Fréttablaðið - 25.10.2004, Síða 38
22 25. október 2004 MÁNUDAGUR
„Nýju lögin eiga að skapa meira
öryggi og festu á fasteignamark-
aðnum. Þau gera stórauknar
kröfur til menntunar og reynslu
fasteignasala og við bindum mikl-
ar vonir við að það skili betri og
traustari vinnubrögðum innan
stéttarinnar,“ segir Björn Þorri
Viktorsson, formaður Félags fast-
eignasala, um ný lög um fasteigna-
sala sem tóku gildi 1. október síð-
astliðinn. Hann segir að nú verði
stúdentspróf skilyrði til að komast
á námskeið til löggildingar fast-
eignasala, svo og 12 mánaða
starfsreynsla. Skipuð hafi verið
prófnefnd sem móta muni sérstakt
námskeið fyrir verðandi fasteigna-
sala í samvinnu við Háskóla Ís-
lands. Lögin rýmka líka reglur um
stofnun útibúa. Nú má fasteigna-
sala stofna útibú innan síns sveit-
arfélags, sem áður var bannað.
Hins vegar hafa faglegar kröfur í
útibúunum aukist með tilkomu lag-
anna þannig að þar verður nú að
vera starfandi löggiltur fasteigna-
sali eins og á öðrum fasteignasöl-
um. „Annars væri þetta bara eins
og að koma á tannlæknastofu þar
sem væri enginn tannlæknir,“
segir Björn Þorri til skýringar.
Fyrirtæki í fasteignaviðskipt-
um þurfa að vera í eigu löggiltra
fasteignasala, að minnsta kosti að
meirihluta til, og lögin ná líka yfir
meðferð fjármuna því hér eftir
verður fé viðskiptavina haldið að-
skildu frá eigin fé fasteignasölunn-
ar. Þá kveða þau á um virkt eftirlit
með fasteignaviðskiptum. Þriggja
manna eftirlitsnefnd sem í eiga
sæti lögmaður, endurskoðandi og
löggiltur fasteignasali mun heim-
sækja allar fasteignasölur reglu-
lega og hefur nefndin vald til að
veita fasteignasölum áminningu,
svipta þá löggildingu og jafnvel
loka skrifstofum þeirra ef um al-
varleg brot á viðskiptareglum er
að ræða. „Við vonumst til að með
nýju lögunum verði sú lausung
sem viðgengist hefur í starfs-
mannahaldi í starfsgreininni ein-
nig upprætt. Þar hefur verið tals-
vert um ágóðatengda verktaka-
vinnu en nú verður hún í raun
bönnuð.“
gun@frettabladid.is
Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignasala, bindur miklar vonir við nýju
lögin.
Ný lög um fasteignasala:
Eiga að skila traustari
vinnubrögðum
Helgi Bjarnason er framkvæmdastjóri Draumahúsa.
Nafn og vinnustaður: Helgi Bjarnason
viðskiptafræðingur, starfar sem fram-
kvæmdastjóri Draumahúsa sem voru
að flytja fyrir skömmu í Mörkina 4.
Hversu lengi hefur þú verið fast-
eignasali? Draumahús tóku til starfa í
febrúar 2004 og það var í fyrsta sinn
sem ég hafði bein afskipti af fasteigna-
sölu. Áður vann ég í öryggisgeiranum.
Hvers vegna fórstu í fasteigna-
bransann? Ég sá tækifæri til að
bjóða seljendum og kaupendum nýja
og betri þjónustu á fasteignamark-
aðnum. Draumahús brutu blað í sögu
fasteignaviðskipta á Íslandi og ég vil
hjálpa fólki að spara og koma sem
best út úr fasteignaviðskiptunum.
Skemmtilegast við starfið? Skemmti-
legast er að sjá hversu glaðir við-
skiptavinir okkar eru þegar þeir spara
sér stórfé með því að selja hjá okkur.
