Fréttablaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 18
18 30. október 2004 LAUGARDAGUR Gæslan? Friðargæsla er samheiti yfir fjölþættar aðgerðir alþjóðastofnana til að tryggja frið á átakasvæðum. Þessar aðgerðir miða allar að því að koma í veg fyrir átök, koma á friði og skapa skilyrði til að varanlegur friður ríki. Utanríkisráðuneytið skiptir friðargæslu í fjóra meginflokka. Í fyrsta lagi er hefð- bundin friðargæsla sem miðar einfald- lega að því að halda hættuástandi í skefjum með her- og lögregluliði. Í öðru lagi eru eftirlits- og þjálfunarstörf, svo sem þjálfun lögreglumanna, og í þriðja lagi er mannúðar- og neyðaraðstoð. Fjórði liður friðargæslu er svo uppbygg- ing stjórnmála- og efnahagslífs, efling fjölmiðla og uppbygging veitukerfa eru dæmi um það. Íslendingar hafa helst látið til sín taka í síðastnefnda liðnum enda fara þar borgaralegir sérfræðingar með aðalhlutverk. Þróun? Sameinuðu þjóðirnar hafa alla tíð verið leiðandi í friðargæslu í heimin- um. Á tímum kalda stríðsins voru verk- efnin fá enda háð samþykkis öryggis- ráðs SÞ þar sem stórveldin hikuðu ekki við að beita neitunarvaldi. Miðað var við að friðargæslulið væri hlutlaust, vera þess í viðkomandi löndum væri með vilja allra stríðandi fylkinga og það beitti eingöngu vopnavaldi í neyð. Á síðustu árum hefur friðargæsla tekið nokkrum breytingum. Sveitir eru sendar til að stilla til friðar í flóknum innanlandsátök- um í stað milliríkjaátaka, oft í löndum þar sem alger upplausn ríkir. Friðar- gæsluliðar hafa lent í vandræðum í löndum eins og Sómalíu árið 1993 og ekki var um nokkurn frið að ræða til að gæta. Í raun má segja að friðargerð sé á stundum komin í stað friðargæslu. Margir telja að með þessu séu alþjóða- stofnanir komnar út á hála braut þar sem hætt er á að hlutleysi þeirra sé dregið í efa. Liðarnir? Stærstur hluti friðargæsluliða eru lögreglu- eða hermenn þátttökuríkj- anna en borgaralegir gæsluliðar eru í minnihluta. Þannig störfuðu 67.000 manns á vegum SÞ við friðargæslu í júní á þessu ári, þar af 56.000 her- menn. Á sama tíma voru 6.500 gæslu- liðar í Afganistan á vegum NATO, þar af 17 Íslendingar. Gæsluliðar úr hópi borg- ara bera vopn, ganga í einkennisbún- ingum og hafa réttarstöðu hermanna. Meðal krafna sem gerðar eru til ís- lenskra friðargæsluliða eru háskólapróf, enskukunnátta, hæfni í mannlegum samskiptum og þolgæði undir álagi. HVAÐ ER? FRIÐARGÆSLA Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi VG, brást reið við þegar fréttamenn þrá- spurðu hana um málefni borgarstjóra í vikunni. Hún kallaði þá hrægamma. Af hverju þessi hvefsni? Eins og þú sást voru þetta ekki yfirveg- uð ummæli. Ég er tilfinningamann- eskja og læt stundum allt flakka. Mér var ungri sagt að oft megi satt kyrrt liggja en það tókst ekki betur að ala mig upp en þetta. Fannst þér fréttamenn vera of að- gangsharðir? Mér finnst fjölmiðlar vanmeta dálítið það sem við erum að gera. Að sjálf- sögðu munum við alltaf tala við fjöl- miðla þegar við getum og þegar við höfum eitthvað að segja. Það er hins vegar ekki hægt að elta okkur inn og út af fundum. Sérðu eftir þessu? Já, auðvitað hefði ég viljað vera róleg og tala um hlutina eins og þeir eru. BJÖRK VILHELMSDÓTTIR Sér eftir öllu saman BORGARFULLTRÚI BYRSTIR SIG SPURT & SVARAÐ Friðarpostular í fullum herklæðum FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M STJÓRNMÁL Sprengjutilræðið á svokölluðu Kjúklingastræti í Kabúl var að öllum líkindum til- ræði við „herlið“ ISAF, friðar- gæslulið NATO í Afganistan sem íslenska friðargæslan er hluti af. Þetta er niðurstaða fréttaskýring- ar hinnar virtu alþjóðlegu fjöl- miðlastofnunar Institute for War and Peace Reporting (IWPR). Þrír afganskir blaðamenn, Muhammad Jawad Sharifzada, Abdul Baseer Saeed og Hafizullah Gardesh, kryfja sprengjutilræðið í nýrri grein í vefriti IWPR. Þar segir að klukkan 3.30 að staðartíma 23. október hafi árás- armaður sprengt margar sprengj- ur fyrir utan teppaverslun á „Kjúklingastræti“ og 12 ára af- gönsk stúlka og 23 ára amerísk kona hafi látist auk tilræðis- mannsins. „Margir aðrir, þar á meðal hermenn frá International Security Assistance Force, ISAF, særðust,“ segir IWPR. Noorulhaq Ulimi, fyrrverandi hershöfðingi og hernaðarsérfræð- ingur, segir IWPR að útlendingar séu aðalskotmark hryðjuverka- manna: „Hryðjuverkamenn setja útlendinga efst í forgangsröðina því þeir vilja losna við öll erlend árhif. En afleiðingin er sú að Afg- anir hafa orðið fórnarlömb.“ Kaupmennirnir í Kjúklinga- stræti óttast nú mjög um sinn hag eftir tilræðið. Gatan er í hjarta Shahr-e-Naw-hverfisins, aðal- ferðamannahverfis Kabúl. Hún dregur nafn sitt af því að hún hýsti áður fiðurfjármarkað basarsins og var mjög vinsæl meðal bakpokaferðalanga sem flykktust til Afganistans áður en borgarstríð braust út á níunda áratugnum. Ferðamannastraumur til Afganistans hætti algjörlega en teikn hafa verið á lofti um að hann væri að aukast. Jamie Michalsky, 23 ára bandarísk kona sem lést í sprengjutilræðinu við Íslending- ana í Kabúl, var einmitt ferða- maður. Hún starfaði sem túlkur í Úsbekistan og var að leita sér lækninga í Kabúl þegar hún fór í hina örlagaríku verslunarferð á Kjúklingastræti. Fariba, tólf ára gömul afgönsk stúlka, lét líka lífið en hún var eitt af götubörnunum sem lifa á að selja ferðamönnum bækur, ferðamannabæklinga og ýmiss konar glingur. Kaupmennirnir í Kjúklinga- stræti óttast nú að útlendingarnir hverfi algjörlega á brott af ótta við árásir. IWPR segir að öryggis- málaráðgjafar í einkageiranum hafi varað útlendinga við Kjúklingastræti sem og öðrum stöðum sem hermenn stundi. Ajmal er 25 ára og rekur versl- un með listmuni sem fjölskylda hans hefur rekið í 35 ár. Sprengj- urnar sprungu fyrir utan verslun hans. „Ég var að sinna viðskipta- vinum þegar þrjár sprengjur sprungu á innan við einni mínútu. Allt gler brotnaði og verslunin fylltist af reyk. IWPR segir að viðskiptavin- irnir hafi verið tveir háttsettir foringjar í ISAF. Tilræðismaður- inn hafi reynt að komast inn í verslunina en öryggisvörður hafi stöðvað hann. Þá hafi sprengjurn- ar sprungið. Ghulam Seddiq, 62 ára, rekur einnig verslun í Kjúklingastræti. Hann óttast að missa einu tekjur sínar: „Við erum hrædd en útlend- ingarnir óttast ekki síður um öryggi sitt.“ „Útlendingarnir hafa hleypt lífi í basarinn, en eftir árásina gætu viðskiptin horfið,“ segir Ajmal, 22 ára gamall gullsmiður. „Við treystum á Guðs vilja.“ Ajmal krefst þess að ríkis- stjórnin bæti öryggi í viðskipta- hverfinu og vill láta loka betlara inni eins og gert var í tíð fyrri ríkisstjórna. Najibullah Najib, talsmaður af- ganska innanríkisráðuneytisins, segir að mikil öryggisgæsla hafi verið á öllum stöðum sem útlend- ingar stunda, sérstaklega Kjúklingastræti. „Það er öryggis- viðbúnaður alls staðar í Afganist- an, ekki bara í Kjúklingastræti. Tilræðið þýðir ekki að öryggi sé ábótavant, en það er engin 100% trygging gegn sjálfsmorðsárás- um.“ a.snaevarr@frettabladid.is Hermenn skotmark á Kjúklingastræti Afganskir blaðamenn sem fjallað hafa um tilræðið við íslensku friðargæsluliðana telja íslensku friðargæsluliðana vera hermenn. Þeir segja friðargæsluliða í Kabúl svo líklegt skotmark að út- lendingum sé ráðlagt að forðast þá staði sem þeir stunda. TILRÆÐIÐ MEÐ ORÐUM AFGANA Í frásögn IWPR kemur fram að afganska stúlkan sem lést í árásinni á Íslendingana hafi heitið Fariba og verið tólf ára gömul. Bandaríska konan, Jamie Michalsky, var 23 ára rúss- neskutúlkur og bjó í Úsbekistan. Hún var að leita sér lækninga í Kabúl þegar hún fór í hina örlagaríku verslunarferð á Kjúklingastræti. Skiptar skoðanir eru um hvort 114. grein hegningarlaga kunni að ná yfir störf íslenskra friðargæsluliða í Kabúl, eins og Ög- mundur Jónasson alþingismaður hélt fram á Alþingi í umræð- um utandagskrár á fimmtudag. Sigurður Líndal, fyrrverandi prófessor í lögum við Háskóla Íslands, segist efast um að það fái staðist að ákvæðið eigi við: „Ég tel, þó að ég hafi ekki rann- sakað málið, að skýring Ögmundar sé nokkkuð langsótt.“ Sig- urður sagðist telja eðlilegt að Íslendingarnir sem gegndu ýms- um störfum eins og við slökkvilið og rekstur flugvallar, féllu undir skipulag og lögsögu NATO enda hefðu stjórnvöld gefið til kynna að annað væri ekki mögulegt. „Mér finnst það oftúlkun að segja að þar með séu þeir orðnir hluti af her.“ Ögmundur Jónasson segist telja 114. greinina mjög skýra: að það sé bannað að ráða Íslendinga til starfa til hermennsku er- lendis. „Þeir bera tákn hermanna, þeir eru búnir þungavopn- um og í umræðum á þingi kom fram hjá utanríkisráðherra að þeir heyri undir lögsögu NATO-hermann. Ég vil að utanríkis- málanefnd skoði málið.“ Ögmundur segir að röksemdafærsla íslenskra stjórnvalda sé á þá leið að vegna þess að her sé ekki á Íslandi, séu mennirnir ekki hermenn: „Þetta gengur ekki upp. Við þurfum að skil- greina hver munurinn sé á hermanni og friðargæsluliða.“ 114. greinin í almennu hegningarlögunum er frá 1940 eins og lögin sjálf. Þau eru hins vegar að langmestu leyti þýðing á dönsku hegningarlögunum sem sett voru tíu árum fyrr. - ás 114. GREIN HEGNINGARLAGA: Hver, sem ræður menn innan íslenska ríkisins til erlendrar herþjónustu, skal sæta fangelsi allt að 2 árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.