Fréttablaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 72
GOLF „Ég hef notað undanfarnar vikur til hvíldar og er bjartsýnn fyrir þetta mót í Afríku,“ segir Birgir Leifur Hafþórsson, kylf- ingur úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Heldur hann um helgina á sitt fyrsta mót á Evrópu- mótaröðinni sem hann vann sér inn þáttökurétt á fyrir skemmstu. Þrátt fyrir að mótið sé hluti af evrópsku mótaröðinni fer það fram hinu megin á hnettinum í S.Afríku og mun þáttaka Birgis kosta um 400 þúsund krónur. „Þetta er vissulega dýrara en gengur og gerist en ég læt mig hafa það í þetta sinn enda hef ég verið að spila vel og er í ágætu formi. Þarna verða nokkrir vel- þekktir kappar og mig hlakkar til að takast á við þetta verkefni,“ sagði Birgir Leifur. Hann segir óvissu enn ríkja hvað varðar næsta ár. „Ég hef þátttökurétt á 35 mótum á næsta ári en það veltur að mörgu leyti á stuðningsaðilum og því fjármagni sem ég hef aðgang að hversu mörgum ég enda á að taka þátt í. Persónulega vill ég taka tvö til þrjú mót í röð og taka þá nokkurra vikna frí á milli því engum er hollt að keyra sig út í þessari íþrótt. Ég geri ráð fyrir að ná á milli 20 og 25 mótum ef allt gengur eftir.“ Mótið sjálft hefst ekki form- lega fyrr en á fimmtudaginn í næstu viku svo Birgir Leifi gefst góður tími til að kynna sér að- stæður og venjast hitanum sem er nokkuð hærri en frostbarðir Ís- lendingar eiga að venjast á þess- um tíma. ■ 32 2. desember 2004 FIMMTUDAGUR „Við eigum eftir að spila við Hauka, HK og FH. Það eru sem sagt tveir erfiðir leikir eftir hjá okkur.“ Ólafur Arnarsson, formaður handknattleiksdeildar Fram, er greinilega búinn að bóka sigur í einum af þeim þrem leikjum sem strákarnir hans eiga eftir að spila. Stóra spurningin er sú hver sé létti leikurinn sem Fram á eftir? sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 29 30 1 2 3 4 5 Fimmtudagur DESEMBER ■ ■ LEIKIR  18.00 Stjarnan 2 og Grótta/KR mætast í Ásgarði í SS-bikar kvenna í handbolta.  19.15 Fjölnir og Snæfell mætast í Grafarvogi í Intersportdeild karla í körfubolta.  19.15 Haukar og Hamar/Selfoss mætast á Ásvöllum í Intersportdeild karla í körfubolta.  19.15 KFÍ og Grindavík mætast á Ísafirði í Intersportdeild karla í körfubolta.  19.15 Keflavík og Skallagrímur mætast í Keflavík í Intersportdeild karla í körfubolta.  19.15 Tindastóll og Njarðvík mætast á Sauðárkróki í Intersportdeild karla í körfubolta.  19.15 ÍR og KR mætast í Seljaskóla í Intersportdeild karla í körfubolta.  19.15 Valur og Fram mætast í Valsheimilinu í SS-bikar kvenna í handbolta.  19.15 ÍBV og Haukar mætast í Vestmannaeyjum í SS-bikar kvenna í handbolta.  19.15 Víkingur og Stjarnan mætast í Víkinni í SS-bikar kvenna í handbolta. ■ ■ SJÓNVARP  17.30 Þrumuskot - ensku mörkin á Skjá einum.  17.45 Olíssport á Sýn.  19.00 European PGA Tour á Sýn. Sýnt frá Volvo Masters-mótinu á evrópsku mótaröðinni í golfi.  20.30 Race of Champions 2002 á Sýn. Kappakstur hinna ýmsu meistara í akstursíþróttum frá árinu 2002.  21.30 NFL-tilþrif á Sýn.  22.00 Olíssport á Sýn.  23.15 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn. Það er ekki ofsögum sagt að manni hafi brugðið verulega þegar greint var frá úrskurði aganefndar HSÍ eftir leik Þórs og Fram sem fram fór á Akur- eyri. Þar fékk Framarinn Ingólf- ur Axelsson ansi þungan dóm fyrir að stjaka við einstaklingum sem ögruðu honum er hann gekk af velli með rautt spjald á bak- inu. Þessi dómur er gjörsamlega glórulaus með hliðsjón af fyrri dómum aganefndar í vetur. Leikmaður Þórs gerði sig sekan fyrr í vetur um að hlaupa af varamannabekknum og inn á leikvöllinn þar sem hann kýldi leikmann FH. Fyrir þetta mjög svo grófa brot fékk hann sama bann og Ingólfur fékk fyrir að stjaka við mönnum sem ögruðu honum. Fyrir skemmstu fór síð- an fram leikur í yngri flokkum þar sem leikmaður bæði kýldi og sparkaði í annan leikmann og hann fékk fyrir vikið aðeins eins leiks bann. Samræmið í þessum dómum er nákvæmlega ekkert og að leggja að jöfnu framkomu Ingólfs og leikmanns Þórs er al- veg út í hött. Það sér hver maður. Undirritaður ætlar ekki að draga fjöður yfir framkomu Ing- ólfs sem er langt frá því að vera til fyrirmyndar og verðskuldar refsingu. Refsingin verður samt að vera í samræmi við glæpinn. Hún er það ekki í tilviki Ingólfs. Dómurinn