Fréttablaðið - 04.11.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 04.11.2004, Blaðsíða 28
Litur var ekki bara litur sumarsins fyrir metro-sexual menn. Ó nei. Bleikur er litur alvöru karlmanna og heldur áfram að sækja í sig veðrið að mati tískuspekúlanta. Karlmenn ættu þó að vara sig á skærum bleikum litum og einbeita sér að ljós ísbleikum litum. og ullarsjöl í úrvali. Alpahúfur í mörgum litum. Flísfóðraðir vettlingar Aron Bergmann Magnússon og Anna Sigríður Pálsdóttir láta fara vel um sig. Gallerí Gel: Grúví hárgreiðslustofa Hártískan er eins og fatatískan í vetur, opin í báða enda, allt er leyfilegt. „Klassískar klippingar eru inni í bland við sterka liti og persónulegt yfirbragð er æski- legt. Fólk á að vera óhrætt við að leika sér og prófa eitthvað nýtt án þess að vera stílfært um of,“ segir Anna Sigríður Pálsdóttir, eigandi hárgreiðslustofunnar Gallerí Gel. Gallerí Gel sem opnaði í byrj- un september er á horni Klapp- arstígs og Hverfisgötu. Þetta er ekki hefðbundin hárgreiðslu- stofa því í húsnæðinu er líka listagallerí sem hefur að mark- miði að koma ungu listafólki á framfæri með litlum tilkostnaði. Að baki hár-lista-gallerísins stan- da Anna Sigríður hárgreiðslu- meistari og Aron Bergmann Magnússon listamaður. Nú prýða ljósmyndir Stephans Stephensen sýningarsal Gallerís Gel en lista- sýningar í galleríinu munu opna með tilheyrandi opnunarpartíi og standa yfir í um það bil mánuð í senn. Heimsókn í Gallerí Gel kemur skemmtilega á óvart því þar kennir margra grasa; litun og blástur samkvæmt nýjustu tískustraumum, menning beint í æð og suðræn sjóðheit samba- músík blandast í góðan kokkteil. Litur skammdegisins frá Mac: Rautt, rautt, rautt Rauður er svo sannarlega liturinn hjá snyrtivöru- framleiðandanum Mac nú á haustmánuðum. Vörurn- ar í rauðu línunni Red Haute er bæði hægt að nota hversdagslega og fínt og brjóta einmitt upp vinnu- daginn með því að setja sterkan svip á andlitið í skammdeginu. Línan er til í allt frá hárauðu og út í ljósbleikt og hentar því öllum. Varalitinn er til dæmis hægt að fá í óransrauðu, vínrauðu og hárauðu. Glossið er til í hárauðu og aðeins léttari rauðum lit. Kremið í lín- unni er mjög alhliða og hægt að nota á varir, kinnar og augu eins og hverjum og einir lystir. Mac-snyrtivörurnar fást í Debenhams í Smára- lind. ■ Nýr ilmur frá Tommy Hilfiger Beyoncé fyrirmyndin Tommy Hilfiger hefur kynnt nýjan ilm á markaðinn sem heitir True Star. Andlit þessa nýja ilms er poppstjarnan Beyoncé. Auðvitað tileinkar hún lag ilminum sem heitir Wishing on a Star. Beyoncé var einnig fyrirmynd Tommys af ilminum og ku ilmurinn tákna persónu- töfra, dulúð og ástríðu þessarar skínandi stjörnu. Í True Star-línunni er ekki aðeins ilmvatn heldur einnig body lotion, sturtusápa og svitalyktareyðir. Ilmurinn inniheldur and- stæður á milli blóma og ristaðra fræja sem skapa mýkt sem er bæði hlý og kunnugleg. Umboðsaðili ilmsins er Clinique á Íslandi en ilmurinn fæst í öllum helstu snyrtivöruverslunum. ■ Ilmurinn er í mjög háum og tignarlegum glösum. Listagallerí starfar einnig í hárgreiðslu- stofunni. FR ´E TT AB LA Ð IÐ /V IL H EL M Hægt er að fá kremið, glossið og varalitinn í hárauðum lit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.