Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Fréttablaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FIMMTUDAGUR JÓLALJÓS TENDRUÐ Birgitta Hauk- dal ætlar að kveikja ljósin á Heimstré SOS-barnaþorpanna klukkan 14 í Smára- lind, fyrir framan Debenhams, og síðan ganga kringum tréð með börnum og syn- gja jólalög. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 2. desember 2004 – 330. tölublað – 4. árgangur ● valin kona ársins af NÝJU LÍFI Ein besta frjáls- íþróttakona Evrópu Kristín Rós Hákonardóttir: ▲ SÍÐA 43 EKKI ÓEÐLILEGT AÐ TAKA ÞÓKN- UN FYRIR Framkvæmdastjóri Samtaka krabbameinssjúkra barna segir eðlilegt að listafólk taki þóknun fyrir störf sín. Sjá síðu 2 ÁTVR SEGIR AÐ EKKERT ÚTBOÐ HAFI FARIÐ FRAM Forstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins segir að ekkert útboð hafi farið fram í Hveragerði. Auglýst hafi verið eftir samstarfsaðila. Sjá síðu 4 STEFNIR Í NÝJAR KOSNINGAR Janúkovitsj og Júsjenkó vilja báðir ógilda forsetakosningarnar. Sjá síðu 6 AÐSTAÐAN TIL SKAMMAR Flugstöð Reykjavíkurflugvallar var byggð sem bráða- birgðalausn fyrir um fimmtíu árum síðan. Mikilla endurbóta er þörf. Sjá síðu 8 Kvikmyndir 42 Tónlist 36 Leikhús 38 Myndlist 38 Íþróttir 32 Sjónvarp 44 ● heimili Gamlir sófar á góðu verði Sófar með sál: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS 25-50 ára Me›allestur dagblaða Allt landið Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups október '04 71% 46% MorgunblaðiðFréttablaðið KÓLNAR ER LÍÐUR Á DAGINN Skúrir og síðar slydduél eða él um sunnan- og einkumvestanvert landið. Bjart með köflum norðaustan og austan til. Sjá síðu 4 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 www.postur.is 3.12. Síðasti öruggi skiladagur á jólapökkum til landa utan Evrópu! STJÓRNMÁL Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur gefið ríkisstjórninni þrjá mánuði til að breyta lögum um happdrætti þar sem þau stang- ist á við EES samninginn. Jónas Fr. Jónsson deildarstjóri hjá ESA seg- ir að eftirlitsstofnunin hafi marg- sinnis gert árangurslausar tilraun- ir til að fá íslensk stjórnvöld til að bregðast við en án árangurs. Ákvæði laganna banna Íslending- um að eiga viðskipti við erlend happdrætti og að starfa fyrir þau er talið stangast á við EES samn- inginn. „Þetta er úr grárri forn- eskju miðað við ákvæði samnings- ins,“ segir Jónas Fr. Jónsson. Lögfræðingar sem rætt var við í dag voru á einu máli um að lög- fræðinga dómsmálaráðuneytisins biði nú að finna leið til að umorða lagatextann en svo virðist sem glufa hafi opnast þannig að erlend happdrætti geti sótt um starfs- leyfi hér. Hvort þeim yrði kápan úr því klæðinu er svo önnur saga: „Það má ýmislegt gera með sér- lögum og reglugerðum“ sögðu embættismenn í gær en enginn vildi láta hafa neitt eftir sér enda álitið nýkomið. Ekki náðist í Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sem er erlend- is. - ás Álit eftirlitsstofnunar EFTA: Vilja lagabreytingu um happdrætti Borgarstjóri: Steinunn tekin við REYKJAVÍK Steinunn Valdís Óskars- dóttir tók við lyklavöldum að borgarstjóraskrifstofunni úr hendi Þórólfs Árnasonar, fráfar- andi borgarstjóra, í gær. Þórólfur var spurður við þetta tilefni hvað hann ætlaði að taka sér fyrir hend- ur þegar hann hætti. Hann sagðist ætla að byrja á því að leggja sig. „En hvað svo,“ spurðu blaðamenn. Svarið við því vafðist ekki fyrir fráfarandi borgarstjóra: „Ætli ég vakni ekki.