Fréttablaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 6
6 2. desember 2004 FIMMTUDAGUR Alþjóðlegi alnæmisdagurinn: Alnæmisfaraldurinn ekki náð hámarki ALNÆMI Alnæmisfaraldurinn hef- ur ekki náð hámarki í heiminum að sögn Haralds Briem, sótt- varnalæknis hjá Landlæknisem- bættinu. Í gær var alþjóðlegur baráttudagur gegn HIV og al- næmi. „Faraldurinn er hvað lengst fram genginn í Afríku fyrir sunn- an Sahara, þar sem hann er að valda miklu tjóni. Faraldurinn hefur líklega náð hámarki þar,“ segir Haraldur. „Í löndum eins og Kína, Indlandi, Suðaustur-Asíu og Austur-Evrópulöndunum er far- aldurinn hins vegar á byrjunar- stigi. Þetta eru gríðarlega fjöl- menn svæði og eru því miklu meiri líkur á að hann geti breiðst enn meira út en við höfum áður séð.“ Haraldur segir að í þessum lönd- um fari þeim fjölgandi sem greinist með alnæmi. Hann bendir á að í Kína hafi orðið stórslys í blóðgjöf- um og notkun á blóði. Fjöldi manna hafa smitast vegna þess hversu ógætilega hafi verið farið með blóð á heilbrigðisstofnunum þar í landi. Að sögn Haraldar hafa fimm einstaklingar greinst með alnæmi á Íslandi það sem af er árinu. Einn maður hafi látist, erlendur ferða- maður sem lagðist mjög veikur inn á sjúkrahús og kom í ljós að hann var með alnæmi. - th Stefnir í nýjar kosningar Janúkovitsj og Júsjenkó vilja báðír ógilda forsetakosningarnar. Lögspekingar þeirra ræða í dag lagabreytingar vegna nýrra kosninga. Þingið samþykkti vantraust á Janúkovitsj en hann sagðist ekki hlusta á það. ÚKRAÍNA, AFP Líkur á að Hæsti- réttur Úkraínu úrskurði forseta- kosningarnar 21. nóvember síð- astliðinn ógildar jukust heldur í gær þegar Viktor Janúkovitsj forsætisráðherra fór þess á leit við dómstólinn að hann ógilti kosningarnar. Áður hafði stjórnarandstæðingurinn Viktor Júsjenkó farið þess á leit við dómstólinn. Javier Solana, utanríkismála- stjóri Evrópusambandsins, sagði í gær að áður en nýjar kosningar færu fram þyrfti að breyta lögum um framkvæmd kosninga og undirbúa aðstæður fyrir endurteknar kosningar. Solana sagði jafnframt að lagaspeking- ar Janúkovitsj og Júsjenkó myndu hittast í dag til að ræða hugsanlegar lagabreytingar. Júsjenkó vill kjósa sem fyrst og lagði til að kosið yrði 19. des- ember. Þá þvertók hann fyrir að endurtaka fyrri umferð kosning- anna og sagðist aðeins sam- þykkja að seinni umferð kosn- inganna, sem nú er deilt um, yrði endurtekin. Að óbreyttum lögum verður að endurtaka báðar umferðir forsetakosninganna ef kosning- arnar 21. nóvember verða lýstar ógildar. Þá geta fleiri frambjóð- endur bæst í slaginn og eins er rætt um að Júsjenkó dragi sig í hlé ef svo fer. Júsjenkó og Janúkovitsj ræddu saman í gær ásamt Leóníd Kúsjma, fráfarandi for- seta, og erlendum milligöngu- mönnum. Á þeim fundi sam- þykkti Júsjenkó að hefja við- ræður um lausn deilunnar á ný og hét því að kalla stuðnings- menn sína frá stjórnarbygging- um sem þeir hafa setið um og ekki hleypt starfsmönnum inn í. „Ég held að ríkisstjórnin sé að gefa eftir vegna þrýstings frá al- menningi og vestrænum stjórn- málamönnum,“ sagði Júsjenkó og bætti við: „Árangur hefur náðst í skipulagningu nýrra kosninga.“ Úkraínska þingið samþykkti vantraust á ríkisstjórn Janúkovitsj í gær. Óvíst er þó hvaða áhrif það hefur því for- sætisráðherrann neitaði að taka mark á samþykkt þingsins. Hann sagðist hvorki taka mark á niðurstöðu atkvæðagreiðslu sem færu fram undir miklum þrýst- ingi, né gæti hann litið svo á að farið hefði verið að þingsköpum við framkvæmdina. Kúsjma getur beitt neitunarvaldi á sam- þykkt þingsins. ■ Vinnumiðlun höfuðborgarsvæðisins: Kennarar skoða reglur KJARAMÁL Kennarar hafa sagt upp störfum í meiri mæli en venjulega en þó hefur ekki verið um neinar fjöldauppsagnir að ræða hjá þeim. Hugrún Jóhannesdóttir hjá Vinnumiðlun höfuðborgarsvæðis- ins segir að kennarar hafi í þó nokkrum mæli haft samband til að kynna sér reglurnar. Hún getur þó ekki metið strax hversu marg- ir kennarar hafa sagt upp störfum þar sem ekki þýði að skrá hjá vinnumiðluninni sig fyrr en fólk hætti að fá laun. - ghs ■ EVRÓPA VEISTU SVARIÐ? 1Hvað er yngsti nemandi Listaháskól-ans, Geir Helgi Birgisson, gamall? 