Fréttablaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 16
16 5. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR NÝ VÍDEÓSPÓLA KOSTAR 493 KRÓNUR Um er að ræða meðalverð átta mynd- bandaleigna víða um land. Algengasta leigugjaldið er 500 krónur og er gömul spóla gjarnan innifalin í leigunni. HVAÐ KOSTAR ÞAÐ? „Fleiri konur hafa komið í Kennaat- hvarfið á þessu ári en allt árið í fyrra,“ segir Drífa Snædal, fræðslu- og fram- kvæmdastýra í Kvennaathvarfinu. „Við verðum varar við það í Kvennaat- hvarfinu að konur eru hræddari en áður. Við sjáum það í símtölum til okk- ar og í viðtölum. Ég held að umræðan um ofbeldi hafi skilað sér. Konur eru meðvitaðar um þetta úrræði og meðvit- aðar um að leita sér hjálpar,“ segir Drífa. Hún vonar að vegna mikilla að- sóknar í athvarfið sýni ríkisvaldið því skilning. Meira fé þurfi til rekstursins: „Aðstandendur sem vita af konum sem beittar eru ofbeldi eru hræddari um þær en við höfum áður fundið. Við höf- um séð undanfarið hvað getur verið mikil alvara á ferðinni.“ Þar vísar Drífa í andlát ungrar konu í vikunni en ekki síður andlát konu fyrr í sumar, en þær létust báðar af völdum ofbeldis að- standenda sinna. Á dögunum jörðuðu helstu mannrétt- indasamtök á landinu misréttið. Samtök um Kvennaathvarf voru í forsvari þeirra. Drífa segir þær finna gríðarlegan með- byr og skilning á málefnunum: „Ég tel að allir séu sammála um að eitthvað fari að gerast. Við erum að ræða hvað það þurfi að vera.“ Drífa horfir til Bandaríkjanna og úrslita í kosningunum á þriðjudag. Hún er hrædd um að stefnu Bush verði haldið fram af meiri krafti síðara kjörtímabil hans. Það hafi slæm áhrif á aðstæður kvenna: „Þar má nefna rétt kvenna til líkama síns með tilliti til fóstureyðinga. Fyrstu fjögur árin lofuðu ekki góðu og nú fær Bush heldur betur byr í seglin til að halda niðurrifsstarfseminni áfram. Svo heyrðist mér á stefnuræðu hans að hann ætlaði að fara að endurskoða al- mannatryggingakerfið og þá rennur manni kalt vatn milli skinns og hörunds þegar maður af hans kalíberi ætlar að róta í almannatryggingakerfinu sem er nógu slæmt fyrir.“ Konur eru hræddari en áður HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? DRÍFA SNÆDAL, FRAMKVÆMDASTÝRA Í KVENNAATHVARFINU Úðabrúsinn reyndist stórkostleg uppfinning Á morgun standa herstöðvaandstæðingar fyrir róttæklingarölti um miðborg Reykjavíkur. Gengið verður milli staða þar sem fræg mótmæli hafa orðið í gegnum árin. Vernharður Linnet ætlar að ganga en hann tók þátt í nokkrum sögufrægum mótmælum á síðustu öld. SAGAN Meðal staða sem staðnæmst verður við er höfnin í Reykjavík þar sem þrjú herskip úr Nató-flot- anum fengu að kenna á uppreisn- arhug íslenskrar æsku í maí 1968, daginn sem hægri umferð var tek- in upp í landinu. Fyrir mótmæl- endum fór Vernharður Linnet, síðar kunnur djassgeggjari, sem var virkur í Fylkingunni, æsku- lýðsfélagi Alþýðubandalagsins. „Þarna var nýkomin til sögunnar þessi stórkostlega uppfinning sem úðabrúsarnir voru,“ segir Vernharður þegar hann rifjar upp þennan vordag fyrir 36 árum. „Þeir fengust í Málaranum og við fórum og keyptum nokkra og höfðum uppi kennslu í notkun þeirra.“ Þegar menn höfðu náð tökum á tækninni var stormað niður á höfn þar sem tvö herskip lágu, annað frá Bretlandi og hitt frá Vestur-Þýskalandi. Þriðja skipið, bandarískt, lagði hins vegar ekki í að leggja að bryggju enda höfðu mikil mótmæli orðið hvar sem þau komu í höfn í Evr- ópu. „Ég úðaði á breska skipið: „Ísland úr Nató - herinn burt“ og í kjölfarið upphófust svolítil slags- mál. Skipverjar gripu til þess ráðs að spúla á mannskapinn og ætluðu að spúla okkur burt en það varð til þess að áhorfendur gengu í lið með mótmælendum og frekari slagsmál urðu.