Fréttablaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 14
14 Húsabakkaskóli: Sjálfstæðis- menn sitja hjá SVEITARSTJÓRNARMÁL Bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar kom í fyrsta sinn saman aftur, eftir endurnýjað stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þar sam- þykktu framsóknarmenn að setja á fót þriggja manna vinnuhóp til að útfæra gögn varðandi framtíðar- skipan grunnskólamála í Dalvíkur- byggð og framtíð Húsabakkaskóla. Hópurinn á að skila áliti sínu fyrir 31. janúar 2005. Sjálfstæðismenn sátu hjá við afgreiðslu málsins. Í nóvember slitnaði upp úr meiri- hlutastarfi framsóknar- og sjálf- stæðismanna vegna ágreinings um framtíð Húsabakkaskóla. ■ HEILBRIGÐISMÁL Svæðisstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunari nnar (WHO) segir það tilfinningu manna að dúfur eigi nú stærstan þátt í að breiða asísku fugla- flensuna út. Rannsóknir bendi til þess að verstu plágurnar ríði yfir þegar stærð dúfnastofna sé hvað mest. Allt að 100 milljónir manna gætu dáið í fuglaflensufaraldri, er haft eftir svæðisstjóra Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar fyrir Vestur-Kyrrahafssvæðið í netútgáfu Guardian. Hann hvatti þjóðir heims í fyrradag til bráðra varnaraðgerða gegn hugsanlegum faraldri. Svæðisstjórinn, Shigeru Omi, taldi heimsfaraldur af völdum flensunnar nær óhjákvæmilegan; að minnsta kosti 7-10 milljónir manna muni deyja, en verstu spár geri ráð fyrir að faraldurinn muni granda 50 milljónum, jafnvel 100 milljónum manna. Þá er haft eftir svæðisstjór- anum að það tæki faraldurinn ekki langan tíma að breiðast út um heiminn eftir að hann væri einu sinni lagður af stað. Það tæki aðeins vikur og séu þjóðir heims ekki í viðbragðsstöðu muni það hafa alvarlegar afleiðingar. Sagan hafi sýnt að faraldur gjósi upp á 30 ára fresti að meðaltali. ■ Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin: Dúfur taldar breiða fuglaflensu út 2. desember 2004 FIMMTUDAGUR Foreldrar Feribu fengu skaðabætur Afgönsk stjórnvöld hafa greitt foreldrum stúlkunnar sem lést í sprengjutilræði á Kjúklingastræti 140 þúsund króna skaðabætur. Til- ræðismaðurinn kom gagngert frá Pakistan til að gera árásina. STJÓRNMÁL Afganska ríkisstjórnin hefur greitt fjölskyldu Feribu, 13 ára gamallar stúlku sem lést í sjálfsmorðsárás á íslenska friðar- gæsluliða í Kabúl, rúmar 140 þús- und krónur í skaðabætur fyrir dótturmissinn. Þetta kemur fram í nýrri grein um tilræðið í vefriti IWPR (Institute for War and Peace Reporting). Talibshah Khaksar, faðir stúlkunnar, segir í viðtali við IWPR að þetta hafi ekki hrokkið fyrir útför hennar. Um hundrað þúsund krónur söfnuðust handa fjölskyldunni í söfnun hér á landi. Haft er eftir heimildum innan afgönsku leyniþjón- ustunnar að tilræð- ismaðurinn hafi heitið Matiullah og verið þekktur sem félagi í hreyfingu undir stjórn Maulavi Younis Khalis sem síðar gekk í raðir Tali- bana. Matiullah var búsettur í Shamshatu-flóttamannabúðunum í Peshawar í Pakistan en kom gagngert til Kabúl til að fremja hryðjuverk. Afganskir embættismenn, Sameinuðu þjóðirnar, erlend sendiráð og ýmis hjálparsamtök höfðu á undanförnum mánuðum annað slagið varað við hættunni af því að versla á Kjúklingastræti. Feriba, 13 ára gömul afgönsk stúlka, og 23 ára gömul bandarísk kona létust í árásinni og þrír ís- lenskir friðargæsluliðar særðust. Þrátt fyrir dauða Feribu halda börn ennþá áfram að stunda götu- sölu í Kjúklingastræti. Haft er eftir Rohullah, tíu ára, sem selur kort og bréfsefni á Kjúklinga- stræti, að hann sé ekki hræddur. Tekjurnar af því að selja útlend- ingum séu svo miklar að hann geti ekki annað. Sima Gul, 12 ára, sem selur plastsólgleraugu, seg- ir: „Ég hræðist ekkert. Ég þarf að sjá fjölskyldunni fyrir mat, ann- ars deyjum við úr hungri.