Aðalsparnaðurinn er fólginn í fastri
söluþóknun þar sem allt er innifalið.
Fyrsta eignin sem þú seldir? Blokk-
aríbúð í Álftamýri sem fékk sölu-
þóknunina gefna í tilefni opnunar
Draumahúsa.
Uppáhaldshverfið? Að gera upp á
milli hverfa á höfuðborgarsvæðinu
er mér bara lífsins ómögulegt. Það
er lífleg sala hjá okkur í öllum hverf-
um höfuðborgarsvæðisins, þannig
að ég geri ráð fyrir að hver og einn
kaupandi finni sjarmann í sínu
hverfi.
Hvar myndir þú vilja búa ef ekki í
Reykjavík? Ég bý í Mosfellsbæ, hef
búið þar í fjögur ár og kann mjög vel
við mig.
Flottasta húsið? Mér finnst erfitt að
dæma um það. Mér finnst hús sem
er að verða að heimili viðskiptavinar
alltaf fallegast. Flottasta húsið er ekki
hús heldur tilfinning, eiginlega húsið
sem ég var að selja núna rétt áðan.
Hvernig myndir þú lýsa þinni íbúð?
Ekki til sölu núna en þegar hún fer á
sölu verða hringmyndir af henni á
netinu til að kaupendur sjái sjálfir
hvernig hún lítur út.
Helgi Bjarnason hjá Draumahúsum:
Flottasta húsið er heimili
SÖLUMAÐUR VIKUNNAR
ATH Skoðun eignarinnar er ekki skuldbinding til sölu.
Landið
Selfoss-Hörðuvellir. Nýkomið í
sölu einkar glæsilegt 365 fm einbýli auk 42
fm bílskúrs á besta stað á Selfossi. Fallegar
innréttingar og gólfefni. Nánari uppl. á skrif-
stofu. Verð tilboð.
3ja herb.
ANDRÉSBRUNNUR -
GRAFARHOLT
3JA heb. íbúð á 2. hæð ásamt stæði í bílageymslu.
Rúmgóð stofa með útgangi út í garð, geymsla og
þvottahús innan íbúðar, rúmgott opið elhús, baðher-
bergi flísalagt í hólf og gólf.Verð: 16,9 millj. ákv: ca 12
millj.
2ja herb.
DIGRANESVEGUR.- SUÐ-
URHLÍÐAR KÓP.
Mjög rúmgóð 2ja herb. 89 fm neðri sérhæð
með sérinngangi og suður garði. Nýlegt
parket á stofu, herb. og eldhúsi. Flísalagt
baðherb. Snyrtileg hvít innr. Þvottahús og
geymsla innaf íbúð. Mjög góð eign á sólrík-
um stað. V. 13.9 m.
Sumarbústaðir
SUMARHÚS - KLAUSTUR.
Skemmtilega hannaður 60,8 fm sumarbústaður í landi Efri Víkur
við klaustur.Byggður 2004 FULLINNÉTTAÐUR MEÐ ÖLLUM
HÚSGÖGNUM Stutt í veiði, einstakt útivistarsvæði. Verð 8,4 millj.
Uppl. gefur Ólafur í S:530-4600/ 864-1243
Atvinnuhúsnæði
ÞINGHOLTSSTRÆTI Glæsilegt
468,5 fm húsnæði sem er ný tekið í gegn að
innan.
Húsnæðið er á tveimur hæðum. Hentar afar
vel fyrir félagasamtök eða annan atvinnu-
rekstur. Ýmis skipti ath. Allar nánari uppl
á skrifstofu.
IÐNBÚÐ GARÐABÆ Í einkasölu
573 fm atvinnuhúsnæði og tvær íbúðir 72
fm hvor íbúð.
Um er að ræða heila húseign með stóru
malbikuðu plani. Gott langtímalán. V. 56 m.
ATVINNUHÚSNÆÐI -
VAGNHÖFÐI.
