Fréttablaðið - 25.10.2004, Síða 49
Í Fréttabl. 29. sept. sl. skrifaði
Kristinn Þór Jakobsson viðskipta-
fræðingur hugleiðingar sínar um
„sýndarverkföll“ sem ættu að koma
í stað verkfalla eins og hafa tíðkast
en þar er meginmarkmiðið að fara í
verkfall án þess að leggja niður
störf, þá heitir það ekki lengur verk
- fall þ.e. að fella niður verkin. Hann
bendir réttilega á að það eru börnin
okkar sem tapa miklu en þó tel ég að
metnaðarfullur kennari muni reyna
að lágmarka þann missi eins mikið
og kostir leyfa þegar við mætum til
starfa. Hitt er annað að það að fara í
verkfall er neyðarbrauð, það vill
enginn vera í verkfalli en við höfum
engin önnur úrræði þar sem nú er í
deilu kennara og sveitarfélaga búið
að ræða saman í marga mánuði en
ekkert gengið til þessa. Ég efast
stórlega um að það sem Kristinn tel-
ur ákjósanlegt, þ.e. að fara í sýndar-
verkfall, muni leiða til samninga á
einum degi eða tveim. Ég get ekki
séð að jafnræði yrði á milli samn-
ingsaðila því þó að kennarar haldi
áfram að starfa launalaust og sveit-
arfélögin greiði þó jafngildi laun-
anna í einhvern sjóð eða sjóði þá get
ég ekki séð að það skipti nokkru
máli fyrir sveitarfélögin hverjum
þeir greiða aurana sem kennararnir
vinna hvort sem er fyrir.
Kristinn er einnig enn að velta
sér upp úr digrum verkfallssjóði
kennara sem hann segir vera ójafn-
an leik á milli samningsaðila að hafa,
því kennarar geti verið í verkfalli
nokkuð lengi þar sem þeir fá svo
mikið úr „digrum sjóði“ sínum. Hluti
þeirra gjalda sem við greiðum til
stéttarfélaga rennur í þennan sjóð
svo að þegar og ef til verkfalls kem-
ur þá fáum við til baka af þeim
peningum og þ.a.l. eru kennarar bún-
ir áður að leggja sitt af mörkum í
starfi til að eiga rétt til þessara
„launa“. Í Fréttablaðinu 20. okt. sl.
svarar Kristinn fyrri grein minni um
þetta efni en þó aðeins að hluta og út-
skýring hans sagði mér nákvæmlega
ekkert í viðbót sem mætti auka
skilning á þessu fyrirbæri.
Í umræðu síðustu vikna hefur
heyrst að kennarastéttin ætti að
taka sér til fyrirmyndar aðferðir
verkafólks í vinnudeilu! Verkafólk í
dag fer ekki lengur í verkfall, ekki
vegna viljaleysis heldur er búið að
eyðileggja alla samstöðu meðal
verkafólks. Ef fólk samþykkir verk-
fall eða er með launakröfur á hend-
ur vinnuveitanda þá er því sagt að
það geti farið eitthvert annað í vinnu
og erlent starfsfólk ráðið í þeirra
stað. Aðferðir forystu verkafólks í
kjaraviðræðum fela í sér að lág-
marka áhættu fólks, betra er að hafa
nokkrum krónum minna í umslagið
en enga vinnu. Ég tel að það að fara
í verkfall sé slæmur kostur en verra
sé þó að láta berja sig til hlýðni.
