Fréttablaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 81

Fréttablaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 81
Hér í eina tíð samdi sjónvarps- maðurinn Bjarni Hafþór Helga- son nokkra smelli fyrir gleðisveit- ina Skriðjökla, þar á meðal hina sígildu spurningu hvort ekki sé tími til kominn að tengja. Bjarni er fyrir löngu hættur í sjónvarpi og gegnir um þessar mundir stöðu skrifstofustjóra Líf- eyrissjóðs Norðurlands. Hann er þó engan veginn hættur að búa til lög. Þessa dagana er hann að senda frá sér sinn fyrsta geisla- disk með nýjum lögum sem aldrei hafa heyrst áður. „Við höfum lagt gríðarlega vinnu í þennan disk,“ segir Bjarni Hafþór, sem fékk til liðs við sig sjö tónlistarmenn, þar á meðal söngvarana Heimi Bjarna Ingi- marsson og Örnu Valsdóttur. Á disknum eru bæði nokkuð hefðbundin dægur- lög við texta Bjarna sjálfs, og svo all- mörg lög við ljóð Ragnars Inga Aðal- steinssonar úr ljóðabókinni Jörð, sem Bjarni segir vera af svolítið öðru tagi en þau lög sem hann er vanur að semja. „Hún er á einhverjum óræðum stað þessi tónlist. Hún er í áttina að einhverju sem við köllum dæg- urtónlist en líka í áttina að ein- hverju öðru sem við erum ekki al- veg klár á hvað er.“ Bjarni Hafþór verður með út- gáfutónleika í kvöld í Ketilhúsinu á Akureyri ásamt hljómsveitinni sinni, sem heitir Ókyrrð eins og diskurinn. ■ 41FIMMTUDAGUR 2. desember 2004 Kvennakór Reykjavíkur heldur tvenna tónleika á aðventu í Graf- arvogskirkju. Fyrri tónleikarnir verða í kvöld klukkan 20, en þeir síðari á sunnudaginn klukkan 17. „Við erum með mjög klassíska tónleika í ár,“ segir Sigrún Þor- geirsdóttir, sem hefur stjórnað Kvennakór Reykjavíkur undan- farin sjö ár. „Þungamiðjan á tónleikunum verður Missa Brevis eftir Mozart og svo spinnum við í kringum það fleiri lög eftir Mozart, eitt Schubert-lag og smá innskot af Bach.“ Missa Brevis er um það bil tuttugu mínútna langt verk og meira lagt í það en venja hefur verið til hjá Kvennakórnum. „Við fengum til liðs við okkur þrjár söngkonur, þrjá strengja- leikara og organista. Mig hefur lengi langað til að fást við svona verk með kórnum. Þetta verður svolítið öðruvísi stemning en á hefðbundnum jólatónleikum, og gaman bæði fyrir mig og kórinn að takast á við eitthvað nýtt.“ Einsöngvararnir eru þær Hulda Björk Garðarsdóttir, Sess- elja Kristjánsdóttir og Jóhanna Halldórsdóttir, en strengjaleikar- arnir eru Hjörleifur Valsson, Helga Torfadóttir og Örnólfur Kristjánsson. Á orgelið leikur svo Marteinn Hunger Friðriks- son. ■ Mozart í aðalhlutverki ■ Tónleikar ■ Tónleikar KRINGLUKRÁIN UM HELGINA • Fjölbreyttur sérréttamatseðill öll kvöld vikunnar • Tilboðsmatseðill fyrir Leikhúsgesti • Hópamatseðill • Sérsalur fyrir hópa Borðapantanir í síma 568-0878 www.kringlukrain.is Mannakorn með dansleik um helgina „Innrásin í Írak - ekki í okkar nafni“ Söfnunarsími 90 20000 Söfnunarreikningur 1150-26-833 (kennitala: 640604-2390) Þjóðarhreyfingin - með lýðræði www.thjodarhreyfing.is KVENNAKÓR REYKJAVÍKUR Heldur jólatónleika á klassísku nótunum í Grafarvogskirkju í kvöld og á sunnudaginn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Sendir frá sér Ókyrrð BJARNI HAFÞÓR HELGASON Sjón- varpsmaðurinn fyrrverandi er að senda frá sér sína fyrstu hljómplötu og verður með útgáfutónleika á Akureyri í kvöld. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.