Gott 240 fm atvinnuhúsnæði + 60 fm
geymsla í kjallara á þessum vinsæla stað á
Höfðanum. Mikil lofthæð, gott bílsatæða-
pláss. TILBOÐ ÓSKAST. Uppl gefur Ólafur
í S:530-5600/ 864-1243
Sigurður Örn Sigurðason löggiltur fasteignasali
ÓSKALISTINN
Höfum ákveðna kaupenur að
eftritöldum eignum:
––––––––––
3ja herbergja íbúð á svæði 101.
má þarfnast lagfæringar.
––––––––––
Fjársterkir kaupendur óska eftir
150 til 200 fermetra hæð eða
húsi í Fossvogi.
–––––––––––-
3ja til 4ra herbergja íbúð í bökk-
unum verð allt að 13 milj.
–––––––––––-
Rað eða parhúsi í Seljahverfi v.
allt að 26 millj fyrir gott hús.
–––––––––––-
Vantar 4-5 svefniherbergja hús,
íbúð eða hæð hellst í kringum
Langholtsskóla verð allt að 20
milj.
–––––––––––––––-
Vantar einbýlishús í Grafarvogi
verð allt að 35 millj.
–––––––––––––––-
Birnu vantar 4 herbergja íbúð í
Kópavogi, hellst í kringum
smárahverfið, verður að vera á
jarðhæð. Verð allt að 18 millj.
––––––––––––––––
Lindu vantar 4ra herbergja íbúð
í sala eða lindahverfi hellst með
bískýli.
––––––––––––––––
Bergþóru vantar 4ra svenih.
húsnæði á svæðinu í kringum
Hvassaleitisskóla. Svæði 103
eða 108. Verð allt að 25 mill.
SELJENDUR
FASTEIGNA ATH.
Vegna mikillar sölu hjá okkur und-
anfarið vantar okkur allar stærðir
og gerðir af eignum á skrá.
Framundan er er mjög lífleg tíma-
bil í fasteignaviðskiptum þarsen
nýir valkostir í lánamálum standa
til boða.. Ef þú ert að huga að sölu
á fasteign þinni vinsamlegast
hafðu samband við okkur hjá
EIGNALISTANUM. Við komum til
þín skoðum og verðmetum eign-
ina og ræðum sölumöguleika.
ATH Skoðun eignarinnar er ekki
skuldbinding til sölu.
SKIPASUND: Mjög snyrtileg efsta
hæð í þríbýlishúsi.Sérinngangur. Tvö svefni-
herbergi, stofa og borðstofa. Stórt eldhús
með nýlegri innréttingu, gott flísalagt bað-
herbergi með nýlegri innréttingu og sturtu-
klefa. V: 15,9 millj.
KRISTNIBRAUT- GRAFAR-
HOLTI Mjög skemmtilega skipulögð 4ra
herb. íbúð á jarðhæð í þessu barnvæna
hverfi. 3 svefniherbergi, stórt baðherbergi,
þvottahús innan íbúðar og afgirt verönd út
frá stofu.V: 20,5 millj.
EIGNALISTINN
VANTAR ALLAR GERÐIR AF
EIGNUM Á SÖLUSKRÁ OKKAR
Íbúðir - Hús - Hæðir- Iðnaðarhús-
næði - Fyrirtæki - Sumarhús -
Sumarhúsalóðir.
MIKIL SALA, MIKIÐ FJÖR,
EIGNALISTINN ÖRUGG MIÐLUN
FASTEIGNA
Sigurður Ö. Sigurðarson
viðsk.fr. og lögg.fast.
Ágústína G. Pálmarsdóttir
skjalavinnsla
Guðfinna Sverrisdóttir
ritari
Ólafur Þór Gíslason
sölumaður
Gsm 864 1243
Kolbrún Eysteinsdóttir
viðsk.fr.
Sími 530 4603