Fréttablaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 76
36 2. desember 2004 FIMMTUDAGUR Í spilaranum hjá ritstjórninni Destinyís Child: Destiny Fulfilled, Jimmy Eat World: Futures, U2: How to Dis- mantle an Atomic Bomb, Clinic: Winchester Cathedral, Þeyr: Mjötviður mær og Pinback: Summer in Abaddon. [ TOPP 20 ] X-DOMINOSLISTINN 1. DESEMBER A PERFECT CIRCLE Imagine INTERPOL Evil GREEN DAY Boulevard of Broken Dreams THE USED Take It Away MAUS Over Me Under Me SNOW PATROL How to Be Dead SLIPKNOT Vermillion FRANZ FERDINAND This Fire THE LIBERTINES What Became of the Likely Lads THE THRILLS Not for All the Love in the World GOOD CHARLOTTE Predictable SUM 41 We're All to Blame JET Look What You¥ve Done PLACEBO Twenty Years BRAIN POLICE Coed Fever THE BRAVERY Honest Mistake FUTUREHEADS Meantime JIMMY EAT WORLD Pain THE MUSIC Breaking LIGHTS ON THE HIGHWAY Said Too Much * Listanum er raðað af umsjónar- mönnum stöðvarinnar 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 The Stranglers heldur tónleika hér á landi á laugardag. Bassaleik- arinn J.J. Burnel rifj- aði upp síðustu heim- sókn sveitarinnar til Íslands, í samtali við Birgi Örn Steinars- son. The Stranglers heldur tónleika í íþróttahúsinu í Smáranum á laug- ardag. Hingað hefur sveitin ekki komið síðan árið 1978, nokkrum mánuðum áður en pönkbylgjan flæddi yfir Ísland, á meðan diskó- tekin voru enn allsráðandi. Miðað við hversu sjaldgæfir tónleikar með erlendum sveitum voru þá hér á landi má ætla að The Stranglers hafi haft töluverð áhrif á íslensk ungmenni. Það var þann 11. september 1974 sem liðsmenn The Stranglers sóttu um einkaréttinn á nafninu. Dagsetningin ógurlega hefur því allt aðra þýðingu fyrir þá félaga, og öllu léttari. Sveitin hefur aldrei lagt árar í bát á þeim 30 árum sem hún hefur starfað. Nokkrar manna- breytingar hafa þó orðið, sú stærsta þegar söngvarinn Hugh Cornwell yfirgaf sveitina fyrir um 14 árum síðan. The Stranglers gaf nýverið út sína fyrstu plötu í sex ár, Norfolk Coast, og hefur sveitin ekki fengið betri viðbrögð við plötu í ein 20 ár, að sögn bassaleikarans J.J. Burnel. Hann viðurkennir fúslega að ald- urinn hægi á sköpunarferlinu. „Við erum líka bara orðnir latari,“ viðurkennir Burnel fús- lega. „Það eru aðrir hlutir í lífinu, Guði sé lof. Ef maður væri bara að gera tónlist hefði maður ekkert að segja lengur, er það?“ Hvernig var það að skipta um söngvara á sínum tíma? „Það var mjög erfitt. Fólk hafði ekki mikla trú á okkur þá og við neyddumst til þess að sanna okkur alveg upp á nýtt. Við erum búnir að því núna. Paul er búinn að vera með okkur í 14 ár. Fólk er í eðli sínu íhaldssamt, það tók okkur langan tíma að koma þessari breyt- ingu í gegn. Fólk tekur Paul núna loksins sem einum af sveitinni.“ Heldurðu einhverju sambandi við Hugh? „Nei, ég reyndi það. Hann skellti á mig síðast þegar ég hringdi. Ég vil ekki búa í fortíðinni, þannig að ég velti mér ekkert upp úr því að reyna að ná sáttum við hann. Við skildum ekki í góðu.“ Þið voruð frekar grófir á yngri árum, bæði í textum og framkomu. Áttuð það til að fá strippdansara upp á svið og svoleiðis. Þegar þið brutust svo út á poppmiðin, brugð- ust gömlu pönkararnir illa við? „Við höfum hvort eð er alltaf verið gagnrýndir harkalega. Alveg frá fyrstu plötunni okkar, þannig að það skiptir engu máli. