Fréttablaðið - 25.10.2004, Page 54
22 25. október 2004 MÁNUDAGUR
FÓTBOLTI Endi var loks bundinn á
sigurgöngu Arsenal þegar liðið
mætti Manchester United á Old
Trafford í gær en Arsenal hafði
fyrir leikinn ekki tapað í 49 leikj-
um í röð. Tvö mörk United í seinni
hálfleik tryggðu liðinu þrjú mikil-
væg stig og juku um leið til muna
spennustigið á toppi ensku úr-
valdsdeildarinnar.
Leikur liðanna var afar harður
enda var dagskipun beggja þjálf-
ara að beita stífri pressu allan
tímann og reyna þannig að koma í
veg fyrir að hægt væri að setja
upp beittar sóknir. Var allur fyrri
hálfleikur í járnum og hafði dóm-
ari leiksins í nógu að snúast enda
hvergi meiri rígur þessa dagana
en milli þessara tveggja liða.
Raunveruleg tækifæri voru þó
ótrúlega fá með tilliti til sóknar-
manna þessara tveggja félaga.
Manchester United var sterkara
liðið í fyrri hálfleik og reyndi
fimm sinnum af einhverri alvöru
á markvörð Arsenal sem þó var
vandanum vaxinn. Að sama skapi
voru sóknarmenn Arsenal skeinu-
hættir en aðeins eitt skot þeirra í
fyrri hálfleik hitti rammann. Þar
stóð Roy Carroll vaktina með
prýði enda mikill orðrómur uppi
um að Alex Ferguson hyggist
kaupa sér nýjan markvörð.
Seinni hálfleikur tilheyrði
Arsenal að flestu leyti en skyndi-
sóknir United reyndu þó alvarlega
á styrka vörn liðsins. Það var úr
einni slíkri sem dómari leiksins
dæmdi vítaspyrnu á Campbell
fyrir að fella Rooney á 71. mínútu.
Var nokkuð augljóst í endursýn-
ingu í sjónvarpi að vítið var afar
harður dómur. Markið hafði hins
vegar úrslitaáhrif því United dró
sig í vörn og leikmenn Arsenal
drógu allt upp úr poka sínum sem
hægt var á þeirri stundu. Það dugði
þó ekki og á lokamínútu leiksins
eftir þunga sókn Arsenal komust
Rooney, Smith og Saha fram gegn
fámennri vörn Arsenal og sókn
þeirra lyktaði með marki Rooneys.
Arsene Wenger var stoltur af
sínum mönnum eftir leikinn en
fannst dularfullt hvað Riley dóm-
ari var samkvæmur sjálfum sér í
leiknum. „Vítadómurinn skipti
sköpum og það er undarlegt að
þetta sé raunin í hvert sinn sem
hann dæmir á Old Trafford.“ ■
ROTHÖGG UNITED Afmælisbarnið Wayne Rooney kom aldeilis við sögu í sigri Manchester á Arsenal. Brot á honum var tilefni víta-
spyrnu sem Ruud van Nistelrooy skoraði úr og skömmu fyrir leikslok bætti hann sjálfur öðru marki við.
Loks tapaði Arsenal
Eftir að hafa spilað 49 leiki án taps kom loks að því að hlutirnir gengju ekki Arsenal í hag í ensku úrvals-
deildinni. Liðið tapaði 2-0 fyrir erkifjendunum í Manchester United eftir umdeildan vítaspyrnudóm.
HEYRÐU NÚ MIG... Arsene Wenger átti
sitthvað vantalað við dómara leiks
Manchester United og Arsenal eftir leik lið-
anna í gær.
Arsene Wenger:
Óréttlætið
sigraði
FÓTBOLTI „Það er undarlegt hversu
auðveldlega Riley dómari gefur
þessar vítaspyrnur hér á Old Traf-
ford,“ sagði Arsene Wenger, stjóri
Arsenal, eftir tapleik liðsins gegn
Manchester United. Var hann
ósáttur við dómarann vegna víta-
spyrnudómsins sem að hans mati
skipti sköpum í leiknum. „Það sjá
allir sem horfa á upptökuna að
það var lítil sem engin snerting og
Rooney sjálfur fullyrti að varnar-
mennirnir hefðu ekki snert hann.“
Wenger féllst þó ekki á að tap-
ið hefði sálræn áhrif á lið sitt.
„Þvert á móti er ég viss um að
leikmenn mínir munu leggja sig
enn meira fram. Hér sigraði órétt-
lætið og þetta verður til að herða
liðið enn frekar. Hvað aðdáend-
urna varðar þá bið ég þá að vera
rólega. Leiktíðin er nýhafin og við
höfum eftir allt saman aðeins tap-
að einum leik hingað til. Ég er
fullviss um að við erum enn í öf-
undsverðri stöðu á toppnum og
hef ekki trú á að þetta hafi nein
áhrif þegar fram líða stundir.“ ■
M
YN
D
/A
P