Fréttablaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 05.11.2004, Blaðsíða 45
FÖSTUDAGUR 5. nóvember 2004 29 Keflavík lætur annan erlendan leikmann fara í Interspirtdeildinni í körfubolta: Bradford kemur aftur til Íslands KÖRFUBOLTI Forráðamenn Keflavík- ur í Intersportdeildinni í körfu- knattleik hafa tekið þá ákvörðun að láta Mike Matthews fara frá liðinu. Matthews þótti ekki falla nógu vel inn í leik liðsins og því var gripið til þessa ráðs. Áður var Jimmy Miggins látinn taka pok- ann sinn en sá náði sér aldrei á strik með liðinu vegna meiðsla. Í stað Matthews kemur Nick Bradford, sem lék með Keflavík á síðustu leiktíð. Bradford átti stór- an þátt í velgengni Keflvíkinga síðasta vetur, skoraði 19,3 stig, tók 8,7 fráköst og gaf 4,3 stoð- sendingar að meðaltali í leik og var einn af bestu erlendu leik- mönnum deildarinnar í fyrra. Þá þótti hann einnig komast vel frá sínu í Evrópukeppninni þar sem Keflavíkingar gerðu góða hluti. Bradford var á mála hjá Scott- ish Rocks í bresku úrvalsdeildinni í vetur. Að sögn Sigurðar Ingi- mundarsonar, þjálfara Keflavík- ur, fékk Bradford sig lausan til að leggja Keflvíkingum lið í vetur. „Við vitum að hverju við göng- um með Bradford og erum full- vissir um að hann muni gera Keflavíkurliðið enn betra,“ sagði Sigurður. „Hann lék mjög vel seinni hluta tímabilsins í fyrra og þá kom hann sérstaklega vel út í Evr- ópukeppninni, var með hörku- tölur þar.“ Með tilkomu Bradford mun Keflavík búa yfir enn meiri ógn en það sem af er tímabili og þá verður fróðlegt að fylgjast með gangi mála í Bikarkeppni Evrópu en þar ætla Keflvíkingar sér stóra hluti eins og 19 stiga sigur þeirra á franska liðinu Reims í fyrra- kvöld er til marks um. ■ MÆTTUR Á NÝJAN LEIK Nick Bradford lék mjög vel með Keflavíkurliðinu í fyrra og liðið vann bæði Íslands- og bikarmeis- taratitilinn með þennan snjalla leikmann innanborðs. Hér bregður Bradford á leik í einum leikjanna í fyrra. Rúmeninn Adrian Mutu: Sjö mánaða leikbann FÓTBOLTI Rúmenski knattspyrnu- maðurinn Adrian Mutu var í gær dæmdur í sjö mánaða keppnis- bann af enska knattspyrnusam- bandinu og til greiðslu 20 þúsund punda sektar fyrir að falla á lyfja- prófi vegna kókaínneyslu. Bannið verður ekki lengt fari Mutu í með- ferð og standist öll lyfjapróf sem hann þarf að gangast undir þann tíma sem hann er í banni. Mutu ætlar ekki að áfrýja banninu, sem lýkur 18. maí á næsta ári, og því er ljóst að hann leikur ekki meira á þessari leiktíð. Hann mun því byrja næsta sumar á því að finna sér nýtt félag en Chelsea rak hann um daginn eins og kunnugt er. Sjö mánuðir verða að teljast vel sloppið enda hefði hann getað fengið allt að tveggja ára keppnisbann fyrir at- hæfið. Mutu játaði aftur á móti sekt sína strax og segist vera til- búinn að taka á sínum málum. Það kunni enska knattspyrnusam- bandið vel að meta og það hafði stór áhrif er lengd bannsins var ákveðin. Gordon Taylor, formaður ensku leikmannasamtakanna, var jákvæður eftir réttarhöldin og sagðist vera sáttur við dóminn og réttarhöldin, sem honum fannst vera sanngjörn. „Hann veit vel hvað hann hefur gert af sér. Hann sér eftir því og vill byrja að taka á sínum málum svo hann geti byrjað að byggja upp sitt góða nafn á nýjan leik,“ sagði Taylor. ■ Álfubikarinn á næsta ári: Meistararnir saman í riðli FÓTBOLTI Heimsmeistarar Brasilíu og Evrópumeistarar Grikkja drógust saman í riðlakeppni Álfu- bikarsins sem fer fram í Þýska- landi á næsta ári en heimamenn í Þýskalandi eru hins vegar með Argentínumönnum í riðli. Brasil- íumenn unnu Álfukeppnina fyrir sjö árum en þeir eru auk Grikkja með Japönum og Mexíkóum í riðli en í hinum riðlinum eru Þjóðverj- ar, Ástralar, Argentínumenn og Túnisar. Þjóðverjar halda keppnina sem hefst 15. júní í sumar en hún er eins konar „generalprufa“ fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í Þýskalandi 2006. Úrslitaleik- urinn fer fram 29. júní í Frankfurt en einnig er spilað í Hannover, Köln, Leipzig og Nürnberg í keppninni á næsta ári. Frakkar hafa unnið álfukeppnina í tvö síð- ustu skipti sem hún hefur farið fram. ■ ADRIAN MUTU Dæmdur í sjö mánaða keppnisbann í gær og einnig til þess að fara í fíkniefnameðferð. Fréttablaðið/AP EVRÓPUMEISTARANIR Evrópumeistarar Grikkja mæta Heimsmeisturum Brasilíu í álfubikanrum á næsta ári. Fréttablaðið/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.