Fréttablaðið - 04.11.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 04.11.2004, Blaðsíða 30
Mjólkurpeningar. Það er gömul hefð að setja peninga í krukku sem nota skal til mat- arinnkaupa heimilisins. Eftir að bankakortin komust í notkun lagðist þetta af þó svo að hugmyndin sem slík væri góð. Hvort sem peningar verða settir í krukku eða inn á kort er ágætt að taka til vissa fjárhæð mánaðarlega sem nota á til matarinnkaupa. Gera svo sitt besta til að halda sig við þessa fjárhæð og sækja ekki í aðra sjóði. VINNUFATABÚÐIN Laugavegi 76 sími 5515425 BUXNADAGAR 20% afsláttur af öllum buxum ALASKA LEE WRANGLER CLUB COMFORT ROBERTO JEANS FIVE Ármann Guðmundsson, leikstjóri og leikskáld, reyn- ir að kaupa sér sem minnst en gerði einu sinni glappaskot í innkaupum. „Ég keypti mér rúskinns- leðurjakka áður en ég útskrifaðist úr menntaskóla fyrir fjórtán árum. Þáverandi kærasta lagði hart að mér að kaupa jakkann og ég lét undan þrátt fyrir nagandi efasemdirnar sem ég fann fyrir. Hann leit svo sem ágætlega út en ég fílaði hann aldrei neitt sérstaklega og einkum voru það axlapúðarnir sem fóru í taugarnar á mér. Svo passaði hann ekkert á mig því ég var svo mikil horrengla að jakkinn flaks- aðist bara á mér. Hann kostaði 20.000 krónur sem var mikill peningur í þá daga og miklu meira en við höfð- um efni á. Svo bjargaði sonur minn mér frá þessum jakka með því að gubba á hann einu sinni þegar hann var búinn að drekka úr pelanum sínum. Til stóð að fara með jakkann í hreinsun en það varð einhvern veginn aldrei af því, ég veit ekki af hverju. Ég var með nett samviskubit í nokkur ár yfir því að ganga ekki í flík sem við höfðum eytt í peningum sem við áttum í raun ekki en ekki gat ég gengið í útgubbuð- um jakkanum.“ Skyldi jakkinn vera til ennþá? „Ég gróf hann upp um daginn en held að ég muni nú ekki fara að ganga í honum. Gubbið er reyndar þornað og gufað upp en það er eitthvað við axlapúðana. Það er samt merkilegt að jakkinn sé ennþá til því ég hef flutt nokkrum sinnum síðan þetta var og alltaf hefur samviskubitið forðað mér frá því að henda honum. En nú ætla ég að fara með hann niður í leikfélag og láta hann ganga aftur. Ég vona bara að hann komi einhverjum ódauðlegum persónum til góða. Kannski skrifa ég bara mann inn í hann,“ segir Ármann hugsi og hver veit nema jakkinn öðlist einhvern tíma nýtt líf. ■ Nú stendur yfir allsherjar útsala á merkjavöru í Perlunni. Um er að ræða merki eins og Converse, Hummel, Puma, Adidas, Speedo, Is It Zo og Asics en fimmtíu til áttatíu prósenta afsláttur er af fullu verði. Til dæmis er hægt að fá Adi- das-barnaskó á 2.000 krónur en þeir voru áður á 3.990 krónur. Adidas-sundföt eru frá þúsund krónum og hægt er að fá Pumaskó á fjögur þúsund krónur sem voru áður á 7.900 krónur eða 10.900 krónur. Einnig er hægt að fá skíðagalla á fimm þúsund krónur sem voru áður á 16.990 krónur. Nýjar vörur bætast við úrvalið á hverjum degi og stendur þessi út- sala til sunnu- dagsins 7. n ó v e m b e r . Opið er virka daga frá 14 til 18 og laugardaga og sunnudag a frá 10.30 til 18. Merkjaútsala í Perlunni: Puma, Hummel, Speedo, Adidas og Asics Ármann Guðmundsson leikstjóri og leikskáld gerði eitt sinn slæm kaup: Sonurinn bjargaði mér frá jakka Ármann í jakkanum góða. Á FÖSTUDÖGUM Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is - mest lesna blað landsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.