Fréttablaðið - 04.11.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 04.11.2004, Blaðsíða 19
19FIMMTUDAGUR 4. nóvember 2004 GRÍMSVÖTN Áhugi manna á Gríms- vatnagosinu nær langt út fyrir landsteinanna og má búast við að fræðimenn víða um heim beini hingað sjónum. Einn þeirra er Andrew J. Russell, jarðfræðing- ur við Newcastleháskóla, en aðaláhugasvið hans eru áhrif jökulhlaupa á landslag og árfar- vegi og því hefur hann aldeilis komist í feitt hérlendis. Jöklar eru nánast óþekktir í Bretlandi en Russell segir að í heimalandi sínu, Skotlandi, sé landslag mótað af ísaldarjökli og af því stafi áhuginn. Hann segir að aðstæður séu víða hérlendis eins og í Skotlandi undir lok ís- aldar og af þeim sökum er landið sérstaklega áhugavert til skoð- unar. Fyrst einbeitti Russell sér að Grænlandi en þegar hann sá Vatnajökul úr lofti á leið sinni þangað varð ekki aftur snúið. Hann kom fyrst hingað sumarið 1996, rétt áður en Gjálpargosið varð. Nokkrum mánuðum síðar var hann aftur mættur á svæðið, að þessu sinni til að skoða árfar- vegi eftir að hlaupið mikla var gengið um garð. Síðan þá hefur hann heimsótt okkur í sextán skipti og í hvert skipti hefur landslagið tekið breytingum. Þegar Russell er ekki við rannsóknir þá ferðast hann um öræfi landsins. Til dæmis dvaldi hann hann í tjaldi í Möðrudal á Fjöllum um árið með konu sinni og börnum, og hugaði að Jökulsá á Fjöllum í leiðinni. „Þar er dálít- ið eyðilegt um að litast,“ segir hann. Annars finnst Russell mik- ið til sanda og hrauna koma og þegar hann er í Bretlandi leitar hann gjarnan uppi malarnámur og eyðilega staði þar sem ekki sprettur eitt stingandi strá. Mikill áhugi er meðal er- lendra jarðvísindamanna á Ís- landi enda segir Russell að land- ið sé eins og ein stór tilrauna- stofa. Á síðustu árum hefur hann leiðbeint átta doktorsnemum sem rannsakað hafa íslenska jökla og jökulhlaup. Russell er þessa dagana staddur á ráðstefnu í Boston en reiknar með að koma hingað í næstu viku til að skoða verksum- merki á Skeiðarársandi. sveinng@frettabladid.is JÖKULÍSINN KANNAÐUR Andrew Russell (t.v.) rýnir í Vatnajökul ásamt nemendum sínum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /D AV E H IL LY AR D Erlendur áhugamaður um Grímsvötn: Heltekinn af hamfaraflóðum Ný frímerki: Sendlingur og lóuþræll FRÍMERKI Merkisdagur er hjá frí- merkjasöfnurum í dag þegar Ís- landspóstur sendir frá sér fjögur ný frímerki. Eru það jafnframt síðustu frímerkin sem gefin eru út á árinu. Tvö eru jólafrímerki en hin tilheyra sérstakri röð um ís- lenska fugla. Annað þeirra sýnir sendlinginn og er verðgildi þess 55 krónur. Sendlingurinn er vað- fugl sem heldur sig mest í fjör- unni en verpir á berangri til fjalla. Talið er að um tuttugu þúsund sendlingar séu á Íslandi. Lóuþræl- arnir, sem prýða hitt fuglamerkið, eru hins vegar öllu fleiri eða um 600 þúsund. Líkt og sendlingurinn er lóuþrællinn vaðfugl og er hann afar algengur á norðurslóðum. Verðgildi frímerkisins með lóu- þrælnum er 75 krónur. Ragnheiður I. Ágústsdóttir hannaði frímerkin en Jón Baldur Hlíðberg teiknaði myndirnar af fuglunum eins og jafnan áður. Jólafrímerkin eru annars veg- ar af hreindýri og hins vegar rjúpu og eru þau sérstaklega ætl- uð á jólapóstinn. Verðgildi rjúp- unnar er 45 krónur og hreindýrs- ins 65 krónur. Hany Hadaya hannaði jólafrí- merkin en auk þess að vera góður hönnuður hefur hann getið sér gott orð fyrir afburðahæfni í tangódansi. - bþs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.