Fréttablaðið - 04.11.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 04.11.2004, Blaðsíða 23
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 134 stk. Keypt & selt 34 stk. Þjónusta 37 stk. Heilsa 11 stk. Skólar & námskeið 5 stk. Heimilið 16 stk. Tómstundir & ferðir 4 stk. Húsnæði 21 stk. Atvinna 33 stk. Tilkynningar 3 stk. Dönsk hönnun BLS. 3 Góðan dag! Í dag er fimmtudagur 4. nóvember, 309. dagur ársins 2004. Reykjavík 9.21 13.11 17.00 Akureyri 9.17 12.56 16.34 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag „Ég byrjaði að prjóna fyrir nokkrum árum og gat ekki farið eftir uppskrift. Ég byrjaði þá að prjóna eftir auganu og hef gert það síð- an. Flíkurnar sem ég prjóna koma út nákvæmlega eins og ég vil að þær geri. Mistökin skapa meistarann og ég skammast mín ekkert fyrir að rekja upp og byrja upp á nýtt,“ segir Kolbrá Bragadóttir en hún útskrif- aðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands fyrir ári. Kolbrá prjónar alls kyns flíkur úr ull og selur þær í versluninni Glamúr á Skóla- vörðustíg. Kolbrá hefur samt ekki látið myndlistina sitja á hakanum og er til dæmis með verk á Grasrót- arsýningunni í Nýlistasafn- inu. „Ég prjóna til dæmis lok- uð axlarsjöl og vesti og er nýbyrjuð að prjóna töskur. Ég vinn líka mikið með perl- ur og prjóna perlur í ullina þannig að útkoman verður eins konar kvikasilfur. Ég er nýbyrjuð að selja flíkurnar í Glamúr en er búin að vera að gera þessar flíkur lengi. Ég hef setið á hönnun minni í dágóðan tíma því ég var einfaldlega ekki viss hvað ég vildi,“ segir Kolbrá en hún sameinar hefðir í prjónaskap með því að blanda gömlu handverki við nýtt. Ég er mjög fljót að prjóna og er algjör prjónafíkill. Það er eiginlega mitt helsta áhugamál. Það byrjaði með því að mig langaði að prjóna peysu en það gekk ekki upp með uppskrift. Ég rakti þá allt upp og prjónaði peysuna eins og mig langaði,“ segir Kolbrá sem hefur greinilega næmt auga fyrir prjóna- skap. „Ég hef alltaf átt auð- velt með að gera hluti sjálf. Til dæmis þegar ég var fimm ára bað ég mömmu mína um að kenna mér að prjóna. Hún sagði að ég væri of ung til þess en ég settist við hliðina á henni og horfði á hana fitja upp. Bara með því að horfa á hana náði ég strax tækninni og lærði að prjóna,“ segir Kolbrá sem gæti vel hugsað sér að prófa sig áfram í fatahönnun. „Ég er að gera tilraunir með það sem ég er að gera. Ég gæti alveg hugsað mér að sauma og hekla. Ég er bara ekki búin að læra að hekla enn- þá,“ segir Kolbrá sem verð- ur eflaust fljót að ná því. lilja@frettabladid.is Kolbrá Bragadóttir hannar föt úr ull: Prjón og perlur saman ferðir@frettabladid.is Ísland hefur verið kynnt mark- visst undanfarna mánuði sem áfangastað fyrir kínverska ferðamenn. Verkefnið er unnið í samstarfi Ferðamálaráðs, sendiráðs Íslands í Kína, Icelandair, Útflutningsráðs, Scandinavian Airline Systems og fleiri aðila. Markmið þessa kynningarstarfs er að fá kín- verskar ferðaskrifstofur til að bæta Íslandi við sem áfanga- stað í skipulögðum hópferðum þeirra til Norður-Evrópu. Í apríl á þessu ári undirrituðu Kína og Ísland svonefnt ADS-samkomu- lag sem stendur fyrir Approved Destination Status. Í kjölfarið fengu ríflega fimm hundruð ferðaskrifstofur leyfi til að skipuleggja ferðir frá Kína til Ís- lands. Síðan hefur verið unnið áfram að málinu og meðal annars kom kínverski ferða- málastjórinn í heimsókn hingað til lands og átti fundi með Magnúsi Oddssyni ferða- mála- stjóra. Erlendir ferðamenn eru orðnir 37.000 fleiri fyrstu níu mánuðina ef miðað er við sama tíma í fyrra. Gera má ráð fyrir að erlendir gestir á þessu ári verði nálægt 365 þúsund eða um 45 þúsund fleiri en í fyrra. Þessir 365 þúsund gestir samsvara því að til landsins komi að meðaltali þúsund gestir á hverjum degi ársins. Nánar má lesa um þessa fjölg- un á ferdamalarad.is. Farskóli Norðurlands vestra, Ferðamálasetur Íslands, Fræ- þing, Hólaskóli, Markaðsskrif- stofa ferðamála á Norðurlandi og Símey hafa sameinast í verkefni sem hlotið hefur titil- inn Samkennd - samvinna - samkeppni. Með því verkefni verður unnið til eflingar á ferðaþjónustu á Norðurlandi. Verkefnið byggir á því að með öflugu fræðslustarfi megi skapa þá menningu að ferðaþjón- ustuaðilar á svæðinu upplifi sig sem nána samstarfsaðila og hafi sameiginlegra hagsmuna að gæta. Hönnuð verður nám- skrá með greinargóðum mark- miðslýsingum fyrir hvern náms- þátt sem fylgt verður eftir með um fjörutíu klukkustunda löngu námskeiði í febrúar og mars 2005. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á simey.is. ÍT ferðir verða með sína fyrstu gönguferð í Slóveníu í júní 2005. Gengið verður í sex daga í Triglav þjóðgarðinum í Julian Ölpunum í Slóveníu, nálægt landamærum Austurríkis. Triglav þjóðgarðurinn er í hjarta Gorenjska fjallasvæð- isins. Þar er meðal annars stærsta jökulvatn í Slóveníu, Lake Bohinj. Þjóðgarðurinn nær yfir 84.800 hektara svæði. Nánari upplýsingar eru veittar hjá ÍT ferðum og á itferdir.is. Kolbrá Bragadóttir er algjör prjónafíkill og hannar föt og selur í Glamúr. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í FERÐUM FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR TILBOÐ BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Afi minn er næstum því jafn gamall og Jésús! FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.