Fréttablaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 53
...nú er jólabókaflóðið í fullum gangi og því kannski ekki úr vegi að kynna sér nýjustu bækurnar. Halldór Guðmundsson, Jóhanna Kristjónsdóttir, Kristín Marja Baldursdóttir, Kristín Eiríksdóttir og Þórarinn Eldjárn lesa upp úr nýjum bókum sínum í forsal Borgarleikhússins klukkan 20.00 en fyrir upplestur og í hléi verður leikinn léttur jóladjass. Í Bókasafni Hafnarfjarðar lesa Birna Anna Björnsdóttir, Bragi Ólafsson, Pétur Gunnarsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson úr nýjum bókum sínum auk þess sem Tatu Kantomaa leikur finnskan tangó á harmónikku. Upplesturinn þar hefst klukkan 20.30. Föstudagur... ...fyrir þá sem hafa tök á getur verið skemmtilegt að sigla einn rúnt suður í Hafnarfjörð og kíkja á sýninguna Jólagjafir til þjóðþekktra Íslendinga sem opnuð verður í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Þar munu nemendur á lokaári hönnunardeildar Iðnskólans í Hafnarfirði sýna jólagjafir sem þeir hafa hannað og búið til. ...eftir hönnunarsýninguna er ágætt að skipta um gír og fara á tónleika í Hallgrímskirkju. Þar kemur Mótettukór Hallgrímskirkju fram ásamt Ísak Ríkharðssyni drengja- sópran, Sigurði Flosasyni saxófón- leikara og Birni Steinari Sólbergssyni organista. Saman munu þeir flytja hugljúf lög í anda jóla og aðventu í Hallgrímskirkju. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00. Laugardagur... ...Ragnar Sólberg og félagar í hljómsveitinni Sign munu rokka feitt á Grand Rokk við Smiðjustíg ásamt hljómsveitunum Noise og Dimmu. Sign hefur tekið miklum breytingum frá því að hljómsveitin lenti í öðru sæti á Músíktilraunum fyrir nokkrum árum og hafa meðal annars orðið manna- skipti í sveitinni. Ragnar Sólberg er þó sem fyrr aðalspíra sveitarinnar og verður spennandi að sjá hvaða stefnu sveitin er að taka. Tónleikarnir hefjast klukkan 23.00. ...fyrir þá sem eru minna fyrir hart rokk gæti verið sniðugt að skella sér á tónleika með Pálma Gunnarssyni og Magnúsi Eiríkssyni í Mannakornum. Tónleikarnir verða haldnir á Kringlukránni en plata Mannakorna, Betra en best, sem á eru fjórtán ný lög, kom út í sumar. Gera má ráð fyrir að Mannakorn taki einnig eitthvað af gömlum slögurum á borð við María, Eina nótt og Engin eins og þú. FIMMTUDAGUR 2. desember 2004 BÍÓ ... Það muna sjálf- sagt enn margir eftir morðóðu dúkkunni Chucky sem skaut fyrst upp rauðhærðum kollinum árið 1988 í hryllings- myndinni Child’s Play. Þar tókst brjáluðum morðingja að flytja sál sína yfir í blásaklausa leikfanga- dúkku áður en hann geispaði golunni. Dúkkan hélt svo merkjum morðingjans á lofti með því að kála öllum sem hún kom nálægt. Það var eitthvað skemmti- lega fríkað við þessa mynd og þó hún geti seint talist merkileg framleiðsla gat hún af sér þrjár framhaldsmyndir, Child's Play 2, Child's Play 3 og Bride of Chucky en þar lék Jennifer Tilly kærustu morð- ingjans sem endurholdgaðist einnig sem dúkka og það þarf ekki að taka það fram að dúkkuparið fór hamförum með búrhnífana. Fimmta myndin um Chucky, The Seed of Chucky, verður frumsýnd í dag en þar vekur Glen, munaðarlaust af- kvæmi parsins, morðóða forledra sína upp frá dauðum með skelfilegum afleið- ingum. Leikstjóri Don Mancini sem hefur hing- að til einungis leikstýrt þætti í Tales from the Crypt seríunni. Hann skrifaði hins vegar handritin að öllum fyrri Chucky- myndunum og brjálaða dúkkan er hug- arfóstur hans þannig að enginn þekkir kauða betur. Leikarar Brad Douriff talar sem fyrr fyrir Chucky en hann hefur verið með í öllum Chucky-myndunum og Jennifer Tilly endurtekur einnig rullu sína sem kærastan klikkaða. Orðspor Myndin hefur fengið þokkalega dóma í útlöndum en myndir af þessu tagi þykja vitaskuld ekki merkilegur pappír. Þeir sem þekkja Chucky vita þó alveg við hverju má búast og hann bregst ekki að- dáendum sínum frekar en fyrri daginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.