sem Þór fær er einnig furðulegur. Miðað við að þeir hafa verið ávíttir fyrr í vet- ur og að samkvæmt dómnum sé það þeirra sök að þessi uppá- koma skyldi hafa átt sér stað er það með hreinum ólíkindum að þeir skuli hafa sloppið með 25 þúsund króna sekt. Enn og aftur er ekkert samræmi á milli glæps og refsingar. Þórsarar geta varið sitt mál með kjafti og klóm, sagt að gæsl- an sé sú sama hjá þeim og ann- ars staðar en það breytir ekki þeirri staðreynd að skipulag þessa leiks brást hjá þeim og því verða þeir að axla sína ábyrgð. Leikmennirnir sem sendu Ingólfi tóninn hefðu aldrei átt að vera þar sem þeir voru og ef skipulag leiksins hefði verið eins og það á að vera hefðu þessi læti aldrei farið fram. Það er bláköld staðreynd og hún verður ekki flúin. Orðspor aganefndar HSÍ hef- ur beðið verulega hnekki með þessum dómum og á því verður stjórn HSÍ að taka með einhverj- um hætti. Sú aganefnd sem starfar í Laugardalnum í dag er á verulegum villigötum. Aganefnd á villigötum HENRY BIRGIR GUNNARSSON ÍÞRÓTTAFRÉTTAMAÐUR UTAN VALLAR STÖRF AGANEFNDAR HANDKNATTLEIKS- SAMBANDS ÍSLANDS Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson: Í víking til Afríku BIRGIR LEIFUR Hann heldur um helgina alla leið til Suður-Afríku en þar mun hann etja kappi við ekki ófrægari kylfinga en Ernie Els, Trevor Immelman og Justin Rose. FÓTBOLTI Norska úrvalsdeildarliðið Brann og KR hafa komist að samkomulagi um kaupverð á varnarmanninum sterka Kristjáni Erni Sigurðssyni eftir snarpa samningalotu sem hófst í gærmorgun þegar Brann gerði KR tilboð í Kristján Örn. Sigurður Helgason, fram- kvæmdastjóri KR Sports, stað- festi í samtali við Fréttablaðið seint í gærkvöld að félögin hefðu komist að samkomulagi en ítrekaði þó að Kristján Örn ætti enn eftir að ná samkomulagi við norska félagið og því væri ekkert öruggt. Kristján Örn á eitt ár eftir af samningi sínum við KR og hefur samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins ekki viljað skrifa undir nýjan samning við vesturbæjar- liðið. Per Ove Ludvigsen, yfir- maður knattspyrnumála hjá Brann, vildi ekki tjá sig um það hvort félagið væri búið að senda KR tilboð þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær en sagði þó að Kristján Örn hefði staðið sig mjög vel þann tíma sem hann var til reynslu hjá félaginu og væri áhugaverður leikmaður. Kristján Örn sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að Brann væri mjög áhugavert félag. „Þeir eru bikarmeistarar og eitt af bestu liðum Noregs. Þetta er mjög spennandi dæmi en það verður að koma í ljós hvort félögin ná sam- an,“ sagði Kristján Örn. Brann varð bikarmeistari á dögunum en félagi Kristjáns í vörn íslenska landsliðsins, Ólafur Örn Bjarnason, leikur með norska félaginu. Það má því búast við að tveir íslenskir landsliðsmenn leiki í vörn Brann á komandi tímabili. oskar@frettabladid.is KRISTJÁN ÖRN SIGURÐSSON Sést hér í leik með KR gegn Fram en hann mun að öllum líkindum spila í Noregi á næsta tímabili. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P ÁL L KE TI LS SO N KR tók tilboði Brann Samingaviðræður KR og Brann um Kristján Sigurðsson hófust í gærmorgun og þeim lauk seint í gærkvöld með því að félögin komust að samkomulagi. Dynamo St. Petersburg, lið JónsArnórs Stefánssonar í Rússlandi, vann sinn fimmta leik í Evrópukeppni FIBA í fyrrakvöld þegar liðið lagði París PBR á útivelli, 74-80. Jón Arnór var stiga- hæstur í liði Dynamo með 16 stig. Leikurinn var jafn og spennandi og þurftu leikmenn Dynamo að hafa mikið fyrir því að knýja fram sigur en aðeins þrjú stig skildu liðin að- fyrir lokaleikhlutann. Leikurinn réðst að mestu á vítalínunni þar sem franska lið- ið hitti aðeins úr 8 skotum af 19 en Dynamo var með 90% vítanýtingu. Jón hitti vel utan af velli, tók átta skot og hitti úr fimm og var að auki með þrjú fráköst og þrjár stoðsendingar. Lið Hauka í Intersportdeildinni íkörfuknattleik, hafa ráðið til sín Bandaríkjamanninn Damon Jay Flint. Flint er 29 ára að aldri og hefur leikið með fjölmörgum lið- um eftir að hann út- skrifaðist úr háskóla. Predrag „Kuki“ Bojovic mun hins vegar hætta að leika með liðinu um stund og einbeita sér að þjálfun, bæði sem aðstoðarmaður Reynis Kristjánssonar hjá meistara- flokknum sem og í yngri flokkunum. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.