Fréttablaðið - 25.10.2004, Side 50
„Sökum þess að ég fagna nú 20
ára söngafmæli mínu vildi ég
gera eitthvað skemmtilegt handa
sjálfum mér og setti saman efnis-
skrá sem er töluvert óvenjuleg og
kom henni til forstjóra Corcoran-
listamiðstöðarinnar í Washington
sem tók henni fagnandi,“ segir
Sigurður Bragason baritónsöngv-
ari sem hélt ásamt Hjálmi Sig-
hvatssyni tónleika í Armand
Hammer Auditorium í Corocan
Museum of Art í Washington, og
hlutu tónleikarnir mjög góða
dóma í Washington Post. „Söngur
Sigurðar sameinaði á sjaldgæfan
hátt hið nána og íhugula yfir-
bragð ljóðasöngvarans og þá
sjálfsöruggu návist og aðsóps-
mikið látbragð óperusöngvar-
ans,“ segir meðal annars í dómn-
um sem skrifaður er af einum
kröfuharðasta tónlistargagnrýn-
anda Bandaríkjanna, Dr. Cecilia
Porter, auk þess sem hún talar um
rödd Sigurðar sem dásamlega og
ákaflynda bassarödd. Efnisskráin
samanstóð af úrvali íslenskra
sönglaga eftir íslensk tónskáld.
„Verkin eru frá einu af okkar
elstu tónskáldum til eins þess
yngsta,“ segir Sigurður.
„Tónleikarnir voru haldnir í
afskaplega fallegum sal og voru
þeir mjög vel sóttir en að þeim
loknum bauð sendiráðið hér í
borg til móttöku,“ segir Sigurð-
ur. Icelandic USA-fisksölufyrir-
tækið bauð upp á íslenskar
sjávarafurðir og var kvöldið
sannarlega íslenskt því að auki
hafði Sigurður með í för upplýs-
ingarefni og geisladiska með ís-
lenskri tónlist. „Okkur var mjög
vel tekið í alla staði og hefur okk-
ur Hjálmi verið boðið aftur til
Washington-borgar á næsta ári
til að halda aðra tónleika,“ segir
Sigurður, sem er að vonum afar
ánægður. Áður en Sigurður og
Hjálmur héldu heim á leið komu
þeir við í New York og héldu tón-
leika í hinu glænýja Scandinavi-
an House í New York. „Við
kynntumst þar miklu af góðu
fólki og var voðalega gaman að
koma þangað,“ segir Sigurður.
Aðspurður um hvað sé á döf-
inni segir hann: „Tónverkamið-
stöðin ætlar að gefa út disk með
flutningi okkar á tónlistinni sem
við fluttum þarna úti og svo hefur
mér verið boðið að syngja í St.
Johns’s Smith Square-salnum í
London sem er einn virtasti tón-
leikasalurinn þar í borg,“ segir
Sigurður að lokum. ■
18 25. október 2004 MÁNUDAGUR
PABLO PICASSO
Listmálarinn sérlundaði fæddist á þessum degi
árið 1881, fyrir 123 árum.
Dásamleg og ákaflynd bassarödd
SIGURÐUR BRAGASON BARITÓNSÖNGVARI FAGNAR 20 ÁRA SÖNGAFMÆLI
„Ah, góður smekkur! Skelfilegur hlutur!
Smekkvísi er óvinur sköpunargáfunnar.“
- Það er líklega engu við þessa yfirlýsingu afmælisbarns dagsins að
bæta.
timamot@frettabladid.is
AFMÆLI
Ingibjörg Þorbergs, tónskáld og texta-
höfundur, er 77 ára.
Guðrún G. Bergmann er 54 ára.
Þorsteinn Bachmann, leikari og leik-
stjóri, er 39 ára.
ANDLÁT
Ágúst Marinó Þorsteinsson,
dvalarheimilinu Ási, lést 11 .október.
Guðný Ingunn Aradóttir, Kópnesbraut
5, lést 21. október.
Dr. George Washington Simons III, lést
18. október.
Stefán H. Ingólfsson, Melbæ 2, lést 21.
október.
JARÐARFARIR
13.30 Jón Arason Jónsson, Víðilundi 20,
Akureyri, verður jarðsunginn frá
Akureyrarkirkju.
15.00 Hans Henrik Schröder, Lauta-
smára 51, Kópavogi, verður jarð-
sunginn frá Kópavogskirkju.
15.00 Bergþóra Benediktsdóttir, Hlíðar-
húsum 3-5, Reykjavík, verður jarð-
sungin frá Grafarvogskirkju.
SIGURÐUR BRAGASON Baritónsöngvari söng í Corcoran-listamiðstöðinni í Washington á dögunum og hlaut þar fádæma góða dóma
frá einum harðasta tónlistargagnrýnanda Bandaríkjanna.
Breska rokkhljómsveitin Rolling
Stones kom fram í skemmti-
þætti Eds Sullivan á þessum
degi árið 1964 en þetta var í
fyrsta sinn sem sveitin birtist
bandarískum sjónvarpsáhorf-
endum.
Lagið (I Can’t Get No) Satisfact-
ion komst á topp bandarískra
vinsældarlista árið 1965 og síð-
an þá hafa Stónsararnir dælt út
vinsælum slögurum með nokk-
uð reglulegu millibili þó útgáfan
sé vissulega orðin nokkuð stop-
ulli á síðustu árum.
Félagarnir Mick Jagger og Keith
Richards stofnuðu sveitina árið
1962 og ekki leið á löngu þar til
þeir voru farnir að spila á bör-
um og í næturklúbbum við góð-
an orðstír víðs vegar um
London. Rolling Stones gáfu út
sína fyrstu smáskífu árið 1963
og urðu fljótt eyrnamerktir sem
and-Bítlar en útlit þeirra og lifn-
aðarhættir gerðu Bítlana einna
líkasta kórdrengjum.
Þrátt fyrir sukk og svínarí hefur
sveitin haldið dampi öll þessi ár
og þeir Jagger og Richards eru
enn uppistandandi og halda
áfram að rokka undir merkjum
Rolling Stones 42 árum eftir að
þeir stofnuðu hljómsveitina.
25. OKTÓBER 1964
Rolling Stones komu fram í banda-
rísku sjónvarpi í fyrsta sinn.
ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR
1400 Rithöfundurinn Geoffrey
Chaucer deyr, 57 ára að
aldri. Hann var fyrsti skáld-
ið sem var grafið í West-
minster Abbey.
1917 Bolsévikar undir stjórn
Leníns ná völdum í Rúss-
landi.
1955 The Tappan Company
kynnir örbylgjuofninn til
sögunnar.
1962 Adlai Stevenson, sendi-
herra Bandaríkjanna, sýnir
Öryggisráði Sameinuðu
þjóðanna ljósmyndir sem
sanna tilvist sovéskra eld-
flaugaskotpalla á Kúbu.
1962 Bandaríski rithöfundurinn
John Steinbeck hlýtur bók-
menntaverðlaun Nóbels.
1983 Bandarískir hermenn ráð-
ast inn í Grenada í kjölfar
stjórnmálaumbrota í land-
inu.
Stones hjá Ed Sullivan
Þorfinnur Ómarsson er 39 ára í dag.
Íhugar tertuboð
„Þetta er nú ekki mjög merkilegt
afmæli, seinni talan endar á níu,
og ég átti því ekki von á því að ein-
hver myndi veita afmælinu at-
hygli,“ sagði Þorfinnur Ómarsson
þegar blaðamaður hringdi í hann
til að spyrja hvað hann hygðist
gera í tilefni dagsins. „Annars
man ég aldrei hvað ég er gamall.
Ég man þegar ég var lítill polli og
var að þvælast með pabba sem
var með sjö börn og hann hitti
fólk sem benti á mig og spurði:
„Hvað er þessi gamall?“ Mér
finnst skrýtið að pabbi þurfti ætíð
að hugsa sig um og reikna í hug-
anum áður en hann svaraði. Í dag
skil ég þetta mjög vel, ekki síst
vegna þess að hann átti sjö börn.“
Þorfinnur segir enga reglu á
því hvort hann haldi upp á afmæli
sitt. „Það er misjafnt. Ég hef gam-
an af að hitta fólk og bjóða því
heim. En þar sem þetta er svo
óspennandi afmæli, og mánudag-
ur þar að auki, þá á ég ekki von á
því að ég haldi sérstaklega upp á
það. Og þó, kannski ég bjóði fjöl-
skyldunni í tertur um kvöldið.“
Þorfinnur vinnur í Háskóla Ís-
lands þar sem hann er verkefna-
stjóri MA-náms í blaða- og frétta-
mennsku og kennir tvo kúrsa í því
námi: fréttamennsku og vinnu-
brögð og siðareglur blaðamanna.
„Mesta kennslan er á þriðjudög-
um og miðvikudögum, þannig að
mánudagarnir eru mjög annasam-
ir hjá mér við undirbúning.“
kolla@frettabladid.is
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma
Bergþóra Benediktsdóttir
Hlíðarhúsum 3-5, Reykjavík
sem lést miðvikudaginn 13. október sl. verður jarðsungin frá
Grafarvogskirkju mánudaginn 25. október kl. 15.00.
Jenný Ásmundsdóttir, Guðmundur Benediktsson, Hildur Hanna
Ásmundsdóttir, Gylfi Jónsson, Jóhann Ásmundsson, Magnea Einars-
dóttir, Benedikt Grétar Ásmundsson, Kristín Jóhannesdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
ÞORFINNUR ÓMARSSON Afmælisdaginn ber upp á annasamasta dag vikunnar hjá
honum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
JE
TU
R
SJÓNVARPSDAGSKRÁ
VIKUNNAR »