“ Fyrsta embættisverk Steinunn- ar Valdísar, var undirritun sam- komulags milli Reykjavíkurborg- ar, félagsmálaráðherra, mennta- málaráðherra, Rauða kross Íslands og Velferðarsjóðs barna, um verk- efnið Framtíð í nýju landi. Því er ætlað að hjálpa nýjum Íslending- um að aðlagast samfélaginu. - ghg STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR OG ÞÓRÓLFUR ÁRNASON Þórólfur sagði að sitt fyrsta verk eftir að hann hætti sem borgar- stjóri yrði að leggja sig. Aðspurður sagði hann að næsta verk þar á eftir væri líklega að vakna. STJÓRNMÁL Eigendur Landsvirkjun- ar vísa á bug að slitnað hafi upp úr viðræðum um kaup ríkisins á eign- arhluta borgarinnar í Landsvirkj- un. Ekki er talið að borgarstjóra- skiptin þurfi að tefja fyrir viðræð- um enda Steinunn Valdís Óskars- dóttir þaulkunnug orkumálum sem varaformaður Orkuveitunnar. Valgerður Sverrisdóttir segir að borgin hafi viljað losnað við eignar- hlutann og lagt til þá lausn að greiðslur lífeyrisskuldbindinga standi straum af kaupverði: „Það var ekki fyrr en í gær að við heyrð- um að borgin vildi hafa texta vilja- yfirlýsingarinnar rýmri.“ Alfreð Þorsteinsson borgarfull- trúi telur það einstrengingslegt af hálfu ríkisins að vilja ekki ræða aðrar lausnir, auk þess sem ekki sé víst að lífeyrisskuldbindingarnar dugi fyrir andvirði eignarinnar. Hann bendir á að borgin ásælist ýmsar eignir ríkisins, þar á meðal landsvæðið undir Reykjavíkur- flugvöll, Keldnalandið, Mógilsá og Kollafjörð. „Þetta er alveg nýtt fyrir mér,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir aðspurð. Ein ástæða þess að ríkið ljáir máls á kaupum á eignarhluta borg- arinnar nú er að eiginfjárhlutfall Landsvirkjunar er orðið nokkuð lágt. Hugmyndin hefur verið að sameina Landsvirkjun, Rafmagns- veitur ríkisins (RARIK) og Orkubú Vestfjarða. Alfreð Þorsteinsson segir að rík- ið hafi viljað láta borgina lýsa yfir að hún gerði ekki athugasemdir við þá sameiningu. Alfreð telur ástæðu til að ræða þá staðreynd að slíkt sameinað orkufyrirtæki hefði yfir- burðastöðu á markaðnum. Alfreð segir þetta ekki sjálfgefið og ástæða sé til að ræða samkeppnis- stöðuna: „Ráðherrum er kunnugt um þær hugleiðingar að borgin eignist hluta af starfsemi RARIK.“ - ás Hafa áhuga á eignum ríkisins Reykjavíkurborg telur óvíst að lífeyrisskuldbindingar hrökkvi fyrir hlut hennar í Landsvirkjun og ásælist eignir ríkisins á borð við flugvallar- landið. Einnig er hugmynd uppi um að borgin kaupi hluta RARIK. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Tíð bankarán: Ekkert fé í bönkum DANMÖRK, AFP Vopnuð bankarán eru orðin það algeng í Danmörku að líklega verða útibú bankanna að hætta að afgreiða peninga. Þetta segja samtök danskra banka. Í stað þess að sækja peningana sína í banka, eins og venja hefur verið, mun fólk því þurfa að sækja sér fé í hrað- banka, ef þessi breyting gengur eftir. „Ef það reynist ómögulegt á komandi árum að draga verulega úr ránum verður greinin að íhuga að hætta alfarið að hafa aðgengi- legt reiðufé í útibúum,“ sagði í ársskýrslu samtakanna. 182 vopnuð bankarán voru framin í Danmörku í fyrra og 73 á fyrri hluta þessa árs, það er Evrópu- met ef mið er tekið af höfðatölu, segir í skýrslunni. Ekki kemur fram í skýrslunni hvað verður um þá peninga sem fólk vill leggja inn, hvort sem það eru stórar fjárhæðir eða bara að leggja inn af sparibauknum. ■ fylgir blaðinu í dag HAPPDRÆTTI OG ÖNNUR HAPPSPIL Allt slíkt skal vera í íslenskum höndum samkvæmt umdeildum lögum frá 1926. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 330. tölublað (02.12.2004)
https://timarit.is/issue/264883

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

330. tölublað (02.12.2004)

Aðgerðir: