Fréttablaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 4
4 5. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar: Ekki aðhald heldur þensla í fjárlögum STJÓRMÁL Einar Oddur Kristjáns- son, varaformaður fjárlaganefnd- ar, sagði í umræðum utan dag- skrár um efnahagsmál á Alþingi í gær að meira aðhald þyrfti í ríkis- fjármálum. Hins vegar skorti átakanlega „leiðsögn“ í hvernig fara ætti að. Um fjárlagafrum- varpið sagði Einar Oddur: „Þetta eru því miður ekki aðhaldsfjárlög heldur þenslufjárlög, til dæmis í félagsmálum, heilbrigðismálum og menntamálum. Ég hef verið talsmaður meira hófs en ég hef átt fáa skoðanabræður í mínum eigin flokki og alls enga í stjórnarand- stöðunni.“ Össur Skarphéðinsson, Sam- fylkingu, sakaði forsætisráðherra um að vera einan um að halda að gömul „heimakokkuð“ verðbólgu- spá fjármálaráðuneytisins myndi halda: „Það er ekki mat ASÍ, Seðla- bankans, Landsbankans og Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins. Og samt er Halldór áhyggjulausasti maður í heimi!“. Halldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra sagði að Össur hefði áður talað um rothögg á efnahagsstefnu stjórnarinnar, þar á undan brot- lendingu og 5.000 starfa tap vegna efnahagsstefnunnar. Þegar hér var komið við sögu kallaði Össur fram í: „Þetta er tóm vitleysa“. Halldór svaraði: „Já, þetta er tóm vitleysa hjá háttvirtum þing- manni“. a.snaevarr@frettabladid.is Arftaka Þórólfs leitað Talið er að ekkert hafi komið fram í málflutningi borgarstjóra í sjónvarpinu í gær sem breyti af- stöðu Vinstri grænna um að hann eigi að segja af sér. Reykjavíkurlistinn hefur fram á þriðjudag til að ákveða hver tekur við. STJÓRNMÁL Ósennilegt er talið að frammistaða Þórólfs Árnasonar borgarstjóra í sjónvarpsþáttum Stöðvar 2 og Ríkissjónvarpsins í gærkvöld komi í veg fyrir að hann missi starfið. Á átakafundi borgar- fulltrúa Reykjavíkurlistans og Þór- ólfs í fyrrakvöld bað Þórólfur um tækifæri til að kynna sjónarmið sín fyrir borgarbúum áður en ákvörðun yrði tekin um framhaldið, en borg- arfulltrúarnir höfðu farið fram á að hann hætti störfum. Þeir urðu hins vegar við bón hans. Viðmælendur Fréttablaðsins úr röðum Vinstri grænna segja að ekk- ert nýtt hafi komið fram í máli Þór- ólfs sem breyti þeirri skoðun flokksmanna að hann eigi að segja af sér. Hann hafi komið á fund hjá flokknum á þriðjudagskvöld þar sem hann hafi farið með sömu ræðu. Því telja margir að nú sé að skapast ástand sem ekki verði unað við til lengdar. Þrátt fyrir þetta telja flestir við- mælendur blaðsins að samstarfi Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna um Reykjavíkur- lista sé ekki að ljúka. Hvorki sé trúnaðarbrestur milli þeirra né mál- efnaágreiningur. Hins vegar sé ljóst að Vinstri grænir sætti sig ekki við að Þórólfur sitji áfram og að borg- arfulltrúar hinna flokkanna hafi sæst á þá afstöðu eins og kom fram á fundinum í fyrrakvöld. Borgarfulltrúar Reykavíkurlist- ans munu hittast um helgina og ræða leiðir til að leysa þann hnút sem orðinn er. Ýmsar hugmyndir hafa verið ræddar um hver geti tek- ið við af Þórólfi. Búið var að gera til- lögu um Dag B. Eggertsson borgar- fulltrúa, en þegar Þórólfur neitaði að víkja var ekki hægt að taka af- stöðu til hennar. Talið er að Fram- sóknarmenn og Vinstri grænir geti illa sætt sig við Dag. Hann er af mörgum talinn tengjast Samfylk- ingunni þrátt fyrir að vera óháður innan listans auk þess sem hann hefur skrifað fjölda greina þar sem hann hefur gagnrýnt ríkisstjórn Framsóknarflokksins. Einn viðmæl- andi blaðsins sagði að flokkarnir tveir þyrftu allra síst á því að halda að ala upp leiðtoga fyrir Samfylk- inguna í Reykjavík. Aðrir töldu Dag of ungan og reynslulítinn til að gegna starfinu en hann er 32 ára. Þess má geta að Davíð Oddsson ut- anríkisráðherra var 34 ára þegar