Fréttablaðið - 04.11.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 04.11.2004, Blaðsíða 20
20 4. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR Þórólfur Árnason er fæddur í mars 1957. Hann varð borgarstjóri snemma á síðasta ári þegar Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir sagði starfinu lausu. Hann var ráðinn af meirihluta borgarstjórnar, þ.e. Reykjavíkurlistanum, og starfar í hans umboði. Þórólfur er framkvæmda- stjóri borgarinnar en ber ekki pólitíska ábyrgð. Hann er æðsti embættismaður Reykjavíkur og æðsti yfirmað- ur annarra borgarstarfsmanna. Fjölskylda: Þórólfur er sonur Árna Pálssonar prests og Rósu Bjargar Þorbjarnardóttur endurmenntunarstjóra. Hann er næstelstur fjögurra systkina. Þórólfur er kvæntur Margréti Baldursdóttur tölvunar- fræðingi og eiga þau tvö börn. Ferill: Þórólfur tók stúdentspróf frá MH og lærði vélaverkfræði í HÍ og DTH-háskól- anum í Kaupmannahöfn. Hann vann í eitt ár í Danmörku og svo hjá Framleiðni og NESCO. Síðar varð hann markaðsstjóri Marels og gegndi því starfi í sex ár, þá framkvæmdastjóri markaðssviðs Esso í fimm ár og svo forstjóri Tals í fjögur ár. Annað: Þórólfur sat í stjórn Lífeyrissjóðs verkfræðinga og hefur einnig setið í stjórnum nokkurra fyrirtækja. Hann hefur unun af knattspyrnu og heldur með Manchester United í enska boltanum. Sjálfur er hann í Lunch United sem er félagsskapur manna sem spila knattspyrnu í hádeginu þrisvar í viku. Þórólfur var í innsta kjarna stuðningsmanna Ólafs Ragnars Gríms- sonar í forsetakosningunum 1996. Honum sárnaði þegar hann missti starf sitt við sameiningu Íslandssíma og Tals og lýsti þeirri líðan sinni í fjölmiðlum. HVER ER? ÞÓRÓLFUR ÁRNASON Nokkur röskun hefur orðið á innanlands- flugi vegna gossins í Grímsvötnum. Jón Karl Ólafsson er framkvæmdastjóri Flug- félags Íslands. Hversu mikil röskun hefur orðið á inn- anlandsfluginu? Við höfum reynt að fljúga eins mikið og hægt er en í það heila hefur þurft að fella niður fjögur til fimm flug. Við brugð- um á það ráð að færa Egilsstaðaflugið að einhverju leyti til Akureyrar og höfum ekið fólki þaðan austur. Þetta hefur þannig orðið lítið með áætlunarflug að gera, er meira í ætt við púsl. Er ekki einfaldast að láta vélarnar sveigja framhjá öryggissvæðinu? Jú, það er vel hægt. Hins vegar versnar í því þegar svæðið liggur yfir flugvellinum eins og hefur verið fyrir austan og að hluta til fyrir norðan. Í björtu veðri er hægt að fljúga sjónflug en þó förum við varlega því askan fer illa með hreyflana. Maður getur sem sagt flogið á þessum slóðum en þá er hætta á að drepist á báðum hreyflum. Þá óskarðu þess að hafa setið heima. Eruð þið ósátt við þessar öryggisráð- stafanir? Já. Við treystum yfirvöldum alveg til að meta þetta. Við berum fullt traust til þeirra og förum eftir þessu. Hvað kosta raskanirnar ykkur? Fljótt á litið sýnist mér að þetta muni kosta okkur 2-3 milljónir króna á dag. Ég reikna hins vegar með að þegar dragi úr öskufallinu komist áætlunin í samt lag. Er Flugfélagið tryggt fyrir slíkum áföll- um? Nei, almennar rekstrartryggingar eru svo dýrar. Á meðan við náum að halda áætl- un að mestu leyti getum við ekki verið annað en sátt. JÓN KARL