“ Mohammad Yousuf, yfirmað- ur Ashiana, þjálfunar- og mennt- unarmiðstöðvar fyrir börn í Kabúl, segir að götusölubörnin séu í mestri hættu vegna árása á útlendinga. „Börnin láta ekki í ljós hræðslu en árásirnar hafa haft slæmar sálfræðilegar afleiðing- ar fyrir þau. Þau eru hrædd við að verða rænd og verða fórnar- lömb árása á útlendinga. Þau hafa hins vegar engan annan kost.“ Ashiana-miðstöðin hefur á prjónunum námskeið þar sem götubörnum verður kennt að skynja þær hættur sem leynast á götum Kabúl. a.snaevarr@frettabladid.is ■ EVRÓPAStúlku rænt í Kópavogi: Engin vitni að brottnámi MANNRÁN Ekki hefur enn borist ábending frá neinum sem telur sig hafa orðið vitni að því þegar níu ára stúlku var rænt í Kópa- vogi fyrir rúmri viku síðan. Þær ábendingar sem lögreglunni hafa borist beinast allar að mönnum sem falla undir lýsingu stúlkunn- ar á mannræningjanum. Lögreglan hefur rætt við á ann- an tug manna sem lýsingin á við en enginn þeirra hefur verið handtekinn. Friðrik Smári Björg- vinsson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi, segir flestar ábending- arnar hafa komið fyrst eftir að óskað var eftir upplýsingum en þeim hafi farið fækkandi. Samkvæmt lýsingu stúlkunnar er maðurinn krúnurakaður, með gleraugu með svartri umgjörð. ■ RUMSFELD KÆRÐUR Fjórir Írakar sem voru fangar í Abu Ghraib hafa kært Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna fyrir mannréttindabrot. Þeir segja hann bera ábyrgð á þeim misþyrmingum sem bandarískir hermenn beittu fanga í íröskum fangelsum.. Hópur þýskra og bandarískra lögmanna flytur málið fyrir þeirra hönd. Málið er flutt í Þýskalandi þar sem þýsk lög heimila að útlendingar séu kærðir fyrir stríðsglæpi. ÞRÍR HANDTEKNIR Franskir lög- reglumenn handtóku þrjá ein- staklinga sem tengjast Mikel Iri- arte, meintum höfuðpauri ETA. Einn þremenninganna er bróðir manns sem veitti Iriarte hæli en tveir þeirra pössuðu son hans í þrjú ár. Handtaka Iriarte fyrir nokkrum vikum þótti mikill áfangi í baráttunni gegn ETA. STJÓRNMÁL Pétur H. Blöndal, for- maður efnahags- og viðskipta- nefndar Alþingis, segist ekki van- hæfur til að gegna þingstörfum þrátt fyrir að hann hafi tekið að sér stjórnarformennsku í SPRON: „Það var fjallað um þetta á þing- flokksfundi og niðurstaðan varð sú að þingmenn væru kosnir á þing til að gæta hagsmuna. Auk þess væri SPRON lítil eining miðað við fjár- málamarkaðinn í heild.“ Efnahags- og viðskiptanefnd fjallar um málefni sem geta snert starfsumhverfi banka- og fjár- málafyrirtækja. Jóhanna Sigurðardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, segir að Pétur sé sennilega ekki van- hæfur en hins vegar sé það af- skaplega óeðlilegt að hann gegni formennsku í SPRON: „Þetta er ákveðinn hagsmunaárekstur.“ Pétur bendir á að Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, sé formaður BSRB og margir þingmenn séu jafnframt sveitarstjórnarmenn og Alþingi fjalli ekki svo lítið um málefni sveitarfélaga. Pétur segist munu hér eftir sem hingað til gæta hags- muna skattgreiðenda og almenn- ings á Alþingi, ekki sérstaklega stofnfjáreigenda í SPRON. - ás Pétur Blöndal: Segist ekki vanhæfur VIÐVÖRUN Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvetur þjóðir heims til að vera viðbúnar fuglaflensufaraldri. FERIBA Stúlkan sem lést í sprengjutilræðinu á Íslendinga í Kabúl. Kenna á götubörnum að læra að skynja hættuna sem að þeim steðjar, aðallega vegna hugsanlegra árása á erlenda her- menn og friðargæsluliða. „Ég hræðist ekkert. Ég þarf að sjá fjölskyldunni fyrir mat, annars deyj- um við úr hungri.“ PÉTUR BLÖNDAL Segir að allir þingmenn gæti hagsmuna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R GENGIÐ Í NEFIÐ Frönsk börn geta nú lært líffræði með því að ganga inn um líffæri mannslíkamans og skoða hann með margvíslegum hætti á sýningu sem hefur verið sett upp í París. Á henni er notast við orðaforða barna til að kenna þeim sitthvað um öndunar- og meltingarfæri líkamans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.