Fréttablaðið - 02.12.2004, Page 1

Fréttablaðið - 02.12.2004, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FIMMTUDAGUR JÓLALJÓS TENDRUÐ Birgitta Hauk- dal ætlar að kveikja ljósin á Heimstré SOS-barnaþorpanna klukkan 14 í Smára- lind, fyrir framan Debenhams, og síðan ganga kringum tréð með börnum og syn- gja jólalög. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 2. desember 2004 – 330. tölublað – 4. árgangur ● valin kona ársins af NÝJU LÍFI Ein besta frjáls- íþróttakona Evrópu Kristín Rós Hákonardóttir: ▲ SÍÐA 43 EKKI ÓEÐLILEGT AÐ TAKA ÞÓKN- UN FYRIR Framkvæmdastjóri Samtaka krabbameinssjúkra barna segir eðlilegt að listafólk taki þóknun fyrir störf sín. Sjá síðu 2 ÁTVR SEGIR AÐ EKKERT ÚTBOÐ HAFI FARIÐ FRAM Forstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins segir að ekkert útboð hafi farið fram í Hveragerði. Auglýst hafi verið eftir samstarfsaðila. Sjá síðu 4 STEFNIR Í NÝJAR KOSNINGAR Janúkovitsj og Júsjenkó vilja báðir ógilda forsetakosningarnar. Sjá síðu 6 AÐSTAÐAN TIL SKAMMAR Flugstöð Reykjavíkurflugvallar var byggð sem bráða- birgðalausn fyrir um fimmtíu árum síðan. Mikilla endurbóta er þörf. Sjá síðu 8 Kvikmyndir 42 Tónlist 36 Leikhús 38 Myndlist 38 Íþróttir 32 Sjónvarp 44 ● heimili Gamlir sófar á góðu verði Sófar með sál: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS 25-50 ára Me›allestur dagblaða Allt landið Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups október '04 71% 46% MorgunblaðiðFréttablaðið KÓLNAR ER LÍÐUR Á DAGINN Skúrir og síðar slydduél eða él um sunnan- og einkumvestanvert landið. Bjart með köflum norðaustan og austan til. Sjá síðu 4 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 www.postur.is 3.12. Síðasti öruggi skiladagur á jólapökkum til landa utan Evrópu! STJÓRNMÁL Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur gefið ríkisstjórninni þrjá mánuði til að breyta lögum um happdrætti þar sem þau stang- ist á við EES samninginn. Jónas Fr. Jónsson deildarstjóri hjá ESA seg- ir að eftirlitsstofnunin hafi marg- sinnis gert árangurslausar tilraun- ir til að fá íslensk stjórnvöld til að bregðast við en án árangurs. Ákvæði laganna banna Íslending- um að eiga viðskipti við erlend happdrætti og að starfa fyrir þau er talið stangast á við EES samn- inginn. „Þetta er úr grárri forn- eskju miðað við ákvæði samnings- ins,“ segir Jónas Fr. Jónsson. Lögfræðingar sem rætt var við í dag voru á einu máli um að lög- fræðinga dómsmálaráðuneytisins biði nú að finna leið til að umorða lagatextann en svo virðist sem glufa hafi opnast þannig að erlend happdrætti geti sótt um starfs- leyfi hér. Hvort þeim yrði kápan úr því klæðinu er svo önnur saga: „Það má ýmislegt gera með sér- lögum og reglugerðum“ sögðu embættismenn í gær en enginn vildi láta hafa neitt eftir sér enda álitið nýkomið. Ekki náðist í Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sem er erlend- is. - ás Álit eftirlitsstofnunar EFTA: Vilja lagabreytingu um happdrætti Borgarstjóri: Steinunn tekin við REYKJAVÍK Steinunn Valdís Óskars- dóttir tók við lyklavöldum að borgarstjóraskrifstofunni úr hendi Þórólfs Árnasonar, fráfar- andi borgarstjóra, í gær. Þórólfur var spurður við þetta tilefni hvað hann ætlaði að taka sér fyrir hend- ur þegar hann hætti. Hann sagðist ætla að byrja á því að leggja sig. „En hvað svo,“ spurðu blaðamenn. Svarið við því vafðist ekki fyrir fráfarandi borgarstjóra: „Ætli ég vakni ekki.