ÓLAFSSON Kostar þrjár milljónir á dag ELDGOS OG INNANLANDSFLUG SPURT & SVARAÐ Víðförull verkfræðingur ENN Í ELDLÍNUNNI Hvað sem öllu líður er ljóst að Ralph Nader var ekki kjörinn forseti Bandaríkjanna. M YN D A P Nú er ljóst að George W. Bush bar sigur úr býtum í forsetakosning- unum í Bandaríkjunum á þriðju- daginn. Xandra Kayden stjórn- málafræðingur telur að Bush hafi gengið betur en keppinauti sínum að fá fólk til að fara á kjörstað og hafi ítök hans í kirkjum landsins haft úrslitaáhrif. Hún býst síður við stefnubreytingum hjá ríkis- stjórn Bush þótt mannabreyting- ar séu í uppsiglingu. Vel heppnaðar kosningar Bandaríski stjórnmálafræðingur- inn Xandra Kayden er stödd hér á landi vegna forsetakosninganna í heimalandi sínu. Hún situr í stjórn samtakanna League of Women Voters of the USA en hefur auk þess kennt stjórnmála- fræði við Kaliforníuháskóla. Kayden telur kosningarnar hafa heppnast vel og bendir á að engin alvarleg vandamál hafi komið upp við framkvæmd þeirra. „Við höfðum áhyggjur af skorti á reyndu starfsfólki við kosningarnar en um tíma vantaði 500.000 manns. Meðalaldur starfsfólksins er 71 ár og því ótt- uðumst við að álagið yrði fólkinu erfitt en það stóð vaktina með prýði,“ segir hún og bætir við að litlar líkur séu á hrinu lögsókna eins og menn höfðu spáð. Hópefli í kirkjunum Strax frá upphafi var greinilegt að Bush ætlaði ekki að endurtaka mistök föður síns frá 1992 sem einbeitti sér ekki sem skyldi að hinum íhalds- samari armi R e p ú b l i k a n a - flokksins. Bush yngri lagði hins vegar mikla áherslu á þennan harða kjarna og það skilaði hon- um árangri. „Í þessu ljósi er at- hyglisvert að skoða útgöngu- spárnar, þá er eins og tvennar ólíkar kosningar hafi farið fram. Annars vegar sögðu repúblikanar að stríðið gegn hryðjuverkum og siðferðisgildi hefðu ráðið hvernig þeir hefðu greitt atkvæði. Hins vegar sögðu demókratar að Íraks- stríðið og efnahagsmál hefðu ráð- ið þeirra atkvæðum,“ segir Kayden. Demókratar voru æfir yfir kosningunum fyrir fjórum árum og því var vitað að þeir myndu flykkjast á kjörstað. Kayden segir að repúblikanar hafi brugðist við á snjallan hátt sem hafi furðulega litla athygli fengið. „Þeir unnu mjög skipulega í kirkjum landsins og fengu fólk sem sækir kirkju reglulega til að mæta á kjörstað, sérstaklega mótmælendurna. Þetta held ég að hafi haft mikið að segja, ef ekki ráðið úrslitum um hverjir skiluðu sér á endanum á kjörstað.“ Að hennar sögn eru demókratar ekki eins skipulagðir en hins vegar virðast fylgismenn þeirra hafa notað netið í þessu skyni, meðal annars með milli- göngu hreyfinga á borð við Move-on sem telur um tvær millj- ónir manna. Það dugði þó ekki til. Powell og Rumsfeld á útleið Í þeim tilvikum sem forsetar hafa náð endurkjöri í kosningum er al- gengt að þeir geri einhverjar breytingar á stefnu sinni. Kayden býst við að Bush muni í það minnsta skipta út hluta ríkis- stjórnar sinnar, sérstaklega þeim mönnum sem farið hafa með ut- anríkis- og varnarmál. „Það hefur legið fyrir í langan tíma að Colin Powell utanríkisráð- herra er á leiðinni út úr ríkis- stjórninni. Ég á einnig von á því að ný-íhaldsmenn- irnir í Pentagon, sem settu mark sitt svo mjög