Fréttablaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 81
Hér í eina tíð samdi sjónvarps-
maðurinn Bjarni Hafþór Helga-
son nokkra smelli fyrir gleðisveit-
ina Skriðjökla, þar á meðal hina
sígildu spurningu hvort ekki sé
tími til kominn að tengja.
Bjarni er fyrir löngu hættur í
sjónvarpi og gegnir um þessar
mundir stöðu skrifstofustjóra Líf-
eyrissjóðs Norðurlands. Hann er
þó engan veginn hættur að búa til
lög. Þessa dagana er hann að
senda frá sér sinn fyrsta geisla-
disk með nýjum lögum sem aldrei
hafa heyrst áður.
„Við höfum lagt gríðarlega
vinnu í þennan disk,“ segir Bjarni
Hafþór, sem fékk til liðs við sig
sjö tónlistarmenn, þar á meðal
söngvarana Heimi Bjarna Ingi-
marsson og Örnu Valsdóttur.
Á disknum eru bæði nokkuð
hefðbundin dægur-
lög við texta Bjarna
sjálfs, og svo all-
mörg lög við ljóð
Ragnars Inga Aðal-
steinssonar úr
ljóðabókinni Jörð,
sem Bjarni segir
vera af svolítið
öðru tagi en þau lög sem hann er
vanur að semja.
„Hún er á einhverjum óræðum
stað þessi tónlist. Hún er í áttina
að einhverju sem við köllum dæg-
urtónlist en líka í áttina að ein-
hverju öðru sem við erum ekki al-
veg klár á hvað er.“
Bjarni Hafþór verður með út-
gáfutónleika í kvöld í Ketilhúsinu
á Akureyri ásamt hljómsveitinni
sinni, sem heitir Ókyrrð eins og
diskurinn. ■
41FIMMTUDAGUR 2. desember 2004
Kvennakór Reykjavíkur heldur
tvenna tónleika á aðventu í Graf-
arvogskirkju. Fyrri tónleikarnir
verða í kvöld klukkan 20, en þeir
síðari á sunnudaginn klukkan 17.
„Við erum með mjög klassíska
tónleika í ár,“ segir Sigrún Þor-
geirsdóttir, sem hefur stjórnað
Kvennakór Reykjavíkur undan-
farin sjö ár.
„Þungamiðjan á tónleikunum
verður Missa Brevis eftir Mozart
og svo spinnum við í kringum það
fleiri lög eftir Mozart, eitt
Schubert-lag og smá innskot af
Bach.“
Missa Brevis er um það bil
tuttugu mínútna langt verk og
meira lagt í það en venja hefur
verið til hjá Kvennakórnum.
„Við fengum til liðs við okkur
þrjár söngkonur, þrjá strengja-
leikara og organista. Mig hefur
lengi langað til að fást við svona
verk með kórnum. Þetta verður
svolítið öðruvísi stemning en á
hefðbundnum jólatónleikum, og
gaman bæði fyrir mig og kórinn
að takast á við eitthvað nýtt.“
Einsöngvararnir eru þær
Hulda Björk Garðarsdóttir, Sess-
elja Kristjánsdóttir og Jóhanna
Halldórsdóttir, en strengjaleikar-
arnir eru Hjörleifur Valsson,
Helga Torfadóttir og Örnólfur
Kristjánsson. Á orgelið leikur
svo Marteinn Hunger Friðriks-
son. ■
Mozart í aðalhlutverki
■ Tónleikar
■ Tónleikar
KRINGLUKRÁIN UM HELGINA
• Fjölbreyttur sérréttamatseðill
öll kvöld vikunnar
• Tilboðsmatseðill
fyrir Leikhúsgesti
• Hópamatseðill
• Sérsalur fyrir hópa
Borðapantanir í síma 568-0878 www.kringlukrain.is
Mannakorn
með dansleik
um helgina
„Innrásin í Írak - ekki í okkar nafni“
Söfnunarsími 90 20000 Söfnunarreikningur
1150-26-833 (kennitala: 640604-2390)
Þjóðarhreyfingin - með lýðræði
www.thjodarhreyfing.is
KVENNAKÓR REYKJAVÍKUR Heldur jólatónleika á klassísku nótunum í Grafarvogskirkju
í kvöld og á sunnudaginn.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AR
I
Sendir frá sér Ókyrrð
BJARNI HAFÞÓR HELGASON Sjón-
varpsmaðurinn fyrrverandi er að senda frá
sér sína fyrstu hljómplötu og verður með
útgáfutónleika á Akureyri í kvöld.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L.