Hvað varðar skoðun Kristins um
meinta þröngsýni mína og gamal-
dags hugsunarhátt, þá á sú fullyrð-
ing að hluta til rétt á sér. Ég tel mig
ekki þröngsýna og hef haft að leiðar-
ljósi ýmsar breytingar sem ég vildi
gjarnan koma á innan skólakerfis-
ins, t.a.m. að auka verknám. Hvað
varðar þá skoðun Kristins að ég sé
gamaldags þá er það alveg rétt, það
er svo margt sem hægt er að læra af
fyrirrennurum okkar. Við þurfum
ekki að henda því út sem hefur
reynst vel aðeins til að breyta. ■
Efast um árangur sýndarverkfalla
17MÁNUDAGUR 25. október 2004
Að taka frá
öðrum
Bíræfni háskólanema virðist lít-
inn endi ætla að taka. Formaður
stúdentaráðs sagði á síðum Frétta-
blaðsins að það væri forkastanlegt
að hækka gjöld á nemendur því
þar væri verið að taka fé úr vasa
nemenda fyrir menntun þeirra. Á
þessu má skilja að það sé kannski
bara dónaskapur af vinnandi fólki
að vilja eiga sjálfsaflafé sitt og
telja það undarlegt að fólk á borð
við formann stúdentaráðs reyni
með ráðum og dáð að ná því úr
vasa þess til að greiða fyrir eigin
menntun? Þeir sem mennta sig
kjósa að gera það, slíkt val gefur
þeim engan rétt til peninga ann-
arra. Á sama hátt gefur val verka-
mannsins um að fara til útlanda
honum engan rétt á að taka fé úr
vasa annarra til að greiða undir
sig til útlanda. Hins vegar er það
svo að menntun eykur oft mögu-
leika hvers og eins til að fá hærri
tekjur í framtíðinni. Það er því
sjálfsagt og eðlilegt að nemendur
greiði fyrir nám sitt sem mest
sjálfir. Það þarf ekki að taka fé úr
vasa neins með valdi. Val hefur í
för með sér kostnað. Nám kostar
peninga sem nemendur, neytend-
ur menntunar, eiga sjálfir að
borga.
Höfundur er framkvæmda-
stjóri Frjálshyggjufélagsins.
FRIÐBJÖRN ORRI KETILSSON
SKRIFAR UM STÚDENTARÁÐ
AF NETINU
UMRÆÐAN
RAGNHILDUR L. GUÐMUNDS-
DÓTTIR FÉLAGSFRÆÐINGUR OG
KENNARI SKRIFAR UM VERKFÖLL
SENDIÐ OKKUR LÍNU
Við hvetjum lesendur til að senda okk-
ur línu og leggja orð í belg um málefni
líðandi stundar. Greinar og bréf skulu
vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tek-
ið á móti efni sem sent er frá Skoðana-
síðunni á visir.is. Þar eru nánari leið-
beiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni
birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í
báðum miðlunum að hluta eða í heild.
Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til
að stytta efni.
Hvar eru reikningarnir?
Jæja það var flokksstjórnarfund-
ur um síðustu helgi hjá Samfylk-
ingunni. ... Nú bíða menn eðlilega
spenntir eftir fréttum af reikning-
unum. Hverjir voru helstu stuðn-
ingsmenn Samfylkingarinnar á
síðasta almanaksári? Hverjir
lögðu mest í kosningasjóðinn fyrir
þingkosningarnar í fyrravor? ...
Þetta eru spennandi upplýsingar
sem geta auðvitað eytt alls kyns
kjaftagangi um hverjir séu helstu
bakhjarlar flokksins. Auðvitað
birtir nútímalegur jafnaðar-
mannaflokkur, sem hefur um-
ræðustjórnmál, þátttökustjórn-
mál og beint lýðræði að aðals-
merki, allar upplýsingar um þá
sem leggja í púkkið. Skárra væri
það nú. Það er að vísu liðin heil
vinnuvika án þess að fjölmiðlar
hafi spurt eftir þessum upplýsing-
um. Hvað liggur svo sem á? Er
ekki bókhald Samfylkingarinnar
hvort eð er opið allt árið? Geta
menn ekki bara skoðað það sjálf-
ir á vef Samfylkingarinnar?
Vefþjóðviljinn á andriki.is
Verkafólk í dag fer ekki
lengur í verkfall, ekki
vegna viljaleysis heldur er búið
að eyðileggja alla samstöðu
meðal verkafólks.
,,