2Hvar í Þórsmörk er nú búið að boraeftir heitu vatni? 3Hve miklu mun hækkun áfengisgjaldsskila í ríkissjóð? Svörin eru á bls. 46 „Já, ég man eftir Árna Johnsen, hann var svo skrítinn.“ Gísli á Uppsölum „Snilldarsaga.“ Jakob Bjarnar Grétarson, DV Árni les úr bók sinni á Súfistanum í kvöld - Allir velkomnir! Ríkisútvarpið: Enn tvær fréttastofur FRÉTTIR Útvarpsráð afréð á fundi á mánudag að ráðið yrði í stöðu fréttastjóra útvarps. Bogi Ágústsson, forstöðumað- ur fréttasviðs, hafði mælst til að ekki yrði ráðið í stöðuna heldur yrði hann yfirfréttastjóri beggja, Elín Hirst honum næstráðandi og vaktstjórar stjórnuðu hvorri fréttastofunni fyrir sig; sjónvarps og útvarps. Nokkrar umræður spunnust um málið en útvarpsráð var einhuga um að hafna hug- myndinni og halda í sjálfstæði fréttastofanna. - gag Selfoss: Lést af slysförum ANDLÁT Maðurinn sem lést þegar ekið var á hann á Eyrarvegi á Sel- fossi að morgni sunnudagsins 28. nóvember síðast- liðinn hét Svein- björn Júlíusson, fæddur 22. des- ember árið 1963. Sveinbjörn var til heimilis að Reykjamörk 15 í Hveragerði. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. ■ Landspítali - háskólasjúkrahús: Mælt með sam- einingu stofnana HEILBRIGÐISMÁL Sameining Rann- sóknarstofnunar Landspítala - há- skólasjúkrahúss, Blóðbankans og Rannsóknarstofu í meinafræði í eitt rannsóknarsvið er grunnur- inn að frekari framförum í fag- legu starfi, hagræðingu og bættri þjónustu, að því er fram kemur í skýrslu starfshóps sem forstjóri sjúkrahússins skipaði um miðjan september. Starfshópurinn nefnir samein- að svið stofnananna lífvísinda- svið, en í skýrslunni kemur þó jafnframt fram að hægt væri „að ná áþreifanlegum árangri með verulegum umbótum í húsnæðis- málum rannsóknarsérgreina.“ Fram kemur að með sameiginlegu eða samtengdu húsnæði „fengist mikill faglegur og rekstrarlegur ávinningur, bætt þjónusta og verulega auknir samvinnumögu- leikar á sviði kennslu og rann- sókna.“ Starfshópurinn skilaði skýrslu sinni í lok nóvember, en í honum voru Jónas Magnússon sviðs- stjóri, Oddur Fjalldal sviðsstjóri og Guðbjartur E. Jónsson verk- efnastjóri á Landspítala - háskóla- sjúkrahúsi. - óká FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I RANNSÓKNARSTOFUR Í BLÓÐMEINA- OG MEINAFRÆÐI Mælst er til að þrjár rannsóknarstofnanir verði sameinaðar í eina. Sameinuðu þjóðirnar: Fylgjast með Íslendingum MANNRÉTTINDI Louis Arbor, æðsti yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, ætlar að fylgjast grannt með þróun mann- réttindamála á Íslandi eftir að stjórnvöld ákváðu að hætta að styrkja Mannréttindaskrifstofu Ís- lands. Þetta kom fram í fréttum Útvarpsins í gær. Á opnum fundi hjá dönsku mannréttindaskrifstofunni í gær kom ástand mannréttindamála á Íslandi til umræðu þar sem meiri- hluti fjárlaganefndar Alþingis hef- ur lagt til að hætt verði að veita fé til Mannréttindaskrifstofu Íslands og henni gert að sækja um árlega styrki til tveggja ráðuneyta. Því er óttast að sjálfstæði hennar sé stefnt í hættu. Arbor sagði að sterkar innlendar mannréttinda- stofnanir væru áhrifamesta að- ferðin til að vinna að mannréttind- um í hverju ríki. Sérhver aðgerð til að draga úr áhrifum slíkra stofn- ana færu því gegn hugmyndum og vilja alþjóðasamfélagsins. - ghg STÆRSTA FÍKNIEFNAMÁL PORTÚ- GALS Portúgalska lögreglan lagði hald á nærri þrjú tonn af kókaíni þegar hún kom upp um fíkniefna- smygl frá S-Ameríku til N-Evrópu í gegnum Portúgal. Aldrei hefur ver- ið lagt hald á meira af fíkniefnum í einu í Portúgal. ALNÆMISSMITUÐ BÖRN Í KÍNA Alls 160 af 216 börnum í skóla í Lulou í Kína hafa greinst með alnæmi undanfarin ár. Börnin smituðust af foreldrum sínum sem smituðust þegar þeir fengu blóð eða gáfu það. SVEINBJÖRN JÚLÍUSSON JÚSJENKÓ OG JANÚKOVITSJ Frambjóðendurnir sem enn takast á, hálfri annarri viku eftir kosningar, komust að samkomulagi um að hefja viðræður á ný í gær. Júsjenkó hét því að láta stuðningsmenn sína opna hringinn um opinberar byggingar en sagði fólk verða áfram á götum til að leggja áherslu á kröfur sínar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.