“ Nokkrir voru handteknir en Vernharður segir að lögreglan hafi verið afskaplega pen og prúð. Þar sem hægri um- ferðin var innleidd þennan sama dag var fjöldi lögreglumanna við umferðareftirlit úti um alla borg og viðbúnaðurinn við höfnina tók mið af því. Í kjölfarið fylgdu svo frekari mótmæli því í júní var ráðherra- fundur Nató haldinn á Íslandi. „Þá efndum við til mikillar Keflavík- urgöngu og meðal annars komu hingað nokkrir Grikkir. Her- foringjastjórnin hafði náð völdum í Grikklandi og grískir útlagar komu til að taka þátt í mótmælun- um. Svo voru mótmæli við Há- skólann þar sem fundurinn var haldinn og fyrir handvömm lög- reglu komust mótmælendur á tröppur Háskólans. Þar voru nokkrir handteknir,“ segir Vern- harður. Til fundarins voru meðal annarra mættir Willy Brandt, kanslari Vestur-Þýskalands, Dean Rusk, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, og fulltrúi grísku fas- istastjórnarinnar. Vernharður hlakkar til göng- unnar á morgun og vonast til að margir gangi um þessar merku söguslóðir. Inntur eftir stjórn- málaafskiptum hans eftir þetta segist hann nú hafa verið rekinn úr Fylkingunni 1974 og ekki verið í pólitík síðan. „Trotskíistar náðu völdum í félaginu og töldu mig óæskilegan. Ég græt það ekkert sérstaklega og hef ekki skipt mér af stjórnmálum síðan.“ Landsráðstefna Samtaka her- stöðvaandstæðinga verður í fund- arsal að Vesturgötu 7 á morgun og hefst klukkan ellefu. Klukkan tvö hefst svo róttæklingaröltið sem lýkur með óvæntri uppákomu sem friðarsinnar eru hvattir til að missa ekki af. bjorn@frettabladid.is SKÝRSLAN SEM ALLIR ERU AÐ TALA UM. „Það viðurkennist að ég hef átt erfitt með að mynda mér skoðun á mál- inu vegna fordæmingar minnar á samráði olíufélaganna annars vegar og ánægju með störf Þórólfs sem borgarstjóra hins vegar,“ segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastýra UNIFEM á Íslandi. „Mér hefur þótt hann hafa komið að þessu starfi af heilum hug og áhuga og man ekki eftir einu tilviki þar sem ég var ósátt við framgöngu hans. Ég man frekar eftir jákvæðri umfjöllun um störf hans. Það var ekkert sem orsakaði óánægju fyrr en núna sem aftur tengist ekki störfum hans sem borgarstjóra.“ Birna segir að þarna togist á hegð- un stórfyrirtækja á markaði sem misnota aðstöðu sína og spurning- in um hver sé ábyrgðaraðili fyrir- tækjanna. „Eru það fyrirtækin sem lögaðilar, eða einstaklingarnir sem að þeim standa? Mín skoðun er ekki sú að hann þurfi að segja af sér en ég öfunda hvorki hann né Reykjavíkurlistann af því að þurfa að finna lausn á þessu máli.“ BIRNA ÞÓRARINSDÓTTIR Sitji áfram STAÐA ÞÓRÓLFS SJÓNARHÓLL STJÓRNMÁL Ísólfur Gylfi Pálmason hefur setið á þingi að undanförnu í fjarveru Hjálmars Árnasonar og ekki setið auðum höndum. Hann hefur lagt fram nokkur mál í þing- inu, meðal annars um að mat- reiðslumenn fái stuðning til að auka hróður sinn og íslenskrar matargerðar í útlöndum. Um leið njóti landbúnaðarafurðirnar góðs af. „Þetta er rétta leiðin til að kynna íslenskt hráefni, bæði í út- löndum og á Íslandi. Það skiptir máli fyrir ferðaþjónustuna að rétt sé á málum haldið hér heima. Ferðamenn verða að fá góðan mat,“ segir Ísólfur. Honum finnst ekki nóg að gert í kynningu á ís- lenskum mat og matargerðarlist en sjálfur hefur hann lagt sitt af mörgum í gegnum árin. „Ég fékk mikinn áhuga á þessum málum eftir að ég tók þátt í panelumræð- um um mat og menningu í Noregi árið 1996. Á sama tíma var kokka- landsliðið okkar að keppa á Norð- urlandamótinu og stóð sig vel.“ Engum blöðum er um það að fletta að kokkalandsliðið sé með þeim fremstu í veröldinni, það sit- ur nú í níunda sæti heimslistans og stefnir hraðbyri á toppinn. En getur matargerðarlist jafnast á við stóriðju? „Ja, allavega eru matreiðslumeistararnir nýir sendiherrar íslensku þjóðarinnar á erlendum vettvangi,“ segir Ísólfur og bætir við að kjötiðnað- armenn séu líka að gera góða hluti. Hann hafn- ar því hinsvegar að hann standi í þessu ati, aðeins til að fá gott að borða hjá kokkun- um góðu. „Ég hef alltaf verið dálítið þéttvaxinn en það er fyrst og fremst af því að konan mín eldar svo góðan mat.“ Sú heitir Steinunn Ósk Kolbeinsdótt- ir og er kennari. - bþs Ísólfur Gylfi vill styðja matreiðslumenn: Nýir sendiherrar íslensku þjóðarinnar FUNDUR NATO Í REYKJAVÍK 1968 Mikil mótmæli brutust út og lét Vernharður ekki sitt eftir liggja í þeim. VERNHARÐUR LINNET Vernharður var talinn óæskilegur í Fylkingunni eftir að Trotskíistar náðu þar völdum. Stjórnmálaafskiptum hans lauk upp úr því. ÍSÓLFUR GYLFI PÁLMASON Ég hef alltaf verið dálítið þéttvaxinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.