Fréttablaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Í VINNING ER: SHREK 2 á DVD & VHS SHREK 2 tölvuleikir Aðrar DVD myndir og margt fleira. Sendu SMS skeytið BTL S2F á númerið 1900 og þú gætir unnið. Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi: Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb BT. SMS kostar 199 kr. SMS LEIKUR LENDIR Í VERSLUNUM BT 04 // 11 // 04 Kappar í Kabúl Maður mundi hrökkva í kút efmaður væri inni í gólfteppa- verslun í Reykjavík og allt í einu kæmu inn nokkrir vörpulegir íslensk- ir piltar í hermannabúningum með hlaðnar skammbyssur við belti. Í mörg hundruð ár hefur verið um það fullkomið samkomulag að normal manneskjur stundi ekki vopnaburð í þéttbýli hér á landi og einu undan- tekningarnar frá því eru frávita ein- staklingar sem sérstök lögreglusveit sér um að afvopna áður en þeir fara sjálfum sér eða öðrum að voða. MEIRA að segja rjúpan er friðuð hér á landi svo að þeir sem hafa yndi af skotvopnum verða að láta sér nægja að hlunka á gæsir eða hrein- dýr, og þeir efnaminni verða að ein- skorða sig við að plaffa niður rottur á sorphaugum. Drengir sem ekki ná því að vaxa upp úr hermennsku- draumum bernskunnar verða að yfir- gefa ættjörðina og leita fyrir sér hjá öðrum þjóðum ef þá langar til að öðl- ast alvörumenntun í stríðstækni og manndrápum. ÞESS eru dæmi að Íslendingar með hermennskuáhuga hafi gengið í her- skóla erlendis og jafnvel gerst leigusoldátar til að svala ævintýraþrá sinni. Um það er svo sem ekkert að segja annað en mannleg náttúra er býsna margbreytileg og sérhver þjónar sinni lund. Sennilega er það fullkomlega löglegt að Íslendingar gangi á mála í herjum annarra þjóða, því að alveg fram á síðustu ár höfum við ekki átt í styrjöldum við aðra jarðarbúa heldur lifað í friði og sátt við alla menn. FRIÐARVILJI Íslendinga og andúð okkar á vopnaburði hefur meðal ann- ars birst í því að við gerðum um það samning við Bandaríkjamenn að taka að sér að sjá um landvarnir fyrir okk- ur, svo að íslenska þjóðin gæti áfram verið vopnlaus. Keflavíkurflugvöllur er því undir hernaðarlegri vernd um- hyggjusamra útlendinga sem annast þær varnir sem við kunnum ekki skil á. Það kemur því soldið flatt upp á mann að heyra að á flugvellinum í Kabúl úi og grúi af vopnuðum Íslend- ingum sem eigi að tryggja Afgönum þann frið sem treystum okkur ekki til að tryggja sjálfum okkur hérna í frið- sældinni heima. Þetta er grafalvar- legt mál. Jafnvel enn alvarlegra en olíuhneykslið. Hver ber ábyrgð á þessu skelfilega rugli? Hverjir eiga að segja af sér? BAKÞANKAR ÞRÁINS BERTELSSONAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.