Fréttablaðið - 28.11.2004, Page 6

Fréttablaðið - 28.11.2004, Page 6
6 28. nóvember 2004 SUNNUDAGUR Árshátíð í Háskólabíói: Hundruð blaðbera skemmtu sér saman HÁTÍÐ Árshátíð blaðbera Frétta- blaðsins var haldin á laugardag- inn í Háskólabíói. Margt var um manninn á hátíðinni og sá Jónsi, söngvari hljómsveitarinnar Í svörtum fötum, um veislustjórn, ásamt því sem hann kom fram með hljómsveitinni. Blaðberar Fréttablaðsins eru á öllum aldri og hlutu 200 blaðberar verðlaun fyrir framúrskarandi vinnu og dugnað. Meðal vinninga voru tölvur og Friends-spilið. Há- tíðin lagðist vel í blaðberana og vakti hljómsveitin mikla lukku. Sigríður Inga Eysteinsdóttir hóf feril sinn sem blaðberi núna í nóv- ember og er hún mjög ánægð með nýja starfið. „Mér finnst þetta fínt starf og ekkert erfitt að vakna, þetta venst bara.“ Kristinn Sveinsson er búinn að vinna fyrir blaðið í tvö og hálft ár og erfiðast finnst honum að drífa sig af stað á morgnana. Hann var þó ekki nógu sáttur við það að ekkert væri dansgólfið: „Mér finnst vanta ballgólf því Í svört- um fötum er frábær hljómsveit og það ætti að vera hægt að dansa við tónlistina þeirra.“ ■ Mafían í Nígeríu undir smásjána Embætti Ríkislögreglustjóra og tollyfirvöld taka þátt í norrænni rann- sókn á smygli nígerísku mafíunnar á fólki og eiturlyfjum frá Nígeríu til Norðurlandanna undir yfirskriftinni Projekt Sunrise. LÖGREGLAN Talsvert er um smygl á eiturlyfjum og fólki frá Níger- íu og öðrum löndum Vestur-Afr- íku til hinna Norðurlandanna, sérstaklega Danmerkur og Sví- þjóðar. Einkum hefur smygl á konum í vændi farið vaxandi. Ís- lenska lögreglan telur ástæðu til að fylgjast með og taka þátt í rannsókn á þessari þróun þó að yfirvöld hérlendis hafi lítið sem ekkert orðið vör við smygl á fólki hingað til lands. Rannnsókn íslensku lögreglunnar mun því fyrst og fremst beinast að fjársvikamálum en þau koma upp reglulega og fara þá í rann- sókn hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra og lögregl- unni í Reykjavík. „Það má segja að með þessu sé verið að setja Vestur-Afríku og skipulagða glæpastarfsemi undir smásjána í meira mæli en verið hefur, en borið hefur á því að vændi og eiturlyf hafi verið að aukast á hinum Norðurlönd- unum. Hér á landi hefur sést fólk frá Vestur-Afríku sem vakn- að hafa grunsemdir um en ekki í þeim mæli að það sé neitt vanda- mál hér. Við njótum þess hve lít- ið land og einangrað við erum. Við erum meira í þessu sam- starfi til fróðleiks og upplýsing- ar,“ segir Smári Sigurðsson, yfirmaður alþjóðadeildar hjá Ríkislögreglustjóra. Ákveðið var að fara í þetta átaksverkefni á fundi norrænu lögregluembættanna hér á landi í haust og er verkefnið því að- eins nýhafið. Smygl á fólki og eiturlyfjum frá Afríku hefur farið sívaxandi í Evrópu á síð- ustu árum. ghs@frettabladid.is HÚSABAKKASKÓLI „Fólk flytur hingað mikið út af þessum skóla,“ segir Hjörleifur Hjartarson, stað- gengill skólastjóra í Húsabakkaskóla. Húsabakkaskóli: Hefur þýð- ingu fyrir byggðina SKÓLAMÁL Húsabakkaskóli hefur þýðingu fyrir byggð í Svarfaðar- dal að sögn Hjörleifs Hjartarson- ar, staðgengils skólastjóra í Húsa- bakkaskóla. „Verði skólinn lagður niður hafi það þau áhrif á byggðaþróun hér að það væri verr af stað farið en heima setið,“ segir Hjörleifur. „Venjulegur landbúnaður hefur dregist saman í dalnum en í stað- inn hefur komið fólk sem hefur vinnu óháð búsetu. Fólk flytur hingað mikið út af þessum skóla. Þetta er svona skóli sem fólk vill gjarnan hafa börnin sín í.“ Húsabakkaskóli er sveitaskóli með tæplega 50 börnum. Að auki er rekin leikskóladeild við skól- ann. Starfsmenn eru tíu. - ghs VEISTU SVARIÐ? 1Hvað heitir bæjarstjóri Seltjarnarnes-bæjar? 