Fréttablaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 5. nóvember 2004 Að setja sig í spor annarra Útilíf 20% afsláttur af Puma skóm, fótboltaskóm, hlaupaskóm, handboltaskóm, barnaskóm, götuskóm. Carat 15% endurgrei›sla af öllum keyptum vörum í nóv. ESSO 10 rósir í búnti 990 kr. fullt ver› 1.490 kr. Pizza Hut Tilbo›smáltí› fyrir 2 á 1.190 kr. Tvær litlar pönnupizzur me› 2 áleggstegundum og 1 lítri af Pepsí. Gildir í „Take away“. Sony Center Sony Harddisk Walkman 20 GB á tilbo›i 53.995 kr. fullt ver› 65.995 kr. Hagkaup 40% afsláttur af Nóa konfekti 20% afsláttur af Freschetta 20% afsláttur af barnakuldaskóm 15% afsláttur af herrabolum 20% afsláttur af KEEL böngsum 20% afsláttur af Pictionary og Scrabble. BT HP stafræn myndavél, tilbo› 19.990 kr. fullt ver› 27.990 kr. Apóteki› bar, grill Glæsilegur villibrá›amatse›ill, 10% endurgrei›sla af öllu í nóvember. TOPSHOP 20% afsláttur af skóm og 20% afsláttur af skyrtum. Dorothy Perkins 20% afsláttur af úlpum í nóvember. Kjóll og hvítt 20% endurgrei›sla af allri fljónustu í nóvember. Búsáhöld, Kringlunni 10% endurgrei›sla af öllum vörum í nóvember. Heimilistæki Whirlpool 1400 snúninga flvottavél, tilbo›sver› fyrir e-korthafa 59.995 kr. fullt ver› 79.995 kr. Nóvembertilbo› 2004 F í t o n / S Í A F I 0 1 0 9 9 2 Byltingarkennd uppgötvun: NEW SKIN með einstæðum krafti úr hreinu C-vítamíni. Djúpt niðri endurbyggir það húðtoturnar og yngir þannig innri uppbyggingu húðarinnar um allt að tíu ár. Það að setja sig í spor annarra er einhver áhrifaríkasta leiðin til að bæta heiminn. Ef mannkynið tæki þá ákvörðun að setja sig í spor eða inn í aðstæður allra samferðarmanna væri hægt að minnka hörmungar milljóna manna um allan heim. Ef við full- orðna fólkið í samfélagi okkar tækum t.d. þá ákvörðun að setja okkur full- komlega inn í aðstæður barna og unglinga sem lifa við einelti, þá myndum við sjálfsagt standa saman af miklum myndugleika og koma í veg fyrir slíkt ofbeldi í eitt skipti fyrir öll. Við myndum setja í það peninga, orku og sam- stöðu. Ég er starfandi mið- borgarprestur í Reykjavík og hef starfsaðstöðu niður í Austur- stræti. Hvernig haldið þið að líf mitt væri ef ég vaknaði kvíðin á hverjum morgni vegna þess að ég þyrfti að fara í vinnuna? Það er hætt við því að ónæmiskerfið mitt væri ekki í góðu ásigkomu- lagi. Mig langar að kalla fram mynd í huga okkar. Þegar mið- borgarpresturinn hefur borðað morgunmat og farið mörgum sinnum yfir það, hvernig hún geti fundið leiðir til að þurfa ekki að fara í vinnuna, t.d vegna magapínu, hita eða hvers annars, þá verður hún að horfast í augu við hið óumflýjanlega. Hún þarf að vera mætt á réttum tíma eigi hún að fá launin sín. Á hverjum morgni tekur hún strætó þar sem samferðamenn hennar pískra og hlæja í bakið á henni og stundum koma líka háðsglósur eða hráki á bakið. Oftast þegar hún kemur niður í Austurstræti bíður hópur af bankamönnum og kaffihúsa- eigendum með trúbadorinn Jójó í fararbroddi á sama götuhorninu tilbúinn að taka svolítið í hana áður en hún sleppur inn á skrif- stofuna. Allan daginn situr hún síðan við skrifborðið og reynir að fá fólk til samstarfs við sig en enginn hefur áhuga. Þegar hún viðrar þetta við biskup álítur hann að kannski eigi hún nokkra sök á þessu sjálf, hún sé nú býsna feit og alltaf með úfið hár. En hann vill skoða þann mögu- leika að færa hana til í starfi. Það sé líklega eina lausnin. Mið- borgarpresturinn fær svipaða útreið á leiðinni heim og er þeirri stundu fegnust þegar hún nær að loka útihurðinni á sínu eigin heimili og sér ekki ástæðu til að fara út á kvöldin af ótta við að hitta kvalara sína. Haldið þið að þessi manneskja horfi síðan í spegilinn, þegar hún er að búa sig undir svefninn, og velti því fyrir sér hvað hún er frábær og velheppnuð mann- eskja? Nei! Hún mun líklega taka undir allt það sem sagt var við hana yfir daginn, sem brýtur nið- ur sjálfsmat hennar og gerir hana í raun alveg óstarfhæfa í samfélaginu. Einhvern veginn svona er veruleiki margra barna og fullorðinna á Íslandi. Laugardaginn 6. nóvember munum við taka okkur tíma til að setja okkur í spor annarra. Það verður opið málþing á Hótel Nordica milli kl. 10.00 og 16.00. Málþingið er á vegum samtak- anna Regnbogabarna, Eineltis- samtakanna og Miðborgarstarfs kirkjunnar. Munu fulltrúar frá þessum þremur grasrótarsam- tökum hefja málþingið með stuttri kynningu á starfsemi samtakanna þriggja, sem eru ólík en miða öll að því að stöðva einelti í samfélaginu. Margir frábærir fyrirlesarar munu síðan uppfræða og upp- örva gesti. Þar má nefna Vöndu Sigurgeirsdóttur lektor við KHÍ, en hún mun fjalla um kennara og einelti. Þorlákur Helgason fram- kvæmdastjóri yfir Olweus-áætl- uninni mun fjalla um ábyrgð full- orðinna í tengslum við líðan og vanlíðan ungmenna. Þá mun Gunnar Hersveinn heimspeking- ur hjá Reykjavíkurakademíunni fjalla um samlíðun og einelti, en Elín Einarsdóttir námsráðgjafi mun kynna aðferðir Erlings Rol- ands og segja stuttlega frá nýrri rannsókn meðal 9. bekkinga á höfuðborgarsvæðinu sem tekur til eineltis með gsm-símum og á netinu. Loks mun Sigrún Viktors- dóttir starfsmannastjóri og ráð- gjafi hjá VR fjallar um einelti á vinnustöðum. Opinn ræðustóll verður svo í lok málþingsins þar sem gestir geta tjáð sig. ■ Ef mannkynið tæki þá ákvörðun að setja sig í spor eða inn í að- stæður allra samferðar- manna væri hægt að minnka hörmungar milljóna manna um allan heim. JÓNA HRÖNN BOLLADÓTTIR MIÐBORGARPRESTUR UMRÆÐAN EINELTI ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.