á ut- a n r í k i s s t e f n u landsins síðasta kjörtímabil, verði látnir taka pok- ann sinn. Öld- ungadeildin á ekki eftir að leggja blessun sína yfir áframhaldandi skipan þeirra því margir þing- menn úr röðum repúblikana hafa verið mjög óánægðir með þeirra frammistöðu,“ segir hún og býst við að Paul Wolfowitz aðstoðar- varnarmálaráðherra hætti fljót- lega og Donald Rumsfeld varnar- málaráðherra eftir eitt eða tvö ár. Hins vegar á Kayden síður von á að róttækar breytingar verði gerðar á stefnu ríkisstjórnarinn- ar. „Ég vona að einhver lærdómur hafi verið dreginn af atburðum síðustu missera og breyting verði á hvernig stjórnvöld glíma við hryðjuverkaógnina. En kannski er það óskhyggja í mér.“ Bush brúar ekki bilið Fáum dylst að bandaríska þjóðin hefur verið klofin í tvær fylking- ar og hefur verið það um langt skeið. Aðspurð hvort Bush muni freista þess að brúa þetta bil bendir Kayden á að forsetinn hafi aukið umtalsvert á klofninginn á sínu fyrra kjörtímabili, í stað þess að reyna að sætta þjóðina. „Ef Bush vill láta minnast sín sem far- sæls forseta ætti hann að fara huga að því að skapa einingu í samfélaginu. Það eru hins vegar engin teikn á lofti um að hann muni breyta áherslum sínum enda virðist hann ekki hafa teljandi áhyggjur af slíkum hlut- um. Ég held því að hann haldi sig við sitt fólk í stað þess að reyna að sætta þjóðina.“ Hver tekur við 2008? Hvað sem verður er ljóst að nýr forseti tekur við völdum árið 2008. Kayden segir að engar líkur séu á að varaforseti Bush, Dick Cheney, verði eftirmaður hans, til þess sé hann allt of fullorðinn. „Ég bjóst ekki við að hann myndi tóra fyrsta kjörtímabilið vegna hjartveiki,“ segir hún. Öldungardeildarþing- maður repúblikana í Nebraska, Chuck Hagel, er að mati Kayden líklegur frambjóðandi flokksins að fjórum árum liðnum, en hann vakti athygli fyrir að styðja ekki stefnu stjórnvalda í Írak. Bill Frist, leið- togi repúblikana í Öldungadeild- inni, stendur nærri Bush en Kayden segir að repúblikanar verði að gera dálítið róttækar breytingar á sínu liði því þreyta al- mennings gagnvart því fari vax- andi. John Edwards, varaforseta- efni John Kerry, þótti standa sig vel í kosningabaráttunni og vera má að hann verði frambjóðandi demókrata árið 2008. Síðan vonast margir til að Hillary Clinton taki slaginn. „Þriðjungur þjóðarinnar hatar Hillary, annar þriðjungur elskar hana og svo verður bitist um afganginn af fólkinu. Síðan getur einhver al- veg nýr frambjóðandi komið fram á sjónarsvið- ið. Fjögur ár eru langur tími, ekki síst í pólitík,“ segir Xandra Kayden stjórnmála- fræðingur. ■ Uppstokkun ríkis- stjórnarinnar í aðsigi George W. Bush fékk endurnýjað umboð hjá bandarísku þjóðinni til að gegna embætti forseta landsins. Þarlendur stjórnmálafræðingur telur að repúblikönum hafi gengið betur að fá fólk á kjörstað en demókrötum. Uppstokkun er í aðsigi í ríkisstjórn landsins. Hefur þú fengið þér sextíu sjö í dag& Neskaupstaður SVEINN GUÐMARSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTAVIÐTAL FORSETAKOSNINGARN- AR Í BANDARÍKJUNUM XANDRA KAYDEN Kayden segir að úr- slitin hafi í raun ráðist í kirkjum landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.