Fréttablaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 50
F2 18 2. desember 2004 FIMMTUDAGUR á Hótel Örk Fjáröflunardansleikur Zontaklúbbs Selfoss til styrktar Geðhjálp á Suðurlandi 8. janúar 2005 Hinn vinsæli Vínardansleikur verður haldinn laugardaginn 8. janúar 2005 að Hótel Örk. Hátíðin hefst klukkan 19.00 með fordrykk. Glæsilegur fimm rétta hátíðarkvöldverður. Dansleikur með hljómsveit hússins til 03.00. Veislustjóri: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Einsöngvari: Guðrún Ingimarsdóttir. Undirleikur: Anna Guðný Guðmundsdóttir Einleikur á fiðlu: Sigrún Eðvaldsdóttir Hljómsveit: Veislutríóið ásamt Sigrúni Eðvaldsdóttur spilar milli 20.00 og 24.00. Matseðill: Humar og hörpuskelsmús með ástríðualdinsósu og steinseljufrauði. * Villisveppa cappuchino. * Vatnsmelónu carpaccio með ávaxtatartar og mintu. * Andabringa gljáð með mandarínu og engifer, framreidd með kryddsoðinni kartöflu og seljurótarkremi ásamt aprikósupiparsósu og ristuðum fennel. * Súkkalaðiturn á vanillugrunni með pistasíuhnetum. Verð með gistingu: 10.100,- kr. á mann í tvíbýli. Verð án gistingar: 6.800,- kr. Pantanir í síma 483 4700, info@hotel-ork.is Hvar er staðurinn? Jómfrúin, Lækjargötu, 101 Reykjavík Hvernig er stemningin? Hingað kemur fólk vegna þess hve maturinn er góður. Staðurinn minnir helst til of mikið á mötuneyti eða kaffi- teríu en það virðist ekki aftra fólki frá því að koma aftur og aftur. Staðurinn er sérstaklega vinsæll í hádeginu á virkum dögum og svo um helgar. Gestir á virk- um dögum eru flestir úr viðskiptalífinu og stofnunum í miðbænum. Um helgar er meira um gesti sem annaðhvort eru búsettir í miðbænum eða hafa gert sér ferð í miðbæinn. Jakob Jakobsson, ann- ar eigenda Jómfrúarinnar, er fyrsti karl- maðurinn í heimi til að bera titilinn „Smørrebrødsjomfru“... Hvað er á matseðlinum? Smørrebrød, smørrebrød og aftur smørrebrød – allar mögulegar útgáfur af þjóðarstolti Dana enda finna hér allir eitthvað við sitt hæfi. Rauðsprett- an er sérstaklega ljúffeng og sömuleið- is buff tartar. H.C. Andersen er sér- staklega danskur og góður – rúgbrauð með lifrarkæfu og beikoni. Þeir sem ekki kjósa smørrebrød geta gætt sér á ljúffengri fleskesteg með purru, rauðkáli, súrum gúrkum og alles, sem boðið er upp á í hádeginu. Stundum er einnig boðið upp á hakkabuff á gamla mátann – og er það sérstaklega vinsælt hjá börnun- um. Auk hefðbundinna rétta er boð- ið upp á sérstakan jólamatseðil í des- ember. Hver er mest seldi rétturinn? Íslenska rauðsprettan er vinsælust enda heitir hún „rauðsprettan vinsæla“ á matseðlinum. Hvað kostar máltíðin? Heil sneið kostar á bilinu 1.000 til 1.600 krónur, en buff tartarinn er dýr- ari. Hálf sneið er frá 680 til 1.000 krónur. Rifjasteikin kostar 1.600. Erdinger er þekktasti og mest seldi hveitibjór í heiminum í dag og er eingöngu bruggaður í smábænum Erding rétt fyrir utan München. Hann er eini hveiti- bjórinn sem er með eftirgerjun í flöskunni og ekki síst þess vegna er hann jafn ferskur og bragðgóður og raun ber vitni. Erdinger hveiti- bjórinn skal alltaf drekka úr þar til gerðu hveitibjórglasi. Nú eru fáan- legar í Vínbúðunum Heiðrúnu og Kringlunni gjafapakkningar með tveimur Erdinger hveitibjórum og einu hveitibjórglasi. Verð í Vínbúðum 790 kr. Jómfrúin: Smørrebrødið alltaf vinsælt Hvaða matar gætir þú síst verið án? Grænmetis því ég er grænmetisæta. Ég er brjáluð í brokkólí, súkkini og svo finnst mér kartöflur rosalega góðar ásamt tómötum. