Fréttablaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 4
4 2. desember 2004 FIMMTUDAGUR MÓTMÆLI Hópur fólks mótmælti stuðningi Íslands við innrásina í Írak fyrir framan alþingishúsið í gær, líkt og undanfarna daga. Minna var þó um að alþingismenn ræddu við mótmælendur en daginn áður því þingstörf lágu niðri í gær. Í dreifibréfi sem einn af skipu- leggjendum mótmælanna sendi í tölvupósti kemur fram að skiltin hafi á þriðjudaginn vakið nokkur viðbrögð meðal þingmanna sem sumir hafi jafnvel reiðst mjög orða- laginu sem á þeim er viðhaft. Í dreifibréfinu kemur fram að til nokkurra orðaskipta hafi komið, en niðurstaða mótmælendanna eftir þau hafi verið að frekar væri þörf á fleiri skiltum en færri. Mótmæli þessi hafa þó ekki ver- ið ýkja fjölmenn, á þriðjudaginn voru átta manns sem mótmæltu þegar fjölmennast var og í hópnum voru sex þegar ljósmyndara bar að garði í gær. - óká ÁTVR segir að ekkert útboð hafi farið fram Forstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins segir að ekkert útboð hafi farið fram í Hveragerði. Auglýst hafi verið eftir samstarfsaðila. Eigandi Sunnumarkar vísar rökum forstjórans á bug. MÁLAFERLI Forsvarsmenn Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins þver- taka fyrir það að útboð hafi farið fram vegna reksturs vínbúðar í Hveragerði. Fréttablaðið greindi frá því í gær að verið væri að und- irbúa stefnu gegn ÁTVR fyrir brot á lögum um framkvæmd útboða. Stefna er meðal annars byggð á því að tilboð hafi ekki verið opnuð að bjóðendum viðstöddum og enginn þeirra hafi fengið upplýsingar um það hvað Essó, sem fékk rekstur- inn, bauð. Í bréfi sem Höskuldur Jónsson, forstjóri Áfengis- og tóbaksversl- unarinnar, sendi Fréttablaðinu í gær kemur fram að auglýst hafi verið í blöðum eftir leiguhúsnæði og samstarfsaðila í Hveragerði. Leyfi hafi fengist hjá bæjaryfir- völdum að leggja fram möppu með gögnum um málið á skrifstofu bæjarins. „Hvergi í gögnum eða auglýs- ingu var minnst á útboð.“ segir í bréfi Höskuldar. „Í lok auglýsing- arinnar segir: Með allar upplýsing- ar verður farið sem trúnaðarmál.“ Hins vegar kemur fram í bréf- inu að þó ekki hafi verið um útboð að ræða hafi ÁTVR óskað eftir því að fulltrúi fjármálaráðuneytisins yrði viðstaddur opnun tilboðanna. Vegna þess að málið hafi verið skil- greint sem trúnaðarmál hafi ekki verið tilefni til að biðja um nær- veru tilboðsgjafa. Í bréfi Höskuld- ar kemur fram að þó ÁTVR telji sig ekki þurfa að taka lægsta boði í krónum talið hafi „langhagstæð- asta“ tilboðið komið frá Essó. „Að huglægu og peningalegu mati loknu ákvað ÁTVR að ganga til samninga við Olíufélagið ehf.,“ segir í bréfinu. Höskuldur furðar sig á því að Sveinbjörn Sveinbjörnsson, fram- kvæmdastjóri SS verktaka sem á Sunnumörk, sé að undirbúa stefnu þar sem hann hafi ekki gert tilboð. Sveinbjörn segist vera að undirbúa málsókn sem eigandi húsnæðisins. Spurður um rök ÁTVR fyrir því að þetta hafi ekki verið útboð, segir Sveinbjörn: „Hvað var þetta þá? Auðvitað var þetta útboð. Þegar ákvörðun var tekin um að opna vín- búð í Hveragerði sögðu forsvars- menn ÁTVR sjálfir að þeim væri ekki stætt á öðru en hafa útboð.“ Þessi skoðun Sveinbjörns virð- ist vera nokkuð almenn meðal ein- staklinga á Suðurlandi sem hafa gert tilboð í rekstur ÁTVR en ekki fengið. Þegar Fréttablaðið ræddi við nokkra einstaklinga sem buðu í reksturinn á Vík, Kirkjubæjar- klaustri og Þorlákshöfn voru þeir sammála um að á þessum stöðum hefðu farið fram útboð. Höskuldur sagði hins vegar í Fréttablaðinu í gær að þar hefði ekki verið um út- boð að ræða heldur verðkönnun. trausti@frettabladid.is Opnaðir þú jóladagatal í morgun? Spurning dagsins í dag: Hefur þú áhyggjur af fuglaflensu? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 81,3% 18,7% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun Hæstiréttur: Hafnar vitnavernd DÓMSMÁL Maður, sem ákærður er fyrir að ráðast á mann vopnaður öxi á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði í byrjun september, þarf ekki að víkja úr réttarsal á meðan vitni koma fyrir réttinn. Kemur þetta fram í dómi Hæsta- réttar sem sneri ákvörðun Hér- aðsdóms Reykjaness um að vitni fengju vitnavernd. Þótti Hæstarétti ekki nægilega sýnt fram á raunverulega ógn við öryggi vitnanna. Þrjú vitni sem notið höfðu nafnleyndar við skýrslutöku hjá lögreglu höfðu óskað eftir áframhaldandi nafn- leynd við dómsmeðferð. - hrs KEYRÐI Á UMFERÐARLJÓS Öku- maður keyrði á umferðarljós á gatnamótum Strandgötu og Gler- árgötu um klukkan hálf tvö í fyrrinótt. Engin slys urðu á fólki. Ekki lágu fyrir upplýsingar um hvað varð til þess að ökumaður- inn missti stjórn á bíl sínum. „Fróðleg og skemmtileg“ „Málsvörn og minningar er fróðleg lesning, oft skemmtileg og stundum nærgöngul.“ - Silja Aðalsteinsdóttir, Mbl. Matthías Johannessen skáld gerir upp við samtíma sinn í þessari hressilegu bók. Hann var í áratugi í eldlínu þjóðfélagsumræð- unnar, nú horfir hann á vígvöllinn úr fjarlægð sem veitir honum færi á að greina og túlka það sem hann sér. Innlifun og eldmóður einkenna stíl skáldsins sem fer geyst og kemur víða við. Matthías les úr bók sinni á Súfistanum í kvöld - Allir velkomnir! ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Dæmdur í fangelsi: Stal jakka og debetkorti DÓMSMÁL Maður á fimmtugsaldri var í vikunni í Héraðsdómi Norð- urlands eystra dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir að stela jakka og debetkorti síðasta sumar. Debetkortið var í jakkanum, sem maðurinn stal af þvottasnúru á Akureyri. Maðurinn notaði kort- ið í viðskiptum og stal af reikningi þess tæplega átta þúsund krónum. Hann játaði brotið og hefur að fullu bætt tjónið sem hann olli. Þótti því mega dæma hann til lág- marksrefsingar, sem þó var ekki hægt að skilorðsbinda vegna sakaferils hans. - hrs MÓTMÆLI VIÐ ALÞINGISHÚSIÐ Síðustu daga hefur komið saman nokkur hópur fólks með mótmælaskilti á Austur- velli í þeim tilgangi að mótmæla stuðningi Íslands við innrásina í Írak. Mótmæli framan við Alþingishúsið: Þingmenn reiðast orðalagi mótmælenda FORSTJÓRI ESSÓ TALAÐI UM ÚTBOÐ Þegar fjallað var um verslunarrekstur Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins í Hveragerði í júní í sumar sagði Hjörleif- ur Jakobsson, forstjóri Essó, að um út- boð væri að ræða. „ÁTVR bauð út eða óskaði tilboða í samstarf um þennan rekstur og í þeim útboðsgögnum var mjög vel skilgreint hver stærð verslunar ætti að vera, opnunartími og svo framvegis,“ sagði Hjörleifur í Ríkisútvarpinu 16. júní. „Við buðum einfaldlega hagstæðast í þann rekstur og okkur finnst að það sé það sem skiptir máli í þessu sambandi.“ FORSTJÓRI ÁFENGIS- OG TÓBAKSVERSLUNAR RÍKISINS Höskuldur Jónsson sendi Fréttablaðinu bréf í gær þar sem hann þvertekur fyrir það að út- boð hafi farið fram um rekstur vínbúðar í Hveragerði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.