Erlendsdóttir, formaður Dauf- blindrafélagsins, og Þórey Ólafsdóttir, ráð- gjafi hjá Daufblindrafélaginu. RÆTT UM SORPVANDA Sorpfjallið er orðið hátt og umfangsmikið eins og sést á myndinni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.