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því af hverju þetta eltir okkur. Áður en við gáfum út fyrstu plötuna okkar lenti ég í miklu rifrildi við Paul úr The Clash. Upp frá því lentum við upp á kant við alla þá sem voru aðdáendur Sex Pistols og The Clash. Fjölmiðlarnir tóku upp hanskann fyrir þá, jafnvel þó að við seldum miklu fleiri plötur en báðar þessar sveitir. Við urðum bara að halda áfram, og höfum gert það síðan. En það sem rústar manni ekki gerir mann bara sterkari.“ The Stranglers spilar ekki oft á tónleikum og vegna þessa segir JJ hverja tónleika verða betri fyrir vikið, auk þess sem fleiri mæti. Hann segir þá félagana engan veginn vana þessu lengur og vill ekkert gefa upp um tónleikadag- skrána á laugardaginn. Nýja platan heitir Norfolk Coast, eftir fallegri strandlengju á austurströnd Bretlands. „Ég bjó þarna í gömlu húsi frá 17. öld um tíma. Rétt hjá var friðað fuglasvæði. Í einum hól, sem var um 400 metra frá húsinu mínu, fannst rúmlega 2000 ára gömul bygging sem fornleifafræðingar halda að drúidar hafi byggt. Það var hringur af viðarkössum úr eik. Þeir halda að þarna hafi mönnum verið fórnað til guðanna. Núna kalla þeir þetta Sea-henge. Ég fór oft þangað til þess að vera einn, hugsa og skrifa. Maður fær ekki svona tækifæri oft, og mig langar ekki að semja í hótelherbergjum.“ Fjalla lögin á nýju plötunni þá eitthvað um þennan stað? „Nei, bara þann heim sem við búum í. Það er eitt lag á plötunni sem fjallar um stærstu mótmæli sem hafa verið haldin í breskri sögu í fyrra, gegn stríðinu á Írak. Mótmælin voru algjörlega hunsuð. Það er líka lag um hvern- ig það er til fólk í heiminum í dag sem þykist stjórna því hver sann- leikurinn sé. Þannig er verið að klúðra heimsmálunum.“ Það þora ekki allir tónlistar- menn að vera pólitískir. „Það er þeirra vandamál. Sem íbúi í þessu landi finnst mér það okkar skylda að hafa skoðun á heimsmálunum og tjá þau.“ Liðsmenn The Stranglers ætla aðeins að stoppa hér í tvær nætur. Burnel man þó vel eftir síðustu heimsókn. „Ég man eftir að hafa séð fallegustu stúlkur og yngstu fyllibyttur sem ég hef á ævinni séð. 12 ára strákar drekkandi spíra! Svo fór ég á diskótek, og þar brutust út heljarinnar slags- mál, þannig að ég fór,“ segir Burnel og hlær að endurminning- unni. Hljómar svo sannarlega eins og Ísland. ■ Yngstu fyllibyttur í heimi! THE STRANGLERS Sveitin kom hingað til lands fyrir 26 árum og ætlar að endurtaka leikinn á laugardaginn kemur. Íslandsvinirnir í Keane ætla að hefja upptökur á annarri breið- skífu sinni um jólin. Sveitin lék fyrir fullum sal í Listasafni Reykjavíkur á Airwaves-hátíðinni og er að komast í hóp stórstirna í Bretlandi eftir útgáfu plötunnar Hopes and Fears. Hljómborðsleikarinn Tim Rice-Oxley hefur verið iðinn við að semja ný lög í hljómsveitarrút- unni og eru liðsmenn ánægðir með árangurinn. Sveitin hefur þegar leikið nokkur af þessum nýju lögum á tónleikum, þar á meðal hér á landi. Þar á meðal voru lögin Hamburg Song, Noth- ing in Your Way og On a Day Like Today. Aðdáendur geta heyrt þessi lög þegar Rás 2 leikur upptökur af tónleikunum. Eftir frábærar undirtektir fyrstu plötunnar má búast við því að fylgifiskur hennar skili sér í búðir strax á næsta ári. ■ Keane byrjar á næstu plötu KEANE Íslandsvinirnir í Keane eru að fara að byrja á nýrri plötu. „And there won't be snow in Africa this Christmas time. The greatest gift they'll get this year is life.“ - Stórstjörnurnar í breska poppinu sungu um jól í skugga hungursneyðar í laginu Do They Know Itís Christmas? fyrir margt löngu. Lagið var svo endurupptekið nýlega. A PERFECT CIRCLE Verma enn toppsæti X-Dominoslistans með Imagine.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.