Fréttablaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 51
FÖSTUDAGUR 5. nóvember 2004 35 After the Sunset Heimsfrumsýning í dag. Engir dómar enn. The Forgotten Internet Movie Database 5,9 /10 Rottentomatoes.com 32% = Rotin Metacritic.com 38 /100 Ladder 49 Internet Movie Database 6,7 /10 Rottentomatoes.com 40% = Rotin Metacritic.com 46 /100 A Cinderella Story Internet Movie Database 4,5 /10 Rottentomatoes.com 10% = Rotin Metacritic.com 23 /100 FRUMSÝNDAR UM HELGINA (DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM) Minnislaus móðir og Öskubuskudrama Julianne Moore fer með aðalhlut- verkið í spennutryllinum The Forgotten sem var frumsýndur í gær. Moore leikur Telly Paretta sem er þjökuð af minningum og söknuði eftir átta ára syni sínum sem fórst í flugslysi fyrir rúmu ári. Hún reynir að vinna sig í gegnum sorgina og skilnað við eiginmann sinn sem fylgdi í kjöl- far harmleiksins en verður fyrir öðru áfalli þegar geðlæknirinn hennar tjáir henni að hún þjáist af ofskynjunum, að sonur hennar hafi aldrei verið til og hún sé að búa til minningarnar um hann. Þegar hún stendur frammi fyrir þessu ákveður hún að leita að sönnunargögnum um tilvist sonar síns en finnur ekkert. Allt er horfið og hún á skyndilega hvorki ljósmyndir né mynd- bandsupptökur af barninu. Hún verður því sannfærð um að hún sé að missa vitið þar til hún hittir mann sem er í nákvæmlega sömu sporum og hún. Sá missti einnig barn í flugslysinu og saman reyna þau að sanna það að þau hafi átt börn og staðfesta um leið að þau séu heil á geði. The Forgotten er afskaplega vel mönnuð mynd en auk Moore fara Dominic West, Gary Sinise, Alfre Woodard og Anthony Ed- wards með veigamikil hlutverk. Hremmingarnar sem ung- lingastjarnan Hillary Duff lendir í í A Cinderella Story sem byrjar í bíó í dag eru öllu léttvægari en skelfingin sem Moore upplifir í The Forgotten. Myndin byggir, eins og nafnið bendir til, á gamla ævintýrinu um Öskubusku sem hefur verið fært til okkar tíma. Duff leikur skólastúlkuna Sam sem býr með stjúpu sinni og stjúpsystrum sem gera henni líf- ið leitt. Faðir hennar átti veit- ingastað þar sem stjúpan starf- aði sem gengilbeina en þegar pabbinn fellur frá tekur hún staðinn yfir og lætur Sam um öll skítverk sem þar þarf að vinna. Það birtir svo heldur betur yfir henni þegar ókunnugur sjar- mör finnur GSM-símann hennar en í framhaldinu byrja þau að skiptast á tölvupóstum. Róman- tíkin liggur í loftinu og hún bind- ur miklar vonir við að hitta draumaprinsinn á Hrekkjavöku- dansleik í skólanum en það eru auðvitað helst skössinn sem hún býr með sem geta komið í veg fyrir þann ástarfund. ■ Norrænir bíódagar byrja í Há- skólabíói í dag og standa til 15. nóvember. Það má segja að létt- leikinn einkenni þessa hátíð og myndirnar sem þar er boðið upp á eru síður en svo dæmigerðar kvikmyndahátíðarmyndir en þær hafa flestar notið mikilla vin- sælda í heimalöndunum og víðar. Sænska gamanmyndin Kopps er gott dæmi um þetta. Hún er eftir leikstjórann Josef Fares sem gerði síðast smellinn Jalla Jalla sem sýnd var á Íslandi fyrir nokkrum árum. Hér segir Fares frá nokkrum löggum í litlum smábæ en skort- ur á glæpum er að drepa löggurn- ar úr aðgerðaleysi og leiðindum. Lausnin sem laganna verðir finna á þessum hvimleiða vanda er ein- faldlega sú að þeir byrja sjálfir að fremja hina og þessa glæpi til þess að hafa eitthvað fyrir stafni. Þessi undarlega glæpaalda kem- ur líka í veg fyrir það að þeir missi störf sín í niðurskurði stjórnvalda. Myndin þykir þrælskondin og það segir sína sögu að bandaríski spéfuglinn Adam Sandler hefur keypt endurgerðarréttinn á henni þannig að amerísk útgáfa af Kopps er væntanlega handan við hornið. Danska spennuyndin Mid- sommer segir frá 19 ára gömlum dreng sem þarf að takast á við óvænt sjálfsmorð yngri systur sinnar. Vinahópur hans fer í skólalokaferðalag til Svíþjóðar skömmu eftir hörmungaratburð- inn og þar taka dularfullir hlutir að gerast og systirin látna lætur á sér kræla. Auk spennu og gríns má einnig finna rómantík í norsku gamanmyndinni Buddy og sænsku myndinni Miffo. Þá er Smala-Sussie einnig á dagskrá en hún er gamansöm spennumynd frá Svíþjóð og þykir sverja sig nokkuð í ætt við Trainspotting. Síðast en ekki síst mætir norski rugludallurinn Elling aftur til leiks í Mors Elling sem er endur- sýnd þessa daga. Þetta er í raun forsaga hinnar vinsælu Elling en myndin greinir frá því þegar hinn ótrúlegi sérvitri Elling fer í sumarfrí með móður sinni til Kanaríeyja. ■ Norræn spenna og grín THE FORGOTTEN Fjallar um örvæntingarfulla leit foreldra að sönnunum fyrir tilvist látinna barna sinna. KOPPS Léttleikinn er allsráðandi í þessari sænsku gamanmynd frá leikstjóra hinnar vin- sælu Jalla, Jalla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.