Fréttablaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 6
6 5. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR George W. Bush leggur línurnar fyrir næsta kjörtímabil: Skattar og eftirlaun í brennidepli BANDARÍKIN, AP Helstu áhersluefni George W. Bush Bandaríkjafor- seta á seinna kjörtímabili sínu sem forseti verða þau að stokka upp skattkerfið og gjörbreyta eftirlaunakerfinu. Bush vill breyta eftirlaunakerfinu þannig að fólk hafi meira forræði yfir eftirlaunasparnaði sínum og geti lagt iðgjöld sín inn á eigin eftirlaunareikninga. Umræða um Íraksstríðið var áberandi í kosningabaráttunni. Á fréttafundi í Washington í gær sagði Bush að Bandaríkja- stjórn myndi halda áfram á sömu braut og ná markmiðum sínum, sem væru að halda kosn- ingar í Írak og koma á stöðug- leika í landinu. Bush svaraði litlu um hvaða breytingar yrðu gerðar á ríkis- stjórn hans. „Ég hef engar ákvarðanir tekið um ráðherra- liðið,“ sagði hann. Fastlega er búist við einhverri uppstokkun, en meðal þeirra sem talið er að kunni að hætta eru John Ash- croft dómsmálaráðherra, Colin Powell utanríkisráðherra og Donald Rumsfeld varnarmála- ráðherra. ■ Minni líkur á að Þórólfur leiði R-listann Össur Skarphéðinsson segir að afstaða verði tekin til framtíðar Þórólfs Árnasonar þegar skýringar hans á „nýjum upplýsingum“ liggi fyrir. Líkurnar á að hann leiði R-listann hafi ekki aukist. STJÓRNMÁL Össur Skarphéðinsson, leiðtogi Samfylkingarinnar, stærsta flokksins innan R-listans, segir að það yrði „mjög erfitt“ að bjóða Þórólf Árnason fram sem borgarstjórakandídat R-listans vegna afstöðu Vinstri grænna: „Óneitanlega hafa líkurnar á því ekki aukist af þessum sökum.“ Össur segir að Þórólfur hafi staðið sig vel. „Hann hefur verið mjög góður og flinkur borgarstjóri. Óneitanlega setti það skugga á hann þegar frumskýrsla Sam- keppnisstofnunar birtist í fjölmiðl- um en mér fannst hann útskýra það mjög vel. Þá var engin spurning að hann ætti að halda áfram Nú hafa fleiri atriði komið fram um afskipti Þórólfs af málinu sem kalla á skýringar. Atburðarásin hefur ver- ið mjög hröð og ekki gefist tími til að skýra málið. Hann hefur óskað eftir ráðrúmi til að skýra málið. Mér finnst það ekki ganga að ég fari að segja mínum flokksmönn- um neitt fyrir fram. Framhaldið verður að koma í ljós þegar skýringarnar liggja fyrir.“ Össur sagðist bjartsýnn á að R- listinn stæði þennan storm af sér enda væri „seigla“ í honum. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, sagði í Stokkhólmi í gær að það væri alfarið á valdi Vinstri grænna í höfuðborginni að taka afstöðu til stöðu Þórólfs Árnasonar. Steingrímur bendir á að Þórólfur hafi verið millistjórnandi og það sé kaldhæðnislegt að hann sé einn dreginn til ábyrgðar í fjölmiðlum fyrir þetta mál. Segir hann full- yrðingar Davíðs Oddssonar um að fjölmiðlar taki hann vettlinga- tökum „ekki svaraverðar“. „Þetta mál kom upp í fyrra. Ég tel að óbreyttu að það sé rétt að bíða endanlegrar niðurstöðu í málinu. Enginn er sekur fyrr en hann er sekur fundinn.“ Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, þriðja R- listaflokksins, vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið þegar eftir því var leitað í gær. a.snaevarr@frettabladid.is Íran: Árás er óhugsandi BRETLAND, BBC Jack Straw, utanrík- isráðherra Bretlands, sagði í gær að það væri óhugsandi að Banda- ríkin hefji árás á Íran. Þetta kom fram í viðtali við hann á einni út- varpsstöð BBC. Umræður hafa verið uppi um hvort George Bush, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, muni verða árásargjarnari gagn- vart Íran. „Ég get ekki séð fyrir mér nokkrar kringumstæður þar sem hernaðarátök gegn Íran yrðu réttlætanleg,“ sagði Straw. Forseti Írans, Mohammad Khatami, hefur fullyrt að Íranir muni aðeins þróa kjarnorku í frið- samlegum tilgangi. ■ HNÍFSTUNGA „Við teljum okkur hafa fundið vopnið,“ segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn í Reykjavík, um rannsóknina á árás þegar maður var særður lífshættulega aðfaranótt miðviku- dags. Rúmlega fertugur maður sem grunaður er um verknaðinn var í fyrradag úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Dúkahnífur sem fannst á heim- ili þess grunaða á Hverfisgötu er talinn hafa verið notaður