hann varð borgarstjóri árið 1982. Fleiri hafa verið nefndir til sögunnar. Sumir vilja kalla Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur aftur til starfa. Hins vegar er talið nán- ast útilokað að hún samþykki slíkt þar sem hún líti svo á að þeim kafla í pólitískum ferli sínum sé lokið. Þá hafa nöfn Stefáns Jóns Hafstein, Árna Þórs Sigurðssonar og Alfreðs Þorsteinssonar verið nefnd. Þá er ekki útilokað að emb- ættinu verði skipt á milli flokk- anna eftir málefnaflokkum þan- nig að borgarstjórarnir verði þrír. Það á sér fordæmi því Auður Auðuns og Geir Hallgrímsson gegndu embættinu samtímis um nokkurt skeið fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Borgarfulltrúarnir hafa hins vegar ekki langan tíma til að komast að niðurstöðu þar sem Vinstri grænir koma saman til fé- lagsfundar á þriðjudag til að ræða samstarfið í Reykavíkur- listanum. Þar þarf að liggja fyrir niðurstaða sem flokksmenn geta sætt sig við, annars má búast við að þolinmæði manna sé á þrotum. ghg@frettabladid.is Ertu ánægð(ur) með úrslit for- setakosninganna í Bandaríkjun- um? Spurning dagsins í dag: Viltu að Dagur B. Eggertsson verði borgarstjóri? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 80% 20% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun Árás í Írak: Þrír Bretar létu lífið ÍRAK, AP Þrír breskir hermenn létu lífið þegar ráðist var á þá. Her- mennirnir voru meðlimir her- sveitar sem var nýlega flutt frá bresku herstjórnarsvæðunum við Basra inn á herstjórnarsvæði Bandaríkjahers þar sem hefur verið mun meira um árásir en á breska svæðinu. Flutningur bresku hermannanna á bandaríska herstjórnarsvæðið mæltist illa fyrir í Bretlandi þar sem ljóst þótti að þeir yrðu í mun meiri hættu þar en á tiltölulega friðsælu breska herstjórnarsvæð- inu. ■ Þegar Múmíndalurinn fer á kaf bjargast fjölskyldan um borð í fljótandi hús sem rekur hjá. En það er skrýtnasta hús sem þau hafa nokkurn tíma séð og eini íbúi þess, leikhús- rottan Emma, ekki alls kostar vingjarnleg. Sígild saga um einstakar ævintýraverur. edda.is Hamid Karzai: Gegn dópi og stríðsherrum AFGANISTAN, AP Hamid Karzai hét því að berjast gegn valdi stríðs- herra og ráðast til atlögu gegn fíkniefnaframleiðslu í ræðu sem hann hélt þegar aðrir frambjóðend- ur í forsetakosningunum höfðu við- urkennt sigur hans. „Afganska þjóðin hefur sýnt okkur traust sitt, fyrir það erum við þakklát. Þjóðin kaus ríkisstjórn sem byggir á lögum og reglu og það ætlum við að færa fólki,“ sagði Karzai. Hann hét því að engar víga- sveitir myndu fá þrifist í Afganist- an en í dag er staðan sú að stríðs- herrar stjórna víða meiru í krafti vígasveita sinna en stjórnvöld í Afganistan. ■ BRESKIR HERMENN Þrír hermenn létust eftir flutninginn á her- stjórnarsvæði Bandaríkjahers. Borgin vegna samráðs olíufélaga: Kannar rétt á bótum BORGARMÁL Forsvarsmenn Reykja- víkurborgar hafa ákveðið að kanna hvort borgin eigi rétt á skaðabótum frá olíufélögunum vegna meints ólöglegs samráðs þeirra við gerð tilboða í viðskipti við Reykjavíkurborg og fyrirtæki borgarinnar. Borgarráð samþykkti í gær að fela Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni hæstaréttarlögmanni að meta bótaréttinn og hefja undirbúning að kröfugerð af rétturinn er fyrir hendi. - th EINAR ODDUR Gagnrýndi fjárlagafrumvarpið og sagði opinbera starfsmenn verða að una því að fara ekki fram úr almennum vinnu- markaði. „Hann löðrungaði opinbera starfsmenn í öðru hverju orði,“ sagði Ögmundur Jónasson. ÞÓRÓLFUR ÁRNASON Í gærkvöld kom hann fram í Kastljósi Ríkissjónvarpsins og Íslandi í dag á Stöð 2 til að kynna sjónarmið sín vegna aðildar sinnar að verð- samráði olíufélaganna. Ólíklegt er talið að frammistaða hans hafi komið í veg fyrir að hann þurfi að taka pokann sinn. FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.