“ Fyrsta embættisverk Steinunn- ar Valdísar, var undirritun sam- komulags milli Reykjavíkurborg- ar, félagsmálaráðherra, mennta- málaráðherra, Rauða kross Íslands og Velferðarsjóðs barna, um verk- efnið Framtíð í nýju landi. Því er ætlað að hjálpa nýjum Íslending- um að aðlagast samfélaginu. - ghg STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR OG ÞÓRÓLFUR ÁRNASON Þórólfur sagði að sitt fyrsta verk eftir að hann hætti sem borgar- stjóri yrði að leggja sig. Aðspurður sagði hann að næsta verk þar á eftir væri líklega að vakna. STJÓRNMÁL Eigendur Landsvirkjun- ar vísa á bug að slitnað hafi upp úr viðræðum um kaup ríkisins á eign- arhluta borgarinnar í Landsvirkj- un. Ekki er talið að borgarstjóra- skiptin þurfi að tefja fyrir viðræð- um enda Steinunn Valdís Óskars- dóttir þaulkunnug orkumálum sem varaformaður Orkuveitunnar. Valgerður Sverrisdóttir segir að borgin hafi viljað losnað við eignar- hlutann og lagt til þá lausn að greiðslur lífeyrisskuldbindinga standi straum af kaupverði: „Það var ekki fyrr en í gær að við heyrð- um að borgin vildi hafa texta vilja- yfirlýsingarinnar rýmri.“ Alfreð Þorsteinsson borgarfull- trúi telur það einstrengingslegt af hálfu ríkisins að vilja ekki ræða aðrar lausnir, auk þess sem ekki sé víst að lífeyrisskuldbindingarnar dugi fyrir andvirði eignarinnar. Hann bendir á að borgin ásælist ýmsar eignir ríkisins, þar á meðal landsvæðið undir Reykjavíkur- flugvöll, Keldnalandið, Mógilsá og Kollafjörð. „Þetta er alveg nýtt fyrir mér,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir aðspurð. Ein ástæða þess að ríkið ljáir máls á kaupum á eignarhluta borg- arinnar nú er að eiginfjárhlutfall Landsvirkjunar er orðið nokkuð lágt. Hugmyndin hefur verið að sameina Landsvirkjun, Rafmagns- veitur ríkisins (RARIK) og Orkubú Vestfjarða. Alfreð Þorsteinsson segir að rík- ið hafi viljað láta borgina lýsa yfir að hún gerði ekki athugasemdir við þá sameiningu. Alfreð telur ástæðu til að ræða þá staðreynd að slíkt sameinað orkufyrirtæki hefði yfir- burðastöðu á markaðnum. Alfreð segir þetta ekki sjálfgefið og ástæða sé til að ræða samkeppnis- stöðuna: „Ráðherrum er kunnugt um þær hugleiðingar að borgin eignist hluta af starfsemi RARIK.“ - ás Hafa áhuga á eignum ríkisins Reykjavíkurborg telur óvíst að lífeyrisskuldbindingar hrökkvi fyrir hlut hennar í Landsvirkjun og ásælist eignir ríkisins á borð við flugvallar- landið. Einnig er hugmynd uppi um að borgin kaupi hluta RARIK. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Tíð bankarán: Ekkert fé í bönkum DANMÖRK, AFP Vopnuð bankarán eru orðin það algeng í Danmörku að líklega verða útibú bankanna að hætta að afgreiða peninga. Þetta segja samtök danskra banka. Í stað þess að sækja peningana sína í banka, eins og venja hefur verið, mun fólk því þurfa að sækja sér fé í hrað- banka, ef þessi breyting gengur eftir. „Ef það reynist ómögulegt á komandi árum að draga verulega úr ránum verður greinin að íhuga að hætta alfarið að hafa aðgengi- legt reiðufé í útibúum,“ sagði í ársskýrslu samtakanna. 182 vopnuð bankarán voru framin í Danmörku í fyrra og 73 á fyrri hluta þessa árs, það er Evrópu- met ef mið er tekið af höfðatölu, segir í skýrslunni. Ekki kemur fram í skýrslunni hvað verður um þá peninga sem fólk vill leggja inn, hvort sem það eru stórar fjárhæðir eða bara að leggja inn af sparibauknum. ■ fylgir blaðinu í dag HAPPDRÆTTI OG ÖNNUR HAPPSPIL Allt slíkt skal vera í íslenskum höndum samkvæmt umdeildum lögum frá 1926. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.