við verknaðinn en það fékkst ekki staðfest hjá lögreglunni. Ómar Smári vildi ekki segja til um hversu mikil ummerki eftir árás- ina hefðu verið á vettvangi. Ljóst er þó að lögreglan rakti blóðslóð frá Laugavegi, þar sem sá særði fannst með stóran skurð á kviði þannig að sást í innyfli hans. Hann fór í aðgerð á Landspítalanum og er nú á batavegi. Lögregla gat lít- illega rætt við manninn eftir há- degi á miðvikudag en ekki verður tekin skýrsla af honum fyrr en síð- ar. Sá grunaði hefur ekki játað á sig verknaðinn, að sögn Ómars Smára. Hann ekki verið yfirheyrður síðan skýrsla var tekin af honum eftir handtökuna. - hrs Stakk mann á hol á Hverfisgötu: Dúkahnífur líklega notaður BARAK SNÝR AFTUR Ehud Barak, fyrrum forsætisráðherra Ísraels, segist ætla að verða leiðtogi Verkamannaflokksins á ný. Nái hann því verður hann forsætis- ráðherraefni flokksins í næstu kosningum. Barak sagði af sér eftir tap í kosningum 2001. Fyrrverandi saksóknari: Skaut annan lögmann BANDARÍKIN, AP Lögmaður skaut annan lögmann og særði hann lífshættulega fáeinum klukku- stundum áður en þeir áttu að mæta fyrir rétt í sama réttar- haldinu, annar sem sækjandi en hinn sem verjandi. William R. Joice, fyrrum sak- sóknari, skaut Kevin Y. Jung fyrir framan skrifstofu þess síð- arnefnda á miðvikudagsmorgun. Jung særðist lífshættulega og lá á gjörgæslu í gær. Joice var handtekinn og fluttur fyrir dóm- ara. ■ Skattsvik: 55 milljónir í sekt DÓMSMÁL Maður á fimmtugsaldri var, í Héraðsdómi Reykjavíkur, dæmdur í sex mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir skattsvik. Þá er hann dæmdur til að greiða 55 milljónir króna í sekt og verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna kemur eins árs fangelsi í hennar stað. Brotin framdi maðurinn þegar hann var með eigin rekstur og þegar hann starfaði sem fram- kvæmdastjóri leikskóla. Hann stóð ekki skil á staðgreiðslu opin- berra gjalda starfsmanna sinna, samtals um rúmlega 27 milljónir króna. - hrs Handtaka: Sá nauðgara í sjónvarpi BANDARÍKIN, AP Maður var kærður fyrir nauðgun eftir að kona sem segir hann hafa nauðgað sér fyrir rúmu ári síðan sá hann í stefnu- mótaþætti á bandarískri sjónvarps- stöð. Hún tók þáttinn upp á mynd- band og fór síðan til lögreglunnar og benti þeim á að þarna væri mað- urinn sem hefði nauðgað sér. Maðurinn neyddi konuna upp í bíl í september í fyrra, keyrði hana á afvikinn stað og nauðgaði henni. Meðan á árásinni stóð hringdi hún í neyðarlínu í von um að lögregla gæti fundið út stað- setningu hennar. Það gekk ekki eftir. ■ ■ MIÐAUSTURLÖND VEISTU SVARIÐ? 1Hvað heitir nýr forseti Norðurlanda-ráðs? 2Hver er að hætta sem yfirmaður frið-argæslunnar á alþjóðaflugvellinum í Kabúl? 3Hvaða leikmaður KA í fótbolta ætlarað leika með Val næsta sumar? Svörin eru á bls. 46 Sagan segir frá fjórum krökkum sem kynnast í skólabúðum að Reykjum í Hrútafirði. Þar eiga þau að dvelja saman í heila viku en strax á fyrsta degi fara undarlegir atburðir að gerast ... Dularfull og spennandi saga Bókin hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin 2004 2. sæti Penninn Eymundsson og Bókabú›ir MM 27. okt. – 2. nóv. Börn og unglingar FYRSTI FUNDURINN Bæjarstjórn nýs Fljótsdalshéraðs fundaði í fyrsta sinn á miðvikudaginn var. Fljótsdalshérað: Fyrsti fund- urinn að baki STJÓRNMÁL Sameinað sveitarfélag Austur-Héraðs, Fellahrepps og Norður-Héraðs heitir Fljótsdals- hérað, samkvæmt samþykkt nýrr- ar bæjarstjórnar sem fundaði í fyrsta sinn á miðvikudag. Þetta er í samræmi við könnun meðal íbú- anna á nafni byggðarlagsins. Á fundinum var Soffía Lárus- dóttir (D-lista) kjörin forseti bæj- arstjórnar og Skúli Björnsson (L- lista) formaður bæjarráðs. Þá var samþykkt að ganga til samninga við Eirík Björn Björgvinsson, frá- farandi bæjarstjóra Austur-Hér- aðs, í stöðu bæjarstjóra Fljóts- dalshéraðs. - óká VIÐ HVERFISGÖTU Óvíst er hvenær vettvangsrannsókn á Hverfisgötunni lýkur. BUSH FUNDAR MEÐ RÁÐHERRUM George W. Bush fundaði í gær með ráð- herrum sínum í fyrsta sinn eftir kosningar. ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Segir Þórólf hafa útskýrt sinn þátt þegar frumskýrsla um Olíufélögin birtist en nýir hlutir hafi komið fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.