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Ég er hætt að borða allan mat sem mér finnst vondur. En versti matur sem ég hef smakkað er grásleppa, rauð- magi og hákarl. Alger viðbjóður. Fyrsta minningin um mat? Ég man bara þegar ég sat við eldhús- borðið heima þegar mamma varð alveg brjáluð því ég var alltaf að gretta mig framan í kaffikönnuna sem ég notaði sem spéspegil. Besta máltíð sem þú hefur smakkað? „Oh my got“, ég var í Lundúnum um daginn og þar smakk- aði ég bestu máltíð í langan tíma á veit- ingastaðnum Memories Of India. Þetta var einhver unaðslegur brokkólíréttur í svakalegu kryddi, hvítlaukskartöflur, tómatréttur og jógúrtsósa. Ég fékk mér ferskan mangó í desert. Hvað borðar þú þegar þú þarft að láta þér líða betur? Þá fæ ég mér koffínlausan Sojalatte á Kaffitári og svo fer ég til Sæmundar á veitingastaðnum Á næstu grösum. Hvað áttu alltaf í ísskápnum? Grænmeti og Egils Kristall. Ef þú yrðir föst á eyðieyju, hvaða mat myndir þú taka með þér? „Ég veit það ekki, örugglega kartöflur og brokkólí og reyni svo að naga mangó af trjánum.“ Matgæðingurinn Helga Braga Jónsdóttir leikkona Á þjóðlegu nótunum Þótt það sé mikil hefð fyrir þvíað belgja sig út af kjötmeti ogvillibráðum á þessum tíma ergott að geta brugðið út af van- anum og bjóða upp á girnilegan græn- metisrétt. Mikael Levin, kokkur á Grænum kosti, gefur hér uppskrift að girnilegum ofnrétti sem kemur frá Rússlandi og ber heitið Padach. Rúss- neskur matur er ekki eitthvað sem Íslendingar eru vanir og því tilvalið að bjóða upp á girnilegan en framandi ofnrétt sem er borinn fram með val- hnetukæfu. Hér er um að ræða nokkra fyrirhöfn sem er þess virði fyrir þá sem vilja halda gæðum og glæsileika mat- seldarinnar þó að hollustan sé í fyrir- rúmi. Fyllingin Þar sem kartöflurnar eru ekki flysjaðar þarf að þrífa þær mjög vel. Í hýðinu er að finna vítamín sem gefur réttinum enn meira hollustugildi. Þær eiga að sjóða vel lengi, alveg þangað til að þær eru orðnar vel mjúkar. Það á síðan að mykja laukinn og hvítlaukinn á pönnu og skera niður hvítkálið og bæta því við. Þegar kartöflurnar eru tilbúnar, eru þær muldar í höndunum og bætt út í, svo krydda og allra síðast er ostinum bætt út í. Á meðan öllu þessu stendur á að gera deigið klárt. Því á að hnoða sam- an, fletja út í sömu stærð og það eld- fasta mót sem á að nota. Fyllingin er sett í eldfasta mótið sem á að smyrja, deigið sett yfir og þetta bakað í ofn- inum í 20 mínútur á 180 gráðu hita. Rússnesk valhnetufylling Á meðan rétturinn er að bakast á að gera valhnetukæfuna. Steikja laukinn á pönnu, grófsaxa hneturnar og mauka baunirnar með matvinnsluvél með kryddinu og sítrónusafa. Þessu er síðan öllu blandað saman í skál og þá er kæf- an tilbúin. Íslenskt vatn með klökum eða græn- metissafi ætti að vera punkturinn yfir i- ið í þessari bragðgóðu hollustumáltíð. Uppskrift Fylling 800 gr. af soðnum kartöflum 1 stór laukur 1/2 hvítkálshaus skorinn 1 bolli ostur (soja) 1 búnt ferskt dill salt og pipar eftir smekk 1/2 tsk. chilli 2 rif saxaður hvítlaukur ólífuolía til steikingar Deig 600 gr. hveiti 2 tsk salt 2 tsk lyftiduft 3 dl AB mjólk volgt vatn eftir þörfum Rússnesk valhnetukæfa 1 bolli canellini baunir (fást í dós) 1 meðalstór laukur 400 gr. valhnetur 1 búnt ferskur kóríander salt og pipar smá chilli sítrónusafi úr einni sítrónu 1 matsk. olía til steikingar Mikael Levin kokkur á Grænum kosti. Með grænmetiskveðju frá Rússlandi Girnileg baka með valhnetukæfu Erdinger hveitibjór í gjafaumbúðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.