2Hvar vilja borgaryfirvöld og bæjar-yfirvöld á Seltjarnarnesi reisa nýtt hjúkrunarheimili? 3Inn í hvaða íslenska sendiráð ruddustandstæðingar Kárahnjúkavirkjunar? Svörin eru á bls. 34 edda.is Spennandi og skemmtileg saga fyrir alla krakka eftir Bubba Morthens og Robert Jackson með glæsilegum myndum Halldórs Baldurssonar. Bubbi Morthens Robert Jackson 6. sæti Börn og unglingar Félgasvísindastofnun 16. – 22. nóv. 30% afsláttur Síðustu dagar JACQUES CHIRAC Forsætisráðherra Frakklands sagði þetta vera dapurlegan dag. Franskir gíslar í Írak: 100 dagar liðnir FRAKKLAND, AP Þess var minnst víða í Frakklandi í gær að 100 dagar eru síðan frönsku blaðamennirnir Christian Chesnot og Georges Mal- brunot voru teknir í gíslingu í Írak. Í leiðurum franskra dagblaða var fjallað um málið og leikkonan Isabelle Adjani hvatti til þess í út- varpsviðtali að gíslarnir yrðu látn- ir lausir. Jacques Chirac, forsætis- ráðherra Frakklands, sagði þetta vera dapurlegan dag. Hann sagði tíma til kominn að gíslatökumenn- irnir veittu blaðamönnunum frelsi á ný. ■ ■ NORÐURLÖND INFORMATION MINNKAR Infor- mation verður á þriðjudag fyrst danskra breiðsíðublaða til að minnka brot sitt og hefja útgáfu í minna broti, svipuðu því og ís- lensk blöð eru gefin út í. Fjölda evrópskra dagblaða hefur verið breytt úr breiðsíðuformi í minna formið, einkum þó í Bretlandi, Þýskalandi og Svíþjóð. Snákatemjarar: Hóta með snákum INDLAND, AP Indverskir snákatemj- arar hóta að sleppa baneitruðum snákum í þinghúsi indverska fylk- isins Orissa ef yfirvöld þar halda fast í bann við snákasýningum á gangstéttum. Nokkrir snákatemjarar voru handteknir í Bhubaneshwar, höfuð- borg Orissa, þar sem þeir voru með ólöglegar sýningar og var hald lagt á snákana. Snákatemjarar hafa brugðist illa við þessu og hóta að- gerðum. „Við lendum í þeirri stöðu að geta ekkert annað gert en að sleppa nærri fimm þúsund eitruð- um snákum okkar í stjórnarbygg- ingum,“ sagði Kedar Das, einn snákatemjaranna. ■ SVEITARSTJÓRNARMÁL Svanhildur Árnadóttir, oddviti Sjálfstæðis- flokks í bæjarstjórn Dalvíkur- byggðar, segir að fulltrúar bæði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks hafi slegið af sínum kröfum hvað varðar skólamál í Dalvíkur- byggð, því allt hafi stefnt í stjórn- arkreppu í sveitarfélaginu. „Sú staða var uppi að I-listi og Fram- sókn náðu ekki samkomulagi. Odd- viti I-lista var búinn að afboða fund við mig síðasta sunnudag, hálftíma fyrir fund, og sagði tilgangslítið að ræða við okkur.“ Því hafi lítið ann- að verið í stöðunni en að hefja meirihlutasamstarf að nýju. Á næsta bæjarstjórnarfundi verður skipað í nefnd sem mun fjalla um framtíð Húsabakkaskóla og mun starfa til 31. janúar. Áður en slitnaði upp úr samstarfinu kröfðust sjálfstæðismenn þess að ákvörðun yrði tekin strax um að sameina rekstur skólans við Dal- víkurskóla á næsta skólaári. Fram- sóknarflokkur vildi skipa nefnd sem hefði málið til umfjöllunar til 31. mars. Á síðasta ári var tæpum 194 milljónum eytt til fræðslu- og uppeldismála í sveitarfélaginu, sem er um 30 prósent af tekjum þess. -ss Í SVÖRTUM FÖTUM Hljómsveitin Í svörtum fötum vakti mikla lukku eins og sést á þessum dreng sem tekur glaður í höndina á goðinu. MAFÍAN Í NÍGERÍU Talið er að mafían í Nígeríu stundi skipulagt smygl, t.d. á konum í vændi á Norðurlöndum. Lögregluyfirvöld á Norðurlöndum hafa nú tekið upp samstarf til að rannsaka þessi mál. Myndin er af konum í Nígeríu að bera við á höfðinu. Dalvík: Stefndi í stjórnarkreppu FRÁ DALVÍK Oddviti Sjálfstæðisflokks í Dalvíkurbyggð segir að samið hafi verið við Framsókn til að forða stjórnarkreppu í bæjarstjórn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.