Fréttablaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 71
31FIMMTUDAGUR 2. desember 2004 100% 410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna Íbúðalán Kynntu þér kostina við íbúðalán Landsbankans. Fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum okkar og veldu leiðina sem hentar þér best. Hafðu samband í síma 410 4000 eða á fasteignathjonusta@landsbanki.is Hlutfall kvenna í stjórnum stærstu fyrirtækja hér á landi er aðeins ellefu prósent á Íslandi á meðan hlutfallið á Norðurlöndunum í heild er 16,5%. Ef einungis eru tekin skráð fyrirtæki syrtir enn í álinn því þá er hlutfallið 5% á Íslandi en 18% að meðaltali á Norðurlöndunum.Þetta er niður- staða skýrslu um hlut kvenna í stjórnum og framkvæmdastjórn 500 af stærstu fyrirtækjum á Norðurlöndunum. Valgerður Sverrisdóttir, viðskiptaráðherra var í hópi þeirra sem fylgdu skýrslunni úr hlaði á blaðamanna- fundi í Osló í gær: „Skýringin er sú að eigendur fjármagnsins eru fyrst og fremst karlar. Þeir þurfa að víkka sjóndeildarhringinn.“ Hlutfall kvenna í framkvæmda- stjórn íslenskra fyrirtækja sem voru í úrtaki þessarar norrænu rannsóknar var hins vegar hærra á Íslandi, 15%, en að meðaltali á Norðurlöndunum, 12%. Tvær íslenskar konur, Rann- veig Rist og Kristín Jóhannesdótt- ir, eru í hópi þeirra 10 kvenna sem valdar hafa verið af Nordic 500 sem áhrifamestu konur í stjórnum fyrirtækja á Norðurlöndum. - ás Fæstar stjórnarkonur á Íslandi KRISTÍN JÓHANNESDÓTTIR Hún er stjórnarmaður í Baugi og er talin meðal tíu áhrifaríkustu kvenna í stjórnum fyrirtækja á Norðurlöndum. Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja er lægra hér á landi en á hinum Norður- löndunum. Aðeins fimm prósent stjórnarmanna hér á landi eru kvenkyns. Seðlabankinn gefur út Pen- ingamál í dag. Greiningar- deildir telja að vextir muni hækka en greinir á um hve mikil hækkunin verður. Líklegt er að Seðlabankinn hækki stýrivexti í dag. Bankinn hefur gjarnan tilkynnt um hækkanir samhliða útgáfu á Peningamálum. Stýrivextir hafa hækkað um 1,95 prósentustig á þessu ári og eru nú 7,25 prósent. Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans segir að gert sé ráð fyrir að hækkunin í dag verði nokkuð snörp og að vext- irnir hækki um 0,5 til 0,75 pró- sentustig. Í Vegvísi segir að vöxtur innlendrar eftirspurnar haldi áfram og þar er tekið und- ir að Seðlabankinn þurfi að bregðast við af fullum krafti. Greiningardeild KB banka gerir einnig ráð fyrir vaxta- hækkun en telur að hún verði miklu minni. „Að mati greining- ardeildar mun Seðlabanki Ís- lands koma til með að hækka stýrivexti á morgun um 0,25% samhliða útgáfu Peningamála,“ segir í Hálf fimm fréttum KB banka en greiningardeildin bendir á að nýlega hafi vextirnir hækkað um 0,5 prósentustig og því séu líkur á mildri hækkun nú. - þk Ríkisstjórnin kynnti nýlega frumvarp sem áætlað er að lækki skattbyrði einstaklinga og fyrirtækja um hvorki meira né minna en 22 milljarða króna. Í stað þess að taka þessu frumvarpi opnum örmum hafa ýmsir aðilar þess í stað gagnrýnt frumvarpið. Helst kemur á óvart að meðal gagnrýnenda er ASÍ, en ljóst er að félagsmenn ASÍ munu flestir njóta góðs af skattalækkuninni. Bæði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Efnahags-og framfarastofnunin (OECD) mæla gegn skattalækkun- um á þeirri forsendu að í uppsveiflu eigi stefnan í ríkisfjármálum að vera sú að draga úr umsvifum með því að lækka útgjöld eða hækka skatta. Því ætti að mati þessara að fresta skattalækkunaráformum til ársins 2007 og auka jafnframt aðhald í út- gjöldum ríkissjóðs. Auðvitað er erfitt að slá hendinni á móti skattalækkunum. Þær munu verða til þess að ráðstöfunartekjur hækka sem að öllu jöfnu ætti að auka lífsgæðin. Lykilorðin hér eru: að öðru jöfnu. Það er nefnilega þannig að tekjur ríkissjóðs þurfa að duga fyrir útgjöldum ríkissjóðs ella fer ríkissjóður að safna skuldum. Í langtímaáætlun í ríkisfjármálum sem fjármálráðuneytið gaf út í byrj- un október er tekið tillit til skatta- lækkana, svipaða þeim sem síðan hafa komið fram í sérstöku frum- varpi. Samkvæmt þessari áætlun sem nær til ársins 2008 er afgang- ur á ríkissjóði á árunum 2004-2006 á meðan hagvöxtur helst hár. Um leið og dregur úr hagvexti á árinu 2007 þá snýst afgangurinn á ríkis- sjóði í halla og samkvæmt áætlun- inni verður 12 milljarða króna halli á ríkissjóði á árinu 2007 og 17 millj- arða halli á árinu 2008. Sú staðhæfing að við eigum fyrir skattalækkuninni missir því gildi sitt þar sem hún þýðir að ríkissjóður verður rekinn með halla á því ári sem þær koma þyngst inn og árin á eftir. Kostnaðurinn við skattalækk- unaráformin er því umfram 22 milljarða þar sem bæta þarf við kostnaði af lántökunni sem þarf til að fjármagna hallann sem af þeim leiðir. Þegar til lengri tíma er litið er ljóst að grípa þarf til aðgerða til að ná jöfnuði í ríkisfjármálum í kjölfar skattalækkunarinnar og ef ekki stendur til að hækka skatta á ný, þá er eina leiðin að skera niður útgjöld ríkissjóðs. Stærstu útgjaldaliðir ríkissjóðs eru útgjöld til heilbrigðis-, velferðar- og menntamála. Því er ekki ólíklegt að niðurskurður muni koma niður á þessum útgjaldaliðum. Í dag eru skiptar skoðanir um hvort útgjöld til þessara málaflokka séu nægileg. Margir eru þeirrar skoðunar að frekar eigi að verja 22 milljörðum til að efla heilbrigðis-, velferðar- og menntamál, fremur en að standa frammi fyrir niðurskurði í þessum málaflokkum eftir nokkur ár. ■ ÞJÓÐARBÚSKAPURINN KATRÍN ÓLAFSDÓTTIR Hver vill ekki skattalækkun? Auðvitað er erfitt að slá hendinni á móti skattalækkunum. Þær munu verða til þess að ráðstöfunartekjur hækka sem að öllu jöfnu ætti að auka lífsgæðin. ,, FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R BANKASTJÓRI ÞUNGT HUGSI Birgir Ís- leifur Gunnarsson bankastjóri Seðlabank- ans